Stútfull dagskrá af spennandi efni – Fagþing sauðfjárræktarinnar 6. og 7. apríl
05.04.2022
|
Þétt dagskrá er framundan á Fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldin er af Fagráði í sauðfjárrækt í samstarfi við RML, BÍ og Lbhí. Á morgun munu nokkrir erlendir sérfræðingar flytja erindi á netinu sem tengjast riðuveiki. Þar verður m.a. fjallað um fyrirliggjandi rannsóknir sem tengjast útrýmingu riðuveiki á Íslandi með ræktun þolnari stofna, sagt frá því hvernig mismunandi stofnar riðuveiki eru greindir og mælingar á þeirri vernd sem mismunandi arfgerðir veita. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og fer eingöngu fram á netinu.
Lesa meira