Af niðurstöðum lambadóma – synir stöðvahrútanna
24.10.2024
|
Nú er ætti megnið af dómum haustsins að vera skráð í Fjárvís en þó er minnt á að bændur eru hvattir til að koma öllum óskráðum dómum inn í gagnagruninn fyrir mánudaginn 28. október þannig að gögnin nýtist fyrir kynbótmatsútreikninga og upplýsingar um dómaniðurstöður fyrir hrútaskrá. Ef skoðaðar eru niðurstöður fyrir stöðvahrútana (úttekt 23.10.2024) þá hafa 5.716 synir sæðingahrútanna hlotið dóm. Ef miðað er við úttekt á stöðu stöðvahrútanna fyrir ári síðan eru þetta nálægt 1.500 fleiri dómar í ár. Það kemur reyndar ekki á óvart þar sem þátttaka í sæðingum var mun betri á síðasta ári en árinu á undan.
Lesa meira