Sauðfjárrækt fréttir

Viðbótargreiningar – flutningur lamba með ARR og T137

Líkt og auglýst var í vor varðandi greiningar á sýnum hjá Agrobiogen þá var hægt að velja svokallaða einkeyrslugreiningu, ef menn vildu t.d. einungis láta skoða sæti 171 m.t.t. ARR genasamsætunar. Hægt er af fá fulla greiningu á sýni sem þegar er búið að greina að hluta til. Viðbótargreiningin mun kosta 1.450 kr. + vsk. Best er að panta þessar greiningar með því að lista upp þau sýnanúmer sem á að greina og senda á Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur (gudrunhildur@rml.is). Gott er að fá sýnin listuð upp í exelskrá, en ekki nauðsynlegt.
Lesa meira

Upplýsingar um forystufé hafa verið uppfærðar í Fjárvís

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að ýmsu endurbótum á skýrsluhaldsforritinu Fjárvís. Eitt af því sem hefur verið gert er að styrkja utanumhald um forystufjárstofninn í landinu. Eins og kunnugt er hefur um árabil verið hægt að sérmerkja forystukindur og forystublendinga inn í Fjárvís og koma þeir einstaklingar sem eru 50% eða meira af forystuættum ekki inn í uppgjör afurða og kjötmats ár hvert.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður úr rekstri sauðfjárbúa 2022

Nú liggur fyrir bráðabirgðauppgjör 70 sauðfjárbúa sem eru þátttakendur í verkefninu „Betri gögn – bætt afkoma“. Að baki þessum gögnum er framleiðsla á tæplega 740 tonnum dilkakjöts haustið 2022 sem endurspeglar um 10% af landsframleiðslu ársins. Meðalbústærð þessara búa er um 490 vetrarfóðraðar ær.
Lesa meira

Fréttir af fundum riðusérfræðinga á Íslandi

Dagana 19. til 23. júní var haldinn fundur í alþjóðlegu verkefni sem snýst um rannsóknir á riðuveiki á Íslandi. Þátttakendur í þessu verkefni eru sérfræðingar sem koma frá 5 löndum auk Íslands en fundinn sóttu 14 erlendir sérfræðingar. Þeir komu frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Þar að auki eru fjórir Íslenskir þátttakendur, en það eru þau Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð, Stefanía Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Svansson frá Keldum og Eyþór Einarsson frá RML.
Lesa meira

Ný og endurbætt Heiðrún sett í loftið í dag

Nú hefur verið lokið við aðskilnað Heiðrúnar og Fjárvís og Heiðrún komin í loftið sem sjálfstæður gagnagrunnur og skýrsluhaldskerfi. Með uppfærðri og sjálfstæðri Heiðrúnu vonumst við til að koma betur til móts við þarfir geitfjárbænda í skýrsluhaldinu. Líkt og í öðrum skýrsluhaldskerfum þarf að fara í gegnum Bændatorg til að skrá sig inn í Heiðrúnu en kerfið er nú staðsett á slóðinni www.heidrun.is. Nánar verður fjallað um uppfærða Heiðrúnu í næsta Bændablaði. 
Lesa meira

Opnir bændafundir um riðuveiki með alþjóðlegum sérfræðingum

Næstkomandi miðvikudag, þann 21. júní, verða haldnir tveir opnir bændafundir í Varmahlíð í Skagafirði þar sem fjallað verður um rannsóknir á riðuveiki. Fundirnir eru haldnir í tengslum við komu hóps erlendra vísindamanna til landsins. Sérfræðingarnir koma víðsvegar að og mæta hér til lands til að taka þátt í formlegum startfundi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni (ScIce) um riðuveiki í sauðfé á Íslandi.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið - varðandi riðuarfgerðargreiningar og bógkreppu

Líkt og fjallað hefur verið um áður, þá eru í gangi rannsóknir á erfðagallanum bógkreppu. Ef bændur fá lömb með slíka vansköpun (krepptir framfætur) er gott að fá um það vitneskju. En í vor er reynt að safna sýnum úr slíkum lömbum og foreldrum þeirra. Gott er því teknar séu myndir af þessu lömbum.
Lesa meira

Samstarf við Íslenska erfðagreiningu

Kári Stefánsson hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) hefur lýst vilja sínum til þess að aðstoða sauðfjárbændur við arfgerðagreiningar vegna riðu. Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir þekkingu sem kemur sér ákaflega vel fyrir þessa vinnu og ásamt góðum tækjakosti gerir þeim kleyft að greina mikið magn af sýnum fljótt og með hagkvæmnum hætti
Lesa meira

Sauðburður að hefjast

Það er að mörgu að hyggja þegar nálgast fer sauðburð og getur verið gott að setjast niður með kaffibollann og hugsa hvað það nú var í fyrra sem algjörlega vantaði. Er heitt vatn í húsunum? Og hitakúturinn í lagi? Ýmis tæki, tól og búnaður sem gott er að hafa við höndina þegar sauðburður hefst því erfitt getur verið á miðjum háannatíma að ætla sér að safna aðföngum sem vantar.
Lesa meira

Bógkreppa – sýnataka

Líkt og fram kom á fagfundi sauðfjárrræktarinnar 13. apríl sl. í erindi Sæmundar Sveinssonar hjá Matís er nú unnið að því að þróa próf fyrir bógkreppu en rannsóknir á þessum erfðagalla standa yfir. Að þessu verkefni vinna RML, Matís og Keldur í samstarfi við AG-Research í Nýja-Sjálandi.
Lesa meira