Afkvæmarannsóknir hjá bændum 2024
06.03.2025
|
Haustið 2024 voru gerðar upp 65 styrkhæfar afkvæmarannsóknir hjá bændum. Í heild voru afkvæmahóparnir 601 og þar af eiga veturgamlir hrútar 422 afkvæmahópa. Umfangið er nokkuð minna en haustið 2023 en þá voru búin 71 og afkvæmahóparnir 720. Afkvæmahópunum hefur því fækkað tiltölulega meira en búunum. Nú eru 70% hrútanna í afkvæmarannsóknunum veturgamlir en haustið 2023 var hlutfall veturgamalla hrúta 59%. Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi riðuarfgerðum leiðir til þess að notkun á lambhrútum hefur aukist og færri eldri hrútar eru í notkun.
Lesa meira