Þrjár „T137 kindur“ bætast í hópinn á Sveinsstöðum
07.03.2022
|
Fundist hafa þrjár kindur til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137 sem er talin mögulega verndandi arfgerð. Þar með er vitað um 9 lifandi gripi með þessa arfgerð hér á landi. Sex kindur eru á Sveinsstöðum og þrjár á bænum Straumi í Hróarstungu. Tvær af þessum Sveinsstaðakindum eru náskyldar þeim kindum sem áður voru greindar þar á bæ með arfgerðina.
Lesa meira