Sauðfjárrækt fréttir

Kynbótamat sauðfjár

Kynbótamat fyrir gerð og fitu hjá sauðfé hefur verið uppfært samhliða vinnu við Hrútaskrá 2018-2019 og er núna aðgengilegt á Fjárvís. Niðurstöðurnar taka til sláturgagna frá því í haust og miðað við stöðu gagnagrunns mánudaginn 28. október sl. /eib
Lesa meira

Lambaþoni lokið

Um helgina fór fram Lambaþon sem er 24 klst keppni um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár. Keppnin var hnífjöfn en alls 6 lið tóku þátt. "Kynnum kindina" var sú hugmynd sem bar sigur af hólmi en hún gengur út á að kynna kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og að gefa ferðamönnum kost á að upplifa með auðveldum hætti ýmis störf í sveitum landsins sem tengjast sauðfé.
Lesa meira

Gríptu boltann

Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa í ágústmánuði fyrir fundaherferð með það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Aðalfyrirlesari fundanna er Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta og mun hann flytja erindi sem ber nafnið "Leiðin til sigurs".
Lesa meira