Sauðfjárrækt fréttir

Uppfært kynbótamat í sauðfjárrækt

Reiknað hefur verið nýtt BLUP kynbótamat fyrir gerð og fitu sláturlamba. Uppfært mat er nú aðgengilegt inn í Fjárvís.is. Gögnin sem voru forsenda útreikning var staða gagnagrunns þann 29. október sl. Efstu tíu hrútar landsins fyrir skrokkgæði sem eiga upplýsingar fyrir fleiri en 30 sláturlömb og eru skráðir lifandi í gagnagrunn eru þessir:
Lesa meira

Hrútaskrá – Netkynning

Þar sem engir „hrútafundir“ verða haldnir í ár var ákveðið að leika sama leikinn og í fyrra. Það er að birta á netinu kynningu á hrútunum þar sem ráðunautar fara yfir hrútaskránna í léttu spjalli. Það eru þeir Eyþór Einarsson, Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Lárus G. Birgisson sem fara hér yfir hrútakost sæðngastöðvanna 2021 til 2022.
Lesa meira

Börkur og Fálki verðlaunahrútar sæðingastöðvanna árið 2020

Á undanförnum árum hafa sæðingastöðvarnar verðlaunað ræktendur þeirra stöðvahrúta sem skarað hafa hvað mest fram úr sem kynbótagripir. Má því segja að þessar viðurkenningar séu æðstu verðlaun sem veitt eru hér á landi vegna sauðfjárkynbóta. Sauðfjárræktarráðunautar RML hafa árlega útnefnt hrútana, samkvæmt fyrirliggjandi reglum þar um.
Lesa meira

Hrútaskrá vetrarins 2021-22 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2021-2022 er komin hér á vefinn en prentaða útgáfan er væntanleg í næstu viku. Að þessu sinni standa 48 úrvalshrútar til boða í komandi sæðingavertíð en útsending sæðis mun hefjast þann 1. desember nk. og standa til 21. desember nk. Af þessum 48 hrútum eru þrjátíu hyrndir og þar af einn ferhyndur, fjórtán kollóttir, tveir feldfjárhrútar og loks tveir forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna nítján hrúta sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð. Hér ættu því allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt

Líkt og undanfarin ár hafa afkvæmarannsóknir sem bændur setja upp sjálfir á sínu heimabúi verið styrktar af fagfé í sauðfjárræktinni. Styrkurinn í ár er áætlaður 5.000 kr. á hvern veturgamlan hrút. Það eina sem bændur þurfa að gera er í raun að ganga frá afkvæmarannsókninni í Fjárvís og senda síðan póst á ee@rml.is (eða aðra sauðfjárræktaráðunauta RML) og tilkynna að þetta sé klappað og klárt. Miðað hefur verið við að menn sendi tilkynningu um þetta fyrir 15. nóvember. Tilkynningar sem koma eftir það verða teknar góðar og gildar út nóvember. Hinsvegar ef umfangið verður meira en svo að hægt verði að styrkja allar rannsóknir að fullu verða þeir í forgangi sem hafa gengið frá sínum gögnum fyrir 15. nóvember.
Lesa meira

Muninn 16-840 felldur vegna gulrar fitu

Ákveðið hefur verið að fella hrútinn Muninn 16-840 frá Yzta-Hvammi þar sem mjög sterkar vísbendingar eru um að hann beri erfðagalla sem tengist gulri fitu í lambakjöti. Þessi erfðagalli er þekktur í stofninum en sem betur fer er langt síðan að hann hefur komið fram í afkvæmum sæðingastöðvahrúts. Gul fita er fyrst og fremst galli sem gerir ásýnd kjötsins ólystugari og slíkir skrokkar eru því ekki spennandi söluvara.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið

Á næstu dögum hefst vinna við hrútaskrá fyrir komandi vetur. Einn partur þeirrar vinnu er að uppfæra kynbótamat fyrir gerð og fitu sláturlamba þannig að gögn frá haustinu 2021 nái inní útreikning. Sauðfjárbændur er hvattir til að lesa inn sláturgögn og yfirfara sláturskrár hjá sér í Fjárvís ef einhver númer hafa verið rangt lesin hjá sláturhúsi vilji þeir að gögnin á þeirra búi séu rétt þegar gagnaskrá vegna vinnu kynbótamats verður útbúin fyrrihluta næstu viku.
Lesa meira

Litaglaðir félagar

Þessa skemmtilegu mynd fengum við senda frá Guðbjörgu Albertsdóttur, Skíðabakka I í Landeyjum. Þarna má sjá litaglaða félaga safna kröftum fyrir komandi vinnutörn.
Lesa meira

Skipulagning sauðfjárdóma í fullum gangi

Í þessari viku verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 16. ágúst forgangs við niðurröðun. Best er að bændur panti sjálfir hér í gegnum vefinn (sjá tengil hér neðar) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntun niður.
Lesa meira

Sauðfjárdómarar funda

Þessa dagana eru sauðfjárdómarar að undirbúa sig fyrir haustverkin en samráðsfundir eru haldnir á fjórum stöðum á landinu. Myndin sem hér er birt var tekin síðast liðinn mánudag í fjárhúsinu á Stóra-Ármóti. Smalamennskur hefjast víða um næstu helgi og vonandi verða veðurguðirnir hliðhollir smölum. Alltaf jafnspennandi að sjá hvernig fé kemur af fjalli!
Lesa meira