Arfgerðargreiningar sauðfjár haustið 2023
24.08.2023
|
RML og Íslensk Erfðagreining (ÍE) hafa nú hafið samstarf varðandi arfgerðargreiningar sauðfjár m.t.t. riðumótstöðu. Munu því sýni sem greind verða á vegum RML haustið 2023 verða rannsökuð hjá ÍE. Hér verður farið nokkrum orðum yfir fyrirkomulag greininga í haust á vegum RML. Fyrirkomulag: Framkvæmdin í haust verður með svipuðum hætti og sl. vor. Taka þarf vefjasýni úr eyra. Áfram er hægt að panta hylki til sýnatöku í gegnum heimasíðu RML. Þegar bóndinn hefur tekið sýnin, skráir hann sýnin á viðkomandi grip í Fjárvís og sendir þau svo á starfsstöð RML á Hvanneyri, þar sem þeim er safnað saman og sýnatökublöðin varðveitt.
Lesa meira