Hvernig komu stöðvahrútarnir út í haust?
23.10.2023
|
Nú eru lambadómum að mestu lokið. Meirihluti dómanna ratar strax inn í Fjárvís en þó er eitthvað af dómum sem enn eru óskráðir. Bændur eru hvattir til að skrá alla dóma sem fyrst, en framundan er vinna við hrútaskrá og þá er mikilvægt að sem mest af upplýsingum um syni sæðingastöðvahrútanna liggi fyrir. Hér með er því biðlað til þeirra sem lúra á óskráðum dómum að koma þeim inn i Fjárvís, í síðasta lagi föstudaginn 27. október.
Lesa meira