Námskeið – gæðastýring í sauðfjárrækt
11.01.2021
|
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur fyrir námskeiði fyrir nýja þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Námskeiðið er rafrænt og fer fram fimmtudaginn 14. janúar. Skráning fer fram á afurd.is (AFURÐ – greiðslukerfi landbúnaðarins) og þar undir umsóknir – sauðfjárrækt – Námskeið gæðastýring.
Á námskeiðinu er m.a. farið yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu (nr. 511/2018), farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og skýrsluhald og fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir.
Lesa meira