Sauðfjárrækt fréttir

Arfgerðargreiningar sauðfjár haustið 2023

RML og Íslensk Erfðagreining (ÍE) hafa nú hafið samstarf varðandi arfgerðargreiningar sauðfjár m.t.t. riðumótstöðu. Munu því sýni sem greind verða á vegum RML haustið 2023 verða rannsökuð hjá ÍE. Hér verður farið nokkrum orðum yfir fyrirkomulag greininga í haust á vegum RML. Fyrirkomulag: Framkvæmdin í haust verður með svipuðum hætti og sl. vor. Taka þarf vefjasýni úr eyra. Áfram er hægt að panta hylki til sýnatöku í gegnum heimasíðu RML. Þegar bóndinn hefur tekið sýnin, skráir hann sýnin á viðkomandi grip í Fjárvís og sendir þau svo á starfsstöð RML á Hvanneyri, þar sem þeim er safnað saman og sýnatökublöðin varðveitt.
Lesa meira

„Þegar halla að hausti fer, heiðin kallar löngum“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 21. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Ræktun gegn riðu - niðurstöður hermirannsóknar

Komin er út lokaskýrsla verkefnisins „Ræktun gegn riðu - Áhrif mismunandi leiða við innleiðingu verndandi arfgerða metin með slembihermunum“. Verkefnið var unnið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og var styrkt af Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar. Höfundar skýrslunnar eru Þórdís Þórarinsdóttir og Jón Hjalti Eiríksson.
Lesa meira

Lambadómar haustið 2023

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 21. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin upp úr miðjum ágúst er vakin athygli á því að nú er hægt að panta lambaskoðun án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Lesa meira

Viðbótargreiningar – flutningur lamba með ARR og T137

Líkt og auglýst var í vor varðandi greiningar á sýnum hjá Agrobiogen þá var hægt að velja svokallaða einkeyrslugreiningu, ef menn vildu t.d. einungis láta skoða sæti 171 m.t.t. ARR genasamsætunar. Hægt er af fá fulla greiningu á sýni sem þegar er búið að greina að hluta til. Viðbótargreiningin mun kosta 1.450 kr. + vsk. Best er að panta þessar greiningar með því að lista upp þau sýnanúmer sem á að greina og senda á Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur (gudrunhildur@rml.is). Gott er að fá sýnin listuð upp í exelskrá, en ekki nauðsynlegt.
Lesa meira

Upplýsingar um forystufé hafa verið uppfærðar í Fjárvís

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að ýmsu endurbótum á skýrsluhaldsforritinu Fjárvís. Eitt af því sem hefur verið gert er að styrkja utanumhald um forystufjárstofninn í landinu. Eins og kunnugt er hefur um árabil verið hægt að sérmerkja forystukindur og forystublendinga inn í Fjárvís og koma þeir einstaklingar sem eru 50% eða meira af forystuættum ekki inn í uppgjör afurða og kjötmats ár hvert.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður úr rekstri sauðfjárbúa 2022

Nú liggur fyrir bráðabirgðauppgjör 70 sauðfjárbúa sem eru þátttakendur í verkefninu „Betri gögn – bætt afkoma“. Að baki þessum gögnum er framleiðsla á tæplega 740 tonnum dilkakjöts haustið 2022 sem endurspeglar um 10% af landsframleiðslu ársins. Meðalbústærð þessara búa er um 490 vetrarfóðraðar ær.
Lesa meira

Fréttir af fundum riðusérfræðinga á Íslandi

Dagana 19. til 23. júní var haldinn fundur í alþjóðlegu verkefni sem snýst um rannsóknir á riðuveiki á Íslandi. Þátttakendur í þessu verkefni eru sérfræðingar sem koma frá 5 löndum auk Íslands en fundinn sóttu 14 erlendir sérfræðingar. Þeir komu frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Þar að auki eru fjórir Íslenskir þátttakendur, en það eru þau Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð, Stefanía Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Svansson frá Keldum og Eyþór Einarsson frá RML.
Lesa meira

Ný og endurbætt Heiðrún sett í loftið í dag

Nú hefur verið lokið við aðskilnað Heiðrúnar og Fjárvís og Heiðrún komin í loftið sem sjálfstæður gagnagrunnur og skýrsluhaldskerfi. Með uppfærðri og sjálfstæðri Heiðrúnu vonumst við til að koma betur til móts við þarfir geitfjárbænda í skýrsluhaldinu. Líkt og í öðrum skýrsluhaldskerfum þarf að fara í gegnum Bændatorg til að skrá sig inn í Heiðrúnu en kerfið er nú staðsett á slóðinni www.heidrun.is. Nánar verður fjallað um uppfærða Heiðrúnu í næsta Bændablaði. 
Lesa meira