Sýnataka vegna erfðamengisúrvals í gangi
29.01.2021
|
Þessa dagana eru starfsmenn RML að taka og safna vefjasýnum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Búið er að taka 2.472 sýni á 98 búum þegar þetta er skrifað. Sýnatöku er lokið á Vesturlandi og í Rangárvalla- og Árnessýslum. Þá er sýnataka komin vel á veg í Húnavatnssýslum. Í næstu viku er ætlunin að klára sýnatöku þar ásamt Eyja- og Skagafirði og S-Þingeyjarsýslu. Veður og færð mun svo ráða því hvenær hægt verður að taka sýni á Austurlandi og Vestfjörðum sem vonandi verður þó innan skamms.
Lesa meira