Breytingar á Fjárvís
17.09.2024
|
Í gærmorgun var keyrð uppfærsla á Fjárvís en undanfarið hefur staðið yfir vinna við hinar ýmsu breytingar sem nú koma inn. Þar ber helst að nefna: Viðbótarflögg: Nú fá afkvæmi foreldra sem eru arfblendin um verndandi og/ mögulega verndandi arfgerð röndótt flögg, þar sem ekki er hægt að spá fyrir með 100% vissu hver arfgerð þeirra er, nema með arfgerðargreiningu. Afkvæmi hrúts sem er arfblendinn ARR og T137 fær þannig fána sem er dökkgræn/ljósgrænröndóttu sem gefur til kynna að hann ber örugglega annað hvort verndandi eða mögulega verndandi arfgerð.
Lesa meira