Sauðfjárrækt fréttir

Sauðburður að hefjast

Það er að mörgu að hyggja þegar nálgast fer sauðburð og getur verið gott að setjast niður með kaffibollann og hugsa hvað það nú var í fyrra sem algjörlega vantaði. Er heitt vatn í húsunum? Og hitakúturinn í lagi? Ýmis tæki, tól og búnaður sem gott er að hafa við höndina þegar sauðburður hefst því erfitt getur verið á miðjum háannatíma að ætla sér að safna aðföngum sem vantar.
Lesa meira

Bógkreppa – sýnataka

Líkt og fram kom á fagfundi sauðfjárrræktarinnar 13. apríl sl. í erindi Sæmundar Sveinssonar hjá Matís er nú unnið að því að þróa próf fyrir bógkreppu en rannsóknir á þessum erfðagalla standa yfir. Að þessu verkefni vinna RML, Matís og Keldur í samstarfi við AG-Research í Nýja-Sjálandi.
Lesa meira

Galli, Viddi og Brúnastaðir – verðlaunaveitingar á fagfundi

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar þann 13. apríl sl. fór fram verðlaunaafhending fyrir besta sauðfjárræktarbúið og bestu hrúta sæðingastöðvanna. Besti lambafaðir sæðingastöðvanna haustið 2022 var valinn Galli 20-875 frá Hesti. Besti alhliða kynbótahrútur stöðvanna, sem á orðið dætur tilkomnar úr sæðingum með tveggja ára reynslu, var valinn Viddi 16-820 frá Gufudal-Fremri.
Lesa meira

Notendur Fjárvís og Heiðrúnar athugið

Vegna uppfærslu á Fjárvís og Heiðrúnu munu kerfin liggja niðri frá kl 9-12 á morgun þriðjudaginn 18. apríl. Áætlað er að skýrsluhaldskerfin verði aftur komin í fulla virkni eftir hádegi á morgun. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti haft í för með sér.
Lesa meira

Fagfundur sauðjárræktarinnar 13. apríl – tengill á útsendingu

Fagfundur sauðfjárræktarinnar verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudaginn 13. apríl og hefst kl. 10. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta fylgst með erindum í genum beint streymi.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 13. apríl á Hvanneyri

Hin árlegi fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri í salnum Ásgarði, fimmtudaginn 13. apríl. Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að dagskrá ljúki eigi síðar en kl. 16:00. Að vanda verða ýmis spennandi erindi á dagskránni. Tilgangur fundarins er m.a. að ræða strauma og stefnur í sauðfjárræktinni og koma á framfæri nýrri þekkingu. Fundinum verður streymt.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar lamba vorið 2023

Á komandi vori eru bændur hvattir til þess að taka sýni úr lömbum sem geta borið áhugaverðar arfgerðir m.t.t. riðumótstöðu. Mikilvægt er að fylgja eftir notkun á hrútum með verndandi eða hugsanlega verndandi arfgerðir. Sérstök áhersla er á að greina sem allra flest þeirra lamba sem gætu borið ARR eða T137. Því mun þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar styrkja sérstaklega greiningar á þeim lömbum.
Lesa meira

Prentun á vorbókum 2023

Ágætu skýrsluhaldarar í sauðfjárrækt.  Eins og fram hefur komið stendur til að taka vor- og haustbækur í allsherjar yfirhalningu með það að markmiði að birta ýmsar nýjar upplýsingar sem eru nú til staðar um gripina en koma ekki fram í bókunum og koma til móts við hugmyndir um frekari gagnasöfnun, til dæmis til að leggja mat á fleiri eiginleika í sauðfjárrækt. 
Lesa meira

Kynbótamat fyrir lífþunga, fallþunga, ómvöðva og ómfitu birt í Fjárvís

Nú er farin í loftið stór breyting á framsetningu kynbótamats í Fjárvís. Ásamt hinum hefðbundnu eiginleikum - gerð, fitu, frjósemi og mjólkurlagni - birtast nú einnig sex nýjar kynbótamatseinkunnir: Ómvöðvi, ómfita, fallþungi bein áhrif, fallþungi mæðraáhrif, lífþungi bein áhrif og lífþungi mæðraáhrif.
Lesa meira

Minnum á notendakönnun Fjárvís

Við minnum notendur Fjárvís á að taka þátt í notendakönnun Fjárvís. Könnunin er unnin í samvinnu við fagráð í sauðfjárrækt og með henni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja sjá varðandi áframhaldandi þróun á því.
Lesa meira