Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt
05.11.2021
|
Líkt og undanfarin ár hafa afkvæmarannsóknir sem bændur setja upp sjálfir á sínu heimabúi verið styrktar af fagfé í sauðfjárræktinni.
Styrkurinn í ár er áætlaður 5.000 kr. á hvern veturgamlan hrút. Það eina sem bændur þurfa að gera er í raun að ganga frá afkvæmarannsókninni í Fjárvís og senda síðan póst á ee@rml.is (eða aðra sauðfjárræktaráðunauta RML) og tilkynna að þetta sé klappað og klárt. Miðað hefur verið við að menn sendi tilkynningu um þetta fyrir 15. nóvember. Tilkynningar sem koma eftir það verða teknar góðar og gildar út nóvember. Hinsvegar ef umfangið verður meira en svo að hægt verði að styrkja allar rannsóknir að fullu verða þeir í forgangi sem hafa gengið frá sínum gögnum fyrir 15. nóvember.
Lesa meira