Bógkreppa – tilkynningar um vansköpuð lömb
08.05.2024
|
Þó ekki sé algengt að lömb fæðist vansköpuð þá gerist það af og til. Stundum er um að ræða tilfallandi vansköpun en einnig getur verið um erfðagalla að ræða. Minnt er á að æskilegt er að fá upplýsingar um öll vansköpuð lömb sem fæðast undan sæðingahrútunum, ef hugsast gæti að um erfðagalla sé að ræða. Sérstaklega er mikilvægt að fá upplýsingar um öll lömb sem sýna einkenni bógkreppu, hvort sem þau eru undan sæðingastöðvahrútum eða heimahrútum.
Lesa meira