Gimsteinn - Nýr ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt vegna innleiðingar á verndandi arfgerðum
13.09.2024
|
Mörkuð hefur verið sameiginleg stefna bænda og stjórnvalda í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Lykillinn að markmiðinu um riðulaust Ísland er að allir sauðfárbændur landsins taki virkan þátt. Vegna þessa gríðarstóra verkefnis sem bíður íslenskra sauðfjárbænda á landinu öllu og er þegar hafið, hefur verið ákveðið að bjóða upp á nýjan ráðgjafarpakka er snýr að kynbótum og ræktun gegn riðu í sauðfjárrækt. Pakkinn ber heitið Gimsteinn og miðar ráðgjöfin að því að setja upp áætlun fyrir sauðfjárbú um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða. Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum bóndans og verður í boði frá 15. október.
Lesa meira