Sauðfjárrækt fréttir

Ný uppspretta fundin af ARR genasamsætunni

Staðfest hefur verið að ARR genasamsætan, sem hefur verndandi áhrif gegn riðuveiki, hefur nú fundist í gripum sem óskildir eru Þerununesfénu. Á bænum Vífilsdal í Hörðudal í Dalasýslu, greindist ARR í hrútlambi í haust sem á ekki foreldra sem vitað var að bæru ARR. Í framhaldinu var greint sýni úr móðir hrútsins og reyndist hún bera ARR. Nú er búið að tvígreina bæði hrútinn og móður hans og því ljóst að fundin er ný ættarlína sem ber þennan verndandi breytileika. 
Lesa meira

Að loknum sæðingum - sæðingastyrkir og skráningar

Segja má að nú hafi verið að ljúka sögulegri sauðfjársæðingavertíð. Mjög stór skref voru nú tekin í innleiðingu verndandi arfgerða og aldrei hefur megin hluti hrútakostsins áður byggst á lambhrútum. Viðtökurnar voru frábærar en í desember 2022 voru sæddar u.þ.b. 18.700 ær, samkvæmt skráningum í Fjárvís en í ár gæti endanlega tala orðið um 30 þúsund, en nú hafa verið skráðar um 27.500 sæðingar.
Lesa meira

Riðuflögg uppfærð í Fjárvís

Í dag voru riðuflöggin uppfærð í Fjárvís í samræmi við það sem kynnt hefur verið í haust varðandi skilgreiningar á næmi allra 6 genasamsæta.  Með þessari uppfærslu koma einnig inn nýjir ferlar varðandi prófanir á gögnunum.  Enn er verið að vinna að því að uppfæra arfgerðarspárnar samkvæmt þessum nýju skilgreiningum þannig að ekki eru komin flögg á alla gripi sem geta fengið flögg út frá arfgerð foreldra en þeirri vinnu ætti að vera lokið fyrir jól.  Nánar er fjallað um þetta í næsta Bændablaði sem kemur út fimmtudaginn 14. desember.
Lesa meira

Styrkir vegna sauðfjársæðinga – hvati til notkunar á verndandi hrútum

Ákveðið hefur verið að greiða styrki til bænda sem nota hrúta með verndandi og/eða mögulega verndandi arfgerðir. Styrkirnir eru hugsaðir til að hvetja til notkunar á hrútum með þessar arfgerðir og þar með hvetja til innleiðingar á verndandi arfgerðum m.t.t. riðumótstöðu. Matvælaráðuneytið leggur fram fjármagn og mun ráðuneytið einnig sjá um að greiða út styrkina í gegnum Afurð.
Lesa meira

Bylting í sauðfjárræktinni - Endurnýjun íslenska sauðfjárkynsins til þols gegn riðu

Eftir áratuga langa baráttu gegn riðu í íslensku sauðfé þar sem aðalvopnin voru takmarkaður samgangur fjár á milli bæja á riðusvæðum og niðurskurður sýktra hjarða urðu straumhvörf í þessum málum í byrjun árs 2022. Þá fundust í fyrsta sinn á Íslandi kindur með ARR-samsætuna á bænum Þernunesi við Reyðarfjörð, en ARR-samsætan er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi gegn riðu. Í kjölfarið hófst undirbúningur á að innleiða ARR í íslenska sauðfjárstofninn með þeirri von að loks væri hægt að sigra riðuna með skipulögðu ræktunarstarfi.
Lesa meira

Rannsóknir á breytileikum príonpróteinsins – skýrsla rannsóknarhóps

Rannsóknarhópur um riðurannsóknir hefur sent frá sér samantekt um þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir um áhrif mismunandi breytileika í príonpróteininu sem hafa áhrif á mótstöðu íslenskra kinda gagnvart riðusmiti. Niðurstöðurnar byggja annarsvegar á svokölluðum PMCA næmirannsóknum og hinsvegar á skoðun arfgerða sauðfjár í riðuhjörðum. Byggt á þessum niðurstöðum eru dregnar ályktanir um verndargildi mismunandi arfgerða.
Lesa meira

Hrútafundir

Hinir svokölluðu hrútafundir verða haldnir víðsvegar um land á næstu dögum. Fundirnir eru haldnir af Búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML. Að venju verða stöðvarhrútarnir kynntir og ræktunarstarfið rætt. Meðfylgjandi er yfirlit yfir fyrirhugaða fundi. Líkt og flestir vita sem ferðast um veraldarvefinn og hafa áhuga á sauðfé, þá er netútgáfa Hrútaskrárinnar kominn á vefinn fyrir nokkrum dögum. Uppfærð útgáfa kom í dag, sem fyrst og fremst beindist að því að lagfæra eina villu. Það var hrúturinn Fannar sem varð fyrir barðinu á henni, en hann var sagður með ARR/ARQ arfgerð príongensins. Hið rétt er að hann er með ARR/AHQ og hjá honum blakta nú dökkgrænt og ljósgrænt flagg.
Lesa meira

Hrútaskrá 2023-24 komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2023-2024 er komin hér á vefinn en prentaða útgáfan er væntanleg í lok vikunnar/byrjun þeirrar næstu. Að þessu sinni standa 48 úrvalshrútar til boða í komandi sæðingavertíð en útsending sæðis mun hefjast þann 1. desember nk. og standa til 20. desember nk. Af þessum 48 hrútum eru 27 hyrndir, 16 kollóttir, 2 feldfjárhrútar og loks 3 forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna 31 hrút sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð en vegna breyttra áherslna m.t.t. til riðuarfgerða er endurnýjun meiri en áður. Hér ættu allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum.
Lesa meira

Ræktun gegn riðu – fræðslufundir – hlekkur á útsendingu

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröðinni „Ræktun gegn riðu“ var haldinn í gærkveldi í Þingborg í flóa. Fundurinn var fjölsóttur en rúmlega 100 gestir mættu í Þingborg og umræður líflegar. Í kvöld (31. okt) verður fundað á Hvanneyri, í Ársal og hefst fundurinn kl. 20:00. Þessum fundi verður streymt á netinu og má finna slóð á fundinn hér að neðan.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar sauðfjár – ÍE tekur á móti sýnum út nóvember

Góður gangur hefur verið í arfgerðargreiningum sauðfjár m.t.t. riðunæmis það sem af er ári en útlit er fyrri að vel yfir 20.000 gripir verði greindir á þessu ári. Bændur voru duglegir strax í vor að taka sýni en eftir vorið var búið að greina u.þ.b. 10.000 sýni, aðalega úr lömbum. Íslensk Erfðagreining (ÍE) hefur séð um greiningar í haust og frá 1. september hafa þegar verið greind þar rúmlega 10.000 sýni og gengið mjög vel.
Lesa meira