Sauðfjárrækt fréttir

Afkvæmarannsóknir hjá bændum 2024

Haustið 2024 voru gerðar upp 65 styrkhæfar afkvæmarannsóknir hjá bændum. Í heild voru afkvæmahóparnir 601 og þar af eiga veturgamlir hrútar 422 afkvæmahópa. Umfangið er nokkuð minna en haustið 2023 en þá voru búin 71 og afkvæmahóparnir 720. Afkvæmahópunum hefur því fækkað tiltölulega meira en búunum. Nú eru 70% hrútanna í afkvæmarannsóknunum veturgamlir en haustið 2023 var hlutfall veturgamalla hrúta 59%. Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi riðuarfgerðum leiðir til þess að notkun á lambhrútum hefur aukist og færri eldri hrútar eru í notkun.
Lesa meira

Ofurfrjósemi í dætrum Fannars og Kurdos

Í kjölfar fósturtalninga, sem nú eru í gangi víða á sauðfjárbúum, hafa komið fram allmargar ábendingar um mikla frjósemi í dætrum Fannars 23-925 frá Svínafelli. Því var ákveðið að láta arfgerðagreina sýni úr Fannari með tilliti til frjósemi. Niðurstaðan úr þeirri greiningu er sú að Fannar er sannarlega arfblendinn fyrir þokugeni. Nú er það svo að aðeins hluti hrútanna sem koma inn á stöð eru skoðaðir með tilliti til þoku og hefur það verið gert ef vísbending er um að nákomnir foreldrar beri genið. Í tilfelli Fannars er móðir hans ekki með afgerandi hátt frjósemismat en hinsvegar má rekja ættir hennar í þoku 50-900 frá Smyrlabjörgum í gegnum Hún 92-809 frá Hesti sem stendur á bakvið Fannar í sjöunda lið.
Lesa meira

Forskráning eldri sýnahylkja sem ekki hafa verið skráð á bú í Fjárvís

Í dag var lokað fyrir möguleikann „Forskrá eldri hylki“ í Fjárvís. Þeir sem eiga enn sýnahylki sem afgreidd voru á árunum 2022 og 2023 geta engu að síður notað þau, en nú þarf að forskrá þau sýni hjá RML. Alltaf á að senda útfyllt fylgiblöð með sýnum þar sem fram koma upplýsingar um númer sýna og númer gripa. Í þessu tilfelli er sérstaklega mikilvægt að ekki gleymist að láta þessar upplýsingar fylgja með svo hægt verði að forskrá sýnin á rétta gripi.
Lesa meira

Þriðja ARR uppsprettan staðfest

Staðfest hefur verið nýtt upphafsbú ARR genasamsætunnar, í Skammadal í Mýrdal. Má því segja að nú sé þriðja ættlínan komin fram sem ber hina verndandi genasamsætu ARR.
Lesa meira

Er búið að skrá sæðingarnar?

Nú styttist í 13. janúar, en til þess að eiga möguleika á hvatastyrkjum vegna notkunar á hrútum með verndandi (V) eða mögulegaverndandi arfgerðir (MV), þarf að ljúka skráningum í Fjárvís í síðasta lagi mánudaginn 13. janúar. Sæðingar þarf að skrá undir „skrá sæðingu“ í Fjárvís (ekki undir „skrá fang“ en þar birtast þessar skráningar sjálfkrafa þegar sæðing er skráð). Til að sækja um hvatastyrkinn þarf í raun ekki að gera annað en að ganga frá þessum skráningum.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar og skráningar

Sauðfjársæðingar gengu afar vel fyrir sig þetta árið. Þátttaka var mjög góð, notkunin dreifðist vel á hrútana og veðrið var fremur hagstætt til flutninga og ferðalaga. Sú mikla aukning sem var í þátttöku sæðinga í desember 2023 hélst að mestu en í heild sendu stöðvarnar frá sér um 44.000 skammta. Það er þó um 1.700 skömmtum minna en á síðasta ári. Hver nýtingin er á sæðinu liggur hinsvegar ekki að fullu fyrir að svo stöddu.
Lesa meira

Breytingar á sæðinga- og fangskráningu

Eins og eflaust einhverjir hafa tekið eftir var skráning á sæðingum og fangi endurforrituð í Fjárvís nú á haustdögum. Við bændum blasir nýtt útlit þó viðmótið og skráningarformið sé í grunnin það sama og áður var. Ein breyting var þó gerð á sæðingaskráningunni, hún er sú að ekki er lengur hægt að skrá sæðingu nema haustgögnum hafi verið skilað áður. Sæðingar tilheyra jú næsta framleiðsluári, 2025 og því eðlilegt að búin séu komin yfir á það framleiðsluár svo hægt sé að skrá sæðingar. Síðasti skiladagur haustgagna er eftir sem áður 12. desember. 
Lesa meira

Er búið að taka sýni úr öllum ásettum hrútum? Eru öll sýni tengd við gripi inn í Fjárvís?

Nú styttist í að uppgjör fari fram á DNA sýnum vegna arfgerðargreininga með tilliti til mótstöðu gegn riðu. Eitt af því sem lögð er rík áhersla á er að allir ásettir hrútar landsins séu arfgerðargreindir. Matvælaráðuneytið niðurgreiðir greiningar á öllum ásettum hrútum og því kostar greiningin bóndann á hvern ásettan hrút 300 kr. án vsk, þegar styrkurinn hefur verið dreginn frá greiningarkostnaði.
Lesa meira

Hrútafundir 2024

Nú styttist óðfluga í að ný hrútaskrá renni úr prentvélunum. Útgáfu hennar verður að vanda fylgt eftir með hrútafundum vítt og breytt um landið en fundirnir eru haldnir af búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML. Á fundunum verður jafnframt rætt um ræktunarstarfið almennt og opnar umræður um allt sem því tengist.
Lesa meira

Hrútaskrá 2024-2025 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir veturinn 2024-2025 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin á eftir ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar. Prentútgáfa skráarinnar kemur út í næstu viku og verður dreift með hefðbundnum hætti, m.a. á hinum svokölluðu hrútafundum.
Lesa meira