Sauðfjárrækt fréttir

Ný gripaleit í Fjárvís.is

Í gær fór í loftið uppfærsla á Fjárvís.is en í þetta skiptið kemur meðal annars ný gripaleit til notkunar. Gamla gripaleitin var með mjög mikið af upplýsingum og orðin ansi hæg. Því var tekið til í henni og upplýsingum fækkað sem sóttar eru í hvert skipti, sem hraðar leitinni töluvert.
Lesa meira

Tilboð á þokugensgreiningum

Nú er aftur í boði tilboð á þokugensgreiningum hjá RML í samstarfi við Matís. Greining á þokusýni sem pantað verður nú í september og október mun kosta 5.600 kr. + vsk. (hefðbundið verð hjá Matís er 7.000 kr. + vsk). Hægt er að senda inn sýni til RML vegna þokugreininga. Einnig er hægt að vísa í sýni sem til eru í sýnasafni ef búið var að arfgerðargreina gripinn hjá Íslenskri erfðagreiningu fyrir 1. september 2025.
Lesa meira

Dagatöl lambadóma

Nú hafa verið birt fyrstu drög að dagatölum lambadóma fyrir flest landsvæði. Þeir sem eiga eftir að panta eru hvattir til að gera það sem fyrst. Allar pantanir þurfa að fara í gegnum pöntunareyðublað á vef RML, einnig er hægt að hringja í síma 5165000 og fá aðstoð við að setja inn pöntun.
Lesa meira

Ætlar þú að kaupa hrút í haust?

Minnt er á að samkvæmt upplýsingum á vef MAST þarf að vera búið að sækja um leyfi til að kaupa líflömb fyrir 1. september. Um er að ræða tvennskonar leyfi. Annars vegar hefðbundið kaupaleyfi lamba úr líflambasöluhólfum þar sem ekki þarf að tilgreina við hvaða bú er verslað. Hinsvegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til flutnings á lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir af öðrum svæðum en líflambasölusvæðum og þá gert ráð fyrir að bú séu tilgreind. Sótt er um leyfi í gegnum heimasíðu MAST.
Lesa meira

„Húmar á kvöldin, kveikt er ljós“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða og sannkölluð sumarblíða þessa dagana. Það styttist samt í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 20. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum. Talsvert er komið inn af pöntunum og því um að gera að draga það ekki lengi að panta tíma fyrir sínn lambahóp.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2025 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er víða lítil viðvera á starfsstöðvum RML vegna sumarleyfa starfsfólks. Því getur verið að erindi fái ekki afgreiðslu fyrr en að þeim loknum í byrjun ágúst. Aðalnúmer RML 516-5000 er opið sem hér segir:  Mánudaga – fimmtudaga; kl 9-12 og 13-16. Föstudaga; kl 9-12. Eftir hádegi á föstudögum er lokað.
Lesa meira

Prentun haustbóka

Byrjað verður að prenta haustbækur eftir verslunarmannahelgi. Eins og undanfari ár verður í bókunum uppfært kynbótamat sem byggir á vorgögnum. Kynbótamat verður uppfært reglulega og bækur þeirra búa sem hafa skilað vorbók sendar í prentun í kjölfarið. Síðasta keyrsla verður gerð strax eftir lokaskiladag vorgagna samkvæmt reglugerð sem er 20. ágúst.
Lesa meira

Lambadómar haustið 2025

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 20. ágúst svo skipuleggja megi vinnuna með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin upp úr miðjum ágúst er vakin athygli á því að hægt er að panta lambaskoðun án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Lesa meira

Prentun á vor- og haustbókum - verðbreyting

Talsverð hækkun hefur orðið á kostnaði við prentun á vor- og haustbókum og verð á þeim til bænda mun því hækka úr 3000 í 3500 kr. án/vsk.  Vor- og haustbækur eru prentaðar í prentsmiðju og verð á þeim er stillt þannig að það endurspegli raunkostnað við prentun og póstkostnað við sendingu út til bænda. 
Lesa meira

Varðandi greiningar á þokugeni

Aðeins hefur borist af fyrirspurnum varðandi greiningar á þokugeni (frjósemiserfðavísi í kindum) og skal því rifjað upp hvernig fyrirkomulagið á þeim er núna. Í vor var boðið upp á tilboð á þessum greiningum þar sem hægt var að senda inn sýni til RML eða fá viðbótargreiningu á eldri sýni sem höfðu verið greind hjá Matís eða ÍE. En þessar þokugreiningar voru framkvæmdar hjá Matís. Þetta var tímabundið tilboð í vor.
Lesa meira