Sjö ný reynd naut í dreifingu
12.02.2021
|
Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja sjö ný reynd naut í notkun úr nautaárgöngum 2015 og 2016. Þarna er um að ræða síðasta hópinn úr 2015 árgangnum og fyrstu naut úr 2016 árgangi. Hinn firnasterki Bambi 08049 er um þessar mundir öflugur í íslenska kúastofninum og afkomendur hans áberandi. Við val nautanna er þó einnig reynt að horfa til óskyldra nauta svo sem kostur er.
Lesa meira