Sauðfjárrækt fréttir

Reiknivél vegna endurskoðunar sauðfjársamnings

Reiknivél vegna endurskoðunar á sauðfjársamningi 2019
Lesa meira

Samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað

Búið er að samþykkja í ríkisstjórn að fela Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, Skógræktina og sauðfjárbændur að þróa heildstæða ráðgjöf fyrir bændur varðandi það hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá búrekstri og landi og/eða aukið bindingu kolefnis. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði að fullu innleitt árið 2020. Sjá nánar á vef Stjórnarráðs Íslands.
Lesa meira

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2018

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2018 Uppgjöri á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2018 er að mestu lokið en þetta er fyrr en verið hefur og munar þar helst um að skýrsluhald er forsenda allra greiðslna hjá þeim sem njóta stuðnings á grunni búvörusamninga. Þegar þetta er ritað í lok janúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri fyrir um 3100 ær sem hafa skráða burðarfærslu vorið 2018. Reiknaðar afurðir eru svipaðar og haustið 2017.
Lesa meira

Innlausnarvirði greiðslumarks 2019

Matvælastofnun hefur reiknað út og birt innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur og sauðfjár sem innleysa má til ríkisins samkvæmt ákvæðum í reglugerðum um stuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt en samkvæmt þeim ber stofnuninni að auglýsa innlausnarvirði eigi síðar en 1. janúar ár hvert.
Lesa meira

Samdráttur í sauðfjársæðingum annað árið í röð

Sauðfjársæðingavertíðinni lauk þann 21. desember síðastliðinn. Þá höfðu verið sendir út til sauðfjárbænda 27.077 skammtar af sæði. Frá Þorleifskoti fóru 16.005 skammtar en Borgarnesi 11.072 skammtar. Veturinn 2017 voru útsendir skammtar 33.200 og er þetta því um 18% samdráttur á milli ára og ef miðað er við árið 2016 þá er þetta um 40% samdráttur. Samdrátturinn virðist mismikill eftir landshlutum en hann er hvað mestur á Suðurlandi og Vesturlandi.
Lesa meira

Nýjar reglugerðir um stuðning í landbúnaði

Fjórar nýjar reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað voru gefnar út í Stjórnartíðundum í dag en þær taka gildi 1. janúar 2019. Þetta í samræmi við ákvæði búvörusamninga frá 2016 og eru reglugerðirnar endurskoðaðar árlega. Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að reglugerðirnar séu að mestu leyti samhljóða reglugerðum sem að giltu um sama efni árið 2018 og breytingar flestar smávægilegar.
Lesa meira