Af niðurstöðum arfgerðargreininga – yfirlit yfir dreifingu lambhrúta með V og MV arfgerðir
12.08.2024
|
Góður gangur hefur verið í greiningum sýna. Frá 1. apríl er búið að færa um 47.000 niðurstöður frá Íslenskri erfðagreiningu inn í skýrsluhaldsgrunninn Fjárvís. Um 10.000 sýni eru stödd í greiningarferlinu og niðurstöður úr þeim að vænta nú í ágúst. Algengar spurningar frá bændum þessa dagana eru varðandi sýni sem enn vantar niðurstöður á, þó búið sé að greina megnið af sýnum frá viðkomandi búi. Því er til að svara að ekki er búið að fara yfir „vandræðasýni“ sem ekki tókst að greina í fyrstu umferð. Von bráðar munu því koma niðurstöður á öll sýni og þá gerð grein fyrir því hvaða sýni voru ónýt.
Lesa meira