Sauðfjárrækt fréttir

Sauðfjárskólinn - Umsóknarfrestur framlengdur til 30. október

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni og í Bændablaðinu nú í haust ætlar RML að bjóða sauðfjárbændum á öllu landinu að taka þátt í fræðslufundaröðinni Sauðfjárskólanum sem áætlað er að hefjist nú um miðjan nóvember. (Nánari upplýsingar í gegnum tengil merktan Sauðfjárskólanum hér hægra megin á forsíðunni).
Lesa meira

Uppfærsla á Fjárvís í kvöld getur valdið truflunum

Skýrsluhaldsforritið Fjárvís verður uppfært þriðjudagskvöldið 6. október milli klukkan 19 og 20. Gera má ráð fyrir að notendur geti orðið fyrir truflunum á meðan á uppfærslu stendur.
Lesa meira

Nýir sæðingastöðvahrútar

Í sumar var safnað saman á sæðingastöðvarnar þeim hrútum sem koma nýir inn á grunni reynslu á heimabúi og fylgir hér stutt umfjöllun um þá ásamt kynbótamati.
Lesa meira

Samræmingarnámskeið í lambadómum

Í síðustu viku var haldið umfangsmikið námskeið á Stóra-Ármóti fyrir starfsmenn RML er koma að lambadómum og ráðgjöf í sauðfjárrækt. Námskeiðið hófst um hádegi á miðvikudaginn 2 . september en þá mættu nýir lambadómarar í þjálfun hjá þeim Eyþóri Einarssyni og Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur.
Lesa meira

Villa í lambabókum - Frjósemisyfirlit ánna

Í lambabókum sem prentaðar voru út í síðustu viku er að finna villu sem felst í því að talnarunan sem lýsir frjósemi ánna er yfir höfuð röng. Þetta lýsir sér m.a. í því að upplýsingar um gemlingsárið (um ærnar veturgamlar) eru vitlausar hjá öllum ánum. Búið er að laga þessa villu inn í Fjárvís.is og mun hún ekki birtast í þeim bókum sem prentaðar verða hér eftir. Tekið skal fram að villan hafði engin áhrif á kynbótamatsútreikninga fyrir frjósemi.
Lesa meira

Fjárvís - útgáfa 2.1.0

Fjárvís hefur verið uppfærður og helstu breytingar frá síðustu útgáfu eru þær að dómaskráning er komin inn og eins er búið að lagfæra skýrslur til að skoða niðurstöður kjötmats eftir hrútum og eins til að skoða niðurstöður lífþunga eftir hrútum.
Lesa meira

Uppfærsla Fjárvís og útsending haustbóka

Milli 14 og 16 í dag verður gerð uppfærsla á Fjárvís. Kerfið verður lokað á meðan. Talsvert er um fyrirspurnir vegna haustbóka, útsending þeirra stendur yfir núna og þær ættu að berast mönnum í þessari viku.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár 2015

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorin 2015 sem búið var að skrá í gagnagrunninn um mánaðarmótin júlí/ágúst náðu inn í útreikninginn. Uppfært mat má nú finna inná Fjárvís. Ætternismat gripa í haustbókum sem fara að berast bændum mun taka tillit til þessa nýja mats.
Lesa meira

Fjárvís - skil vorgagna & prentun haustbóka

Nokkuð hefur verið um fyrirspurning frá notendum Fjárvís varðandi skil vorgagna og eins varðandi prentun haustbóka nú í haust. Prentun haustbók ætti að hefjast í lok þessarar viku og haustbækur ættu að fara berast mönnum með pósti í næstu viku.
Lesa meira

Um sauðfjárskoðun 2015

Bændur eru hvattir til að draga það ekki að panta skoðun á lömbin því það auðveldar allt skipulag að pantanir liggi fyrir sem fyrst. Því fyrr sem menn panta því meiri líkur eru á að hægt sé að verða við óskum þeirra og öll framkvæmd verður hagkvæmari. Miðað hefur verið við að raða þeim bæjum fyrst niður sem pantað hafa fyrir 15. ágúst.
Lesa meira