Riðuarfgerðargreiningar - Verðbreyting hjá Matís
18.01.2023
|
Í haust voru í boði riðuarfgerðargreiningar (PrP greiningar) hjá Matís á tilboðsverði (3.000 kr. + vsk pr. greining) en greiningarnar voru niðurgreiddar af Þróunarsjóði sauðfjáræktarinnar. Verkefni þetta var sett upp til þess að tryggja það að hægt væri að anna greiningum sýna hratt og vel í haust samhliða ásetningsvalinu. Tilboðsverðið hefur gilt þar til nú en frá og með deginum í dag 18. janúar 2023, hefur þessu verkefni verið lokað.
Nánari útfærsla á þjónustu Matís og verð á PrP greiningum fyrir komandi misseri verður kynnt von bráðar.
Lesa meira