Sauðfjársæðingar og skráningar
02.01.2025
|
Sauðfjársæðingar gengu afar vel fyrir sig þetta árið. Þátttaka var mjög góð, notkunin dreifðist vel á hrútana og veðrið var fremur hagstætt til flutninga og ferðalaga. Sú mikla aukning sem var í þátttöku sæðinga í desember 2023 hélst að mestu en í heild sendu stöðvarnar frá sér um 44.000 skammta. Það er þó um 1.700 skömmtum minna en á síðasta ári. Hver nýtingin er á sæðinu liggur hinsvegar ekki að fullu fyrir að svo stöddu.
Lesa meira