Erfðagallar og grunsamlegir stöðvahrútar
03.09.2024
|
Nokkrar ábendingar bárust um lömb í vor undan stöðvahrútum sem voru eitthvað óeðlileg í framfótum og vangaveltur um hvort hér væri bógkreppa á ferðinni. Ekkert kom þó fram sem telja má nægilega afgerandi sönnun, þannig að tilefni sé til að kasta grun á ákveðna hrúta. Gagnvart stöðvahrútunum var ekki að ræða um fleiri en eina tilkynningu tengda hverjum hrút, einkennin yfirleitt væg, ekki þekktar bógkreppuættir á móti og enginn af þessum hrútum lá þegar undir grun. Allar viðbótarupplýsingar geta því skipt máli.
Lesa meira