Sauðfjárrækt fréttir

Ítrekun vegna útsendinga á vorbókum 2023

Við viljum ítreka að vegna vinnu við uppfærslu og breytinga á prentuðum vorbókum verða þær ekki sendar út fyrr en þeirri vinnu er lokið sem áætlað er að verði snemma á næsta ári. Þeir sauðfjárbændur sem engu að síður vilja fá gömlu útgáfuna af vorbók senda núna í desember geta óskað eftir því með að hafa samband í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á sk@rml.is. Við biðjumst velvirðingar á því ef þessar breytingar kunna að valda einhverri röskun en í staðinn vonumst við til að uppfærð útgáfa vorbókarinnar nýtist vel í framtíðinni.
Lesa meira

Hrútafundir á næstu vikum

RML og búnaðarsamböndin verða nú á næstu vikum með sameiginlega "hrútafundi" aftur eftir Covid hlé. Markmið þessara funda er að kynna hrútakost sæðingastöðvanna. Þetta er líka mikilvægur vettvangur til að ræða ræktunarstarfið. Það er ýmislegt sem brennur á mönnum, enda hefur ekki verið tækifæri til að halda þessa fundi núna í tvö ár.
Lesa meira

Hrútaskráin 2022-23 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2022-23 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin mun án efa ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku og verður m.a. dreift á hinum svokölluðu hrútafundum.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið

Vinna við endurbætur á vorbókum stendur nú fyrir dyrum. Þar er meðal annars markmiðið að koma til móts við óskir um breytingar sem hafa komið og að koma meiri upplýsingum í bækurnar s.s. um niðurstöður riðuarfgerðagreininga. Vegna þessa verða vorbækur almennt ekki sendar út nú strax eftir haustbókaskil líkt og vaninn hefur verið, heldur verða þær sendar út snemma á næsta ári þegar ný útgáfa hefur litið dagsins ljós.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat í sauðfjárrækt

Nýtt kynbótamat fyrir alla eiginleika hefur nú verið lesið inn í Fjárvís. Til viðbótar við hefðbundar uppfærslur á mati fyrir skrokkgæði sem hafa verið unnar á þessum árstíma, hefur einnig verið keyrt uppfært mat fyrir frjósemi og mjólkurlagni með þeim upplýsingum sem bæst hafa við frá síðustu keyrslu í ágúst.
Lesa meira

Sláturupplýsingar og dómagögn vegna hrútaskrár

Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum. Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum. Því eru allir þeir sem luma á óskráðum dómagögnum hvattir til að skrá alla dóma inn í kerfið sem fyrst. Jafnframt eru bændur beðnir að staðfesta allar sláturppslýsingar til að tryggja að þau gögn séu sem réttust.
Lesa meira

Agrobiogen býður upp á greiningar á Þokugeni

Nú er verið í óðaönn að taka sýni úr sauðfé og senda til greiningar til að skoða arfgerðir príonpróteinssins (upplýsingar um næmi kinda fyrir því að taka upp riðusmit). En það er ýmislegt fleira en „riðuarfgerðargreiningar“ sem hægt er að láta greina. Hin mikilvirki frjósemiserfðavísir sem þekktur er sem „Þokugen“ er er hægt að prófa en Matís hefur um árabil boðið upp á greiningar á þessum eiginleika.
Lesa meira

Hrútadómar – reiknivél

Nú er líflegt í sveitum landsins við smalamennskur, réttir og líflambaval heima á búunum. Hrútar eru dæmdir og stigaðir eftir kúnstarinnar reglum og fjölmargt ástríðufólk um sauðfjárrækt reiknar heildarstigafjölda þeirra hratt - í huganum.
Lesa meira

Skipulagning sauðfjárdóma í fullum gangi

Á næstu dögum verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum jafnóðum og þau verða tilbúin, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 18. ágúst forgangs við niðurröðun. Best er að bændur panti sjálfir hér í gegnum vefinn en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntun niður.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar - DNA sýnataka sauðfjár haustið 2022

Opnað hefur verið fyrir pantanir vegna DNA sýnatöku úr sauðfé fyrir haustið 2022. Hægt er að panta hér í gegnum vef rml (sjá slóð hér neðst á síðunni). Meðfylgjandi er hagnýtar upplýsingar varðandi framkvæmd sýnatöku í haust. Til að markmið um snögga afgreiðslu á greiningum náist er mikilvægt að bændur panti með fyrirvara og skili síðan inn sýnum sem fyrst. Þeir sem panta til og með 25. ágúst verða í forgangi með að komast að í greiningu, ef þörf verður á því að forgangsraða. Einnig verður tekið tillit til þess í hvaða röð bændur hafa pantað, ef á þarf að halda við forgangsröðun.
Lesa meira