Eru allir ásettir hrútar komnir með arfgerðargreiningu?
25.10.2024
|
Eitt af þeim mikilvægu markmiðum sem landsáætlun um útrýmingu riðu kveður á um er að allir ásettir hrútar landsins séu arfgerðargreindir. Alveg sama þó bændur séu ekki byrjaðir að innleiða verndandi arfgerðir í stofn sinn þá er rík áhersla lögð á að allir hrútar hafi greiningu. Það eru bæði mikilvægar upplýsingar fyrir bændur, ræktunarstarfið og einnig felst í því áframhaldandi leit í stofninum að nýjum uppsprettum verndandi og mögulega verndandi arfgerða.
Lesa meira