Dómagögn og sláturupplýsingar vegna hrútaskrár
23.10.2024
|
Nú er lambadómum haustsins að mestu lokið og sláturtíð einnig að ljúka. Hafinn er undirbúningur að hrútaskrá. Því er mikilvægt að allir dómar séu skráðir sem fyrst inn í Fjárvís. Stefnt er á að taka út gögn vegna kynbótamatskeyrslu vegna hrútaskrár mánudaginn 28. október. Því eru bændur hvattir til að staðfesta sláturupplýsingar í Fjárvís og þeir sem eiga óskráða dóma að koma þeim einnig inn í kerfið fyrir næsta mánudag.
Lesa meira