Sauðfjárrækt fréttir

Hrútaskrá vetrarins 2021-22 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2021-2022 er komin hér á vefinn en prentaða útgáfan er væntanleg í næstu viku. Að þessu sinni standa 48 úrvalshrútar til boða í komandi sæðingavertíð en útsending sæðis mun hefjast þann 1. desember nk. og standa til 21. desember nk. Af þessum 48 hrútum eru þrjátíu hyrndir og þar af einn ferhyndur, fjórtán kollóttir, tveir feldfjárhrútar og loks tveir forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna nítján hrúta sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð. Hér ættu því allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt

Líkt og undanfarin ár hafa afkvæmarannsóknir sem bændur setja upp sjálfir á sínu heimabúi verið styrktar af fagfé í sauðfjárræktinni. Styrkurinn í ár er áætlaður 5.000 kr. á hvern veturgamlan hrút. Það eina sem bændur þurfa að gera er í raun að ganga frá afkvæmarannsókninni í Fjárvís og senda síðan póst á ee@rml.is (eða aðra sauðfjárræktaráðunauta RML) og tilkynna að þetta sé klappað og klárt. Miðað hefur verið við að menn sendi tilkynningu um þetta fyrir 15. nóvember. Tilkynningar sem koma eftir það verða teknar góðar og gildar út nóvember. Hinsvegar ef umfangið verður meira en svo að hægt verði að styrkja allar rannsóknir að fullu verða þeir í forgangi sem hafa gengið frá sínum gögnum fyrir 15. nóvember.
Lesa meira

Muninn 16-840 felldur vegna gulrar fitu

Ákveðið hefur verið að fella hrútinn Muninn 16-840 frá Yzta-Hvammi þar sem mjög sterkar vísbendingar eru um að hann beri erfðagalla sem tengist gulri fitu í lambakjöti. Þessi erfðagalli er þekktur í stofninum en sem betur fer er langt síðan að hann hefur komið fram í afkvæmum sæðingastöðvahrúts. Gul fita er fyrst og fremst galli sem gerir ásýnd kjötsins ólystugari og slíkir skrokkar eru því ekki spennandi söluvara.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið

Á næstu dögum hefst vinna við hrútaskrá fyrir komandi vetur. Einn partur þeirrar vinnu er að uppfæra kynbótamat fyrir gerð og fitu sláturlamba þannig að gögn frá haustinu 2021 nái inní útreikning. Sauðfjárbændur er hvattir til að lesa inn sláturgögn og yfirfara sláturskrár hjá sér í Fjárvís ef einhver númer hafa verið rangt lesin hjá sláturhúsi vilji þeir að gögnin á þeirra búi séu rétt þegar gagnaskrá vegna vinnu kynbótamats verður útbúin fyrrihluta næstu viku.
Lesa meira

Litaglaðir félagar

Þessa skemmtilegu mynd fengum við senda frá Guðbjörgu Albertsdóttur, Skíðabakka I í Landeyjum. Þarna má sjá litaglaða félaga safna kröftum fyrir komandi vinnutörn.
Lesa meira

Skipulagning sauðfjárdóma í fullum gangi

Í þessari viku verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 16. ágúst forgangs við niðurröðun. Best er að bændur panti sjálfir hér í gegnum vefinn (sjá tengil hér neðar) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntun niður.
Lesa meira

Sauðfjárdómarar funda

Þessa dagana eru sauðfjárdómarar að undirbúa sig fyrir haustverkin en samráðsfundir eru haldnir á fjórum stöðum á landinu. Myndin sem hér er birt var tekin síðast liðinn mánudag í fjárhúsinu á Stóra-Ármóti. Smalamennskur hefjast víða um næstu helgi og vonandi verða veðurguðirnir hliðhollir smölum. Alltaf jafnspennandi að sjá hvernig fé kemur af fjalli!
Lesa meira

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni sauðfjárbænda

Um er að ræða framhald á verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ sem fór af stað veturinn 2016-2017. Þá tóku 44 sauðfjárbú þátt fyrir rekstrarárin 2014 og 2015 en þátttökubúum hefur fjölgað og skiluð 100 sauðfjárbú inn gögnum fyrir rekstrarárið 2019. Á árinu 2019 svaraði framleiðsla þessara búa til 13,8% af innlögðu dilkakjöti það ár. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu. Sú greining gaf bændum möguleika á að greina styrkleika og veikleika í sínum rekstri og setja sér markmið um bætta rekstrarafkomu.
Lesa meira

BLUP kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorinu 2021 eru með í útreikning. Uppfært mat er nú aðgengilegt inná skýrsluhaldsgrunninum Fjárvís.
Lesa meira

„Sumri hallar, hausta fer“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist samt í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma hjá okkur fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 16. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira