Sauðfjárrækt fréttir

„Bliknar í mýri brokið“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 20. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Verð á vor- og haustbókum

Eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir hækkuðu vorbækurnar í ár, úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk. Ástæðan er sú að með tilkomu riðufánana þarf nú að prenta bækurnar í lit sem er dýrari prentun en svarthvít prentun. Bækurnar eru prentaðar í prentsmiðju og verðlagðar þannig að þær standi undir kostnaði við prentun og umsýslu við útsendingu þeirra. Verð á haustbókum fer nú einnig úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk þar sem þær verða nú einnig prentaðar í lit. Við munum hins vegar í ár taka upp sérstakt verð fyrir stakar bækur sem prenta þarf utan venjulegs prenttíma, einfaldlega vegna þess að það er miklu dýrara að láta prenta eina bók í einu í stað margra. Þessar bækur munu héðan í frá kosta 5000 kr/án vsk. 
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

Af niðurstöðum arfgerðargreininga – yfirlit yfir dreifingu lambhrúta með V og MV arfgerðir

Góður gangur hefur verið í greiningum sýna. Frá 1. apríl er búið að færa um 47.000 niðurstöður frá Íslenskri erfðagreiningu inn í skýrsluhaldsgrunninn Fjárvís. Um 10.000 sýni eru stödd í greiningarferlinu og niðurstöður úr þeim að vænta nú í ágúst. Algengar spurningar frá bændum þessa dagana eru varðandi sýni sem enn vantar niðurstöður á, þó búið sé að greina megnið af sýnum frá viðkomandi búi. Því er til að svara að ekki er búið að fara yfir „vandræðasýni“ sem ekki tókst að greina í fyrstu umferð. Von bráðar munu því koma niðurstöður á öll sýni og þá gerð grein fyrir því hvaða sýni voru ónýt.
Lesa meira

Eru öll DNA sýni farin í greiningu? Af stöðu greininga og prentun haustbóka

Góður gangur hefur verið í arfgerðargreiningum hjá Íslenskri erfðagreiningu í vor og sumar. Frá 1. apríl hafa bændur sent inn um 49.000 sýni úr kindum (aðalega lömbum) til að fá greiningu á arfgerðir m.t.t. riðumótstöðu. Þegar liggja fyrir niðurstöður fyrir um 29.000 sýni og því um 20.000 sýni sem nú eru í vinnslu.
Lesa meira

Lambadómar haustið 2024

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 20. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin upp úr miðjum ágúst er vakin athygli á því að hægt er að panta lambaskoðun án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar sauðfjár, staða mála

Eftir að nýja pöntunarkefið komst í gagnið er búið að senda út 73.132 hylki fyrir arfgerðagreiningu sauðfjár og þar er mjög gleðilegt hvað bændur eru áhugasamir um þátttöku í þessu mikilvæga verkefni. Öll þessi hylki eru forskráð beint inn á hvert bú í Fjárvís og hægt að tengja þau við gripi undir flipanum Skráning “Forskrá DNA sýnanúmer“, eða á forsíðu Fjárvís undir Haustbók “DNA forskráning“.
Lesa meira

Drög að Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki komin í samráðsgátt

Matvælaráðherra hefur nú lagt fram drög að Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki. Hér er í raun um að ræða stefnuskjal sem undirritað verður af fulltrúum MAR, MAST og BÍ. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hefur farið fyrir starfshópi sem unnið hefur þessi drög. Auk hennar voru í hópnum Sigurbjörg Bergsdóttir og Auður Arnþórsdóttir sérgreinadýralæknar hjá MAST og þeir Trausti Hjálmarsson formaður BÍ og Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML.
Lesa meira

Bógkreppa – tilkynningar um vansköpuð lömb

Þó ekki sé algengt að lömb fæðist vansköpuð þá gerist það af og til. Stundum er um að ræða tilfallandi vansköpun en einnig getur verið um erfðagalla að ræða. Minnt er á að æskilegt er að fá upplýsingar um öll vansköpuð lömb sem fæðast undan sæðingahrútunum, ef hugsast gæti að um erfðagalla sé að ræða. Sérstaklega er mikilvægt að fá upplýsingar um öll lömb sem sýna einkenni bógkreppu, hvort sem þau eru undan sæðingastöðvahrútum eða heimahrútum.
Lesa meira

Pantanir á sýnatökuhylkjum – um nýtt pöntunarkerfi og niðurgreiðslur

Það styttist í vorið og því ekki seinna vænna fyrir sauðfjárbændur að fara að gera sig klára fyrir sauðburð. Eitt af því sem fyrir flesta verður ómissandi er sýnatökubúnaður til að taka DNA sýni úr lömbum. Hér verður nokkrum hagnýtum atriðum komið á framfæri. Nú er komið í notkun nýtt pöntunarkerfi, inn á heimasíðu RML, fyrir pantanir á hylkjum og töngum. Helstu breytingar gagnvart bóndanum eru að nú eru hylki og tangir keypt í gegnum vefverslun sem sett hefur verið upp á heimasíðunni. Hylkin sem bóndinn fær úthlutað verða skráð á bóndann í Fjárvís og því munu bændur geta séð þar hvaða hylki þeir eiga.
Lesa meira