Sauðfjárrækt fréttir

Af greiningu sýna – Átaksverkefni í arfgerðargreiningum

Hér koma nokkrir punktar varðandi stöðu á sýnatökum og greiningum sýna í gegnum átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum á príonpróteini sauðfjár:
Lesa meira

Galli og Glæpon reynast gallagripir

Tvær vondar fréttir koma hér af sæðingastöðvahrútum. Annars vegar hefur það komið í ljós þegar sæðingahrúturinn Galli 20-875 frá Hesti var endurgreindur (þar sem skoða átti fleiri sæti á príongeninu en 136 og 154) að hann reynist arfblendinn fyrir áhættuarfgerð (V136). Því virðist vera að einhvers staðar í ferlinu, hvort sem það er við sýnatöku, merkingar eða greiningu – hafa orðið þessi mjög svo leiðu mistök og hann tekinn á sæðingastöð á röngum forsendum. Því má búast við að helmingur afkvæma Galla sem nú eru að fæðast vítt og breytt um landið beri áhættuarfgerð. Því er mikilvægt að þau afkvæmi Galla sem koma til álita næsta haust sem ásetningslömb séu arfgerðargreind þannig að áhættuarfgerðin sé ekki framræktuð.
Lesa meira

Fréttir af sýnatökum og greiningum

Sauðfjárbændur eru spenntir fyrir niðurstöðum arfgerðagreininga en búið að greina 5.883 sýni af þeim 18.000 sem send hafa verið út til greiningar. Greiningar ganga heldur hægar en reiknað hafði verið með og er verið að skoða hvernig hraða megi þeirri vinnu.
Lesa meira

Fleiri ARR og T137 gripir fundnir á Þernunesi og Stóru-Hámundarstöðum

Á Þernunesi hefur markvist verið farið í gegnum hjörðina í leit að fleiri gripum með ARR arfgerðina. Í gær bárust niðurstöður úr greiningum á 136 sýnum frá búinu. Í hópnum fundust 5 nýir ARR gripir, allt ær. Þá eru ARR kindurnar orðnar 14 í það heila á búinu. Á Stóru-Hámundarstöðum var strax farið í að taka fleiri sýni úr ættingum Austra 20-623 sem er fyrsti hrúturinn sem fundist hefur hér á landi með arfgerðina T137.
Lesa meira

Stútfull dagskrá af spennandi efni – Fagþing sauðfjárræktarinnar 6. og 7. apríl

Þétt dagskrá er framundan á Fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldin er af Fagráði í sauðfjárrækt í samstarfi við RML, BÍ og Lbhí. Á morgun munu nokkrir erlendir sérfræðingar flytja erindi á netinu sem tengjast riðuveiki. Þar verður m.a. fjallað um fyrirliggjandi rannsóknir sem tengjast útrýmingu riðuveiki á Íslandi með ræktun þolnari stofna, sagt frá því hvernig mismunandi stofnar riðuveiki eru greindir og mælingar á þeirri vernd sem mismunandi arfgerðir veita. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og fer eingöngu fram á netinu.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar – tveir dagar með spennandi dagskrá

Fagráð í sauðfjárrækt í samstarfi við BÍ, LBHÍ og RML mun halda fræðslu og umræðufundi miðvikudaginn 6. apríl og fimmtudaginn 7. apríl. Fundur með erlendum sérfræðingum um riðurannsóknir á netinu 6. apríl. Þann 6. apríl verður eingöngu um netviðburð að ræða. Þar munu vísindamenn frá fjórum löndum fræða okkur um rannsóknir á riðuveiki. Þessir vísindamenn eru allir á einhvern hátt tengdir alþjóðlegri rannsókn er varðar útrýmingu á riðuveiki í íslensku sauðfé. Karólína í Hvammshlíð mun túlka mál þeirra á íslensku. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og mun standa í rúmlega 2 tíma. Tengill á fundinn verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Viltu taka fleiri sýni í vor? – Arfgerðargreiningar Sauðfé

Átaksverkefnið í arfgerðargreiningum á príongeninu í kindum (riðuarfgerðargreiningum) er í fullum gangi. Búið er að úthluta 25.000 sýnahylkjum í gegnum verkefnið en til stendur að panta meira af hylkjum. Þeir sem sem vilja þá nýta sér að taka fleiri sýni í vor, annaðhvort úr fullorðnum kindum eða lömbum á sauðburði, þyrftu að tryggja sér sýnatökuefni í tíma. Næsta pöntun á sýnatökuefni verður gerð í byrjun apríl. Bændur þyrftu því að panta hér á vefnum í síðasta lagi 3. apríl til að tryggja sér sýnatökuefni í tíma, sem væri þá vonandi komið fyrir páska.
Lesa meira

Síðasti skiladagur umsókna um fjárfestingarstuðning í sauðfjárrækt er 15. mars

RML minnir sauðfjárbændur á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1253/2019, V. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2021-2022 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 15. mars. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum.
Lesa meira

Kynbætur búfjár og kynbótamat - Viðtal við Þórdísi þórarinsdóttur

Nýverið mætti starfsmaður RML, Þórdís Þórarinsdóttir, í viðtal í þáttinn Samfélagið á Rás 1. Þar fræddi Þórdís Þórhildi Ólafsdóttur og hlustendur um kynbætur og kynbótamat. Stiklað var á stóru um þetta víðfema umræðuefni og var meðal annars komið inn á: - Hvað eru kynbætur og hvernig hefur mannkynið nýtt sér þær? - Hvað er kynbótamat og hvernig er það framkvæmt? - Hafa kynbætur neikvæðar afleiðingar í för með sér? - Kynbætur íslensku bústofnanna. Viðtalið byrjar á mínútu 16.12.
Lesa meira

Þrjár „T137 kindur“ bætast í hópinn á Sveinsstöðum

Fundist hafa þrjár kindur til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137 sem er talin mögulega verndandi arfgerð. Þar með er vitað um 9 lifandi gripi með þessa arfgerð hér á landi. Sex kindur eru á Sveinsstöðum og þrjár á bænum Straumi í Hróarstungu. Tvær af þessum Sveinsstaðakindum eru náskyldar þeim kindum sem áður voru greindar þar á bæ með arfgerðina.
Lesa meira