Afkvæmadómur nauta f. 2015
30.04.2021
|
Við vekjum athygli á að yfirlit um afkvæmadóma nauta sem fædd voru árið 2015 er komið hérna á vefinn hjá okkur. Um er að ræða hefðbundið yfirlit þar sem sjá má hver útkoman varð á þeim nautum sem komu til afkvæmadóms. Meðal þess sem þarna er að finna er lýsing á dætrahópunum, yfirlit um útlitseinkenni, efnahlutföll, frumutölu, mjaltaathugun, gæðaröð og förgun ásamt kynbótaeinkunnum á þeim tímapunkti er afkvæmadómi lauk.
Lesa meira