Sauðfjárrækt fréttir

Riðuarfgerðargreiningar - Verðbreyting hjá Matís

Í haust voru í boði riðuarfgerðargreiningar  (PrP greiningar) hjá Matís á tilboðsverði (3.000 kr. + vsk pr. greining) en greiningarnar voru niðurgreiddar af Þróunarsjóði sauðfjáræktarinnar.  Verkefni þetta var sett upp til þess að tryggja það að hægt væri að anna greiningum sýna hratt og vel í haust samhliða ásetningsvalinu.  Tilboðsverðið hefur gilt þar til nú en frá og með deginum í dag 18. janúar 2023, hefur þessu verkefni verið lokað.  Nánari útfærsla á þjónustu Matís og verð á PrP greiningum fyrir komandi misseri verður kynnt von bráðar.
Lesa meira

Á slóðum Hróa Hattar (fyrri hluti)

Í nóvember síðastliðnum sóttu sex ráðunautar RML sauðfjárræktarráðstefnu í Bretlandi. Ráðstefnan nefnist Sheep Breeders Round Table eða hringborð sauðfjárræktenda og koma þar saman ráðunautar, dýralæknar, vísindafólk og sauðfjárbændur og fara yfir þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni. Í tengslum við þá ráðstefnu, sem sagt verður frá síðar, gafst tækifæri til að heimsækja bændur um miðbik Englands, nálægt Skírisskógi sem er Íslendingum kunnur sem heimkynni Hróa Hattar og einnig höfuðstöðvar British wool í Bradford.
Lesa meira

Fróði og Gimsteinn vinsælastir

Heildarfjöldi sæðingaskammta sem sauðfjársæðingastöðvarnar sendu út á nýliðinni sæðingavertíð voru u.þ.b. 33.800 skammtar. Mest var sent út af sæði úr hrútnum Fróða 18-880 frá Bjargi í Miðfirði. Skammt á hæla honum kemur svo „ARR hrúturinn“ Gimsteinn 21-899 frá Þernunesi.
Lesa meira

Fundið fé - Rafrænir bæklingar

Nýlega lauk vinnu við þróunarverkefnið „Fundið fé“ sem unnið var af RML með stuðningi Matvælasjóðs um möguleika til skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og þar með bættri nýtingu aðfanga. Einn liður í afurðum verkefnisins var gerð rafrænna bæklinga um einstakar sviðsmyndir verkefnisins.
Lesa meira

Alþjóðlegt rannsóknarverkefni tengt riðuveiki hlýtur styrk

Fyrir skemmstu kom í ljós að stórt Evrópuverkefni tengt rannsóknum á riðu með áherslu á riðuveiki á Íslandi hlaut veglegan styrk úr sjóðum Evrópusambandsins eða 190 miljónir. Aðilar að verkefninu eru rannsóknarstofur í Þýskalandi, Stóra-Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir mjólkurlagni uppfært

Kynbótamat fyrir mjólkurlagi hefur verið uppfært en tekin voru út gögn í gær þegar drjúgur hluti gagna hafði skilað sér þar sem skiladagur skýrsluhaldins var 12. desember sl. Breytingarnar verða aðgengilegar og birtar í Fjárvís seinna í dag.
Lesa meira

"Fundið fé"

Skýrsla um niðurstöður verkefnis um fjölbreyttri framleiðsluaðferðir í sauðfjárrækt. Nýlega lauk verkefni sem RML hefur unnið að um möguleika til skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og þar með bættri nýtingu aðfanga. Settar voru upp þrjár mismunandi sviðsmyndir út frá þeirri tiltæku þekkingu sem til staðar er um lífeðlisfræðilega þætti íslenska fjárkynsins. Sviðsmyndirnar voru síðan greindar út frá ytra og innra umhverfi greinarinnar. Að lokum var gerð hagkvæmnigreining út frá þeim upplýsingum sem aflað var.
Lesa meira

Ítrekun vegna útsendinga á vorbókum 2023

Við viljum ítreka að vegna vinnu við uppfærslu og breytinga á prentuðum vorbókum verða þær ekki sendar út fyrr en þeirri vinnu er lokið sem áætlað er að verði snemma á næsta ári. Þeir sauðfjárbændur sem engu að síður vilja fá gömlu útgáfuna af vorbók senda núna í desember geta óskað eftir því með að hafa samband í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á sk@rml.is. Við biðjumst velvirðingar á því ef þessar breytingar kunna að valda einhverri röskun en í staðinn vonumst við til að uppfærð útgáfa vorbókarinnar nýtist vel í framtíðinni.
Lesa meira

Hrútafundir á næstu vikum

RML og búnaðarsamböndin verða nú á næstu vikum með sameiginlega "hrútafundi" aftur eftir Covid hlé. Markmið þessara funda er að kynna hrútakost sæðingastöðvanna. Þetta er líka mikilvægur vettvangur til að ræða ræktunarstarfið. Það er ýmislegt sem brennur á mönnum, enda hefur ekki verið tækifæri til að halda þessa fundi núna í tvö ár.
Lesa meira

Hrútaskráin 2022-23 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2022-23 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin mun án efa ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku og verður m.a. dreift á hinum svokölluðu hrútafundum.
Lesa meira