Sauðfjárrækt fréttir

Prentun á vorbókum

Prentun á vorbókum mun hefjast 10. nóvember. RML vill nú bjóða bændum upp á að velja hvenær vorbókin þeirra verður prentuð. Hægt er að velja um þrjá mismunandi prenttíma eftir því hvort menn vilja fá bókina strax að haustbókarskilum loknum eða bíða með prentun þar til búið er að skrá fang og/eða fósturtalningu. Sjálfkrafa stilling hjá öllum er nú að fá bækurnar strax að loknum haustbókarskilum. Þeir sem vilja bíða með prentun þar til búið er að skrá fang og/eða fósturtalningu þurfa því að láta vita af því með að fara inn í Fjárvís, fara inn í valmyndina „Notandi“ og velja „Stillingar“. Undir valmöguleikanum „ Fá vorbók senda frá RML“. Þar er nú hægt að opna valmynd þar sem val er um þrjá möguleika.
Lesa meira

Eru allir ásettir hrútar komnir með arfgerðargreiningu?

Eitt af þeim mikilvægu markmiðum sem landsáætlun um útrýmingu riðu kveður á um er að allir ásettir hrútar landsins séu arfgerðargreindir. Alveg sama þó bændur séu ekki byrjaðir að innleiða verndandi arfgerðir í stofn sinn þá er rík áhersla lögð á að allir hrútar hafi greiningu. Það eru bæði mikilvægar upplýsingar fyrir bændur, ræktunarstarfið og einnig felst í því áframhaldandi leit í stofninum að nýjum uppsprettum verndandi og mögulega verndandi arfgerða.
Lesa meira

Feldfé í Fjárvís

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að koma upplýsingum um feldfé inn í Fjárvís. Upphaf ræktunar á feldeiginleikum í íslensku fé má rekja til áttunda áratugar síðustu aldar, en varð hvergi langlíf nema í Meðallandi. Áhugi á feldfjárrækt hefur þó farið vaxandi síðustu ár og hafa feldfjárhrútar verið í boði á sæðingastöðvunum samfleytt frá árinu 2014. Í Fjárvís hefur ekki verið haldið utan um þetta fé sérstaklega fyrr en nú, að því undanskildu að hægt hefur verið að skrá feldfjárdóma sem birtust í feldgæðayfirliti.
Lesa meira

Af niðurstöðum lambadóma – synir stöðvahrútanna

Nú er ætti megnið af dómum haustsins að vera skráð í Fjárvís en þó er minnt á að bændur eru hvattir til að koma öllum óskráðum dómum inn í gagnagruninn fyrir mánudaginn 28. október þannig að gögnin nýtist fyrir kynbótmatsútreikninga og upplýsingar um dómaniðurstöður fyrir hrútaskrá. Ef skoðaðar eru niðurstöður fyrir stöðvahrútana (úttekt 23.10.2024) þá hafa 5.716 synir sæðingahrútanna hlotið dóm. Ef miðað er við úttekt á stöðu stöðvahrútanna fyrir ári síðan eru þetta nálægt 1.500 fleiri dómar í ár. Það kemur reyndar ekki á óvart þar sem þátttaka í sæðingum var mun betri á síðasta ári en árinu á undan.
Lesa meira

Vegna kaupa og sölu á líflömbum

Nú í haust hefur líflambasala á milli bæja verið talsvert meiri en undanfarin ár og greinilegt að bændur hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í líflömbum með spennandi arfgerðir með tilliti til riðunæmis. RML vill beina því til bænda sem eru að kaupa líflömb að gera upp sitt skýrsluhald áður en að þeir samþykkja nýja gripi inn á bæinn.
Lesa meira

Dómagögn og sláturupplýsingar vegna hrútaskrár

Nú er lambadómum haustsins að mestu lokið og sláturtíð einnig að ljúka. Hafinn er undirbúningur að hrútaskrá. Því er mikilvægt að allir dómar séu skráðir sem fyrst inn í Fjárvís. Stefnt er á að taka út gögn vegna kynbótamatskeyrslu vegna hrútaskrár mánudaginn 28. október. Því eru bændur hvattir til að staðfesta sláturupplýsingar í Fjárvís og þeir sem eiga óskráða dóma að koma þeim einnig inn í kerfið fyrir næsta mánudag.
Lesa meira

Gripir sem komast ekki í gegnum villuprófun við arfgerðargreiningu

Undanfarið höfum við hjá RML fengið til okkar allnokkrar fyrirspurnir varðandi gripi sem eru arfgerðagreindir, en fá ekki flagg, heldur tákn með hvítu spurningamerki á svörtum grunni á sama stað og flöggin ættu að birtast. Þetta þýðir að niðurstaða arfgerðargreiningarinnar stóðst ekki villuprófun. Langalgengasta ástæðan er sú að niðurstaða grips passar ekki við niðurstöður foreldra.
Lesa meira

Áreiðanleiki arfgerðagreininga

Frá því að leitin að verndandi arfgerðum og átaksverkefni í riðuarfgerðargreiningum hófst árið 2022 hafa verið lesnar inn í Fjárvís arfgerðargreiningar fyrir tæplega 125 þúsund gripi frá 4 greiningaraðilum. Fyrir voru í Fjárvís niðurstöður eldri greininga fyrir tæplega 8 þúsund gripi. Út frá þessum gögnum hefur Fjárvís síðan sett saman arfgerðir fyrir eitt eða fleiri sæti hjá vel yfir 200 þúsund gripum í gagnagrunninum. Allt í allt eru því nú tæplega 370 þúsund gripir í gagnagrunni Fjárvís með upplýsingar um arfgerðir í einu eða fleiri sætum sem geta sagt til um mótstöðu gagnvart riðu.
Lesa meira

Breytingar á Fjárvís

Í gærmorgun var keyrð uppfærsla á Fjárvís en undanfarið hefur staðið yfir vinna við hinar ýmsu breytingar sem nú koma inn. Þar ber helst að nefna: Viðbótarflögg: Nú fá afkvæmi foreldra sem eru arfblendin um verndandi og/ mögulega verndandi arfgerð röndótt flögg, þar sem ekki er hægt að spá fyrir með 100% vissu hver arfgerð þeirra er, nema með arfgerðargreiningu. Afkvæmi hrúts sem er arfblendinn ARR og T137 fær þannig fána sem er dökkgræn/ljósgrænröndóttu sem gefur til kynna að hann ber örugglega annað hvort verndandi eða mögulega verndandi arfgerð.
Lesa meira

Gimsteinn - Nýr ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt vegna innleiðingar á verndandi arfgerðum

Mörkuð hefur verið sameiginleg stefna bænda og stjórnvalda í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Lykillinn að markmiðinu um riðulaust Ísland er að allir sauðfárbændur landsins taki virkan þátt. Vegna þessa gríðarstóra verkefnis sem bíður íslenskra sauðfjárbænda á landinu öllu og er þegar hafið, hefur verið ákveðið að bjóða upp á nýjan ráðgjafarpakka er snýr að kynbótum og ræktun gegn riðu í sauðfjárrækt. Pakkinn ber heitið Gimsteinn og miðar ráðgjöfin að því að setja upp áætlun fyrir sauðfjárbú um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða. Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum bóndans og verður í boði frá 15. október.
Lesa meira