Fréttir

Nýr starfsmaður hjá RML

Hafrún Huld Hlinadóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Aðalstarfsstöð hennar er á Akureyri
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Oddný Steina Valsdóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Aðalstarfsstöð hennar verður fyrst um sinn á Selfossi.
Lesa meira

Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

RML hefur nú í nóvember staðið fyrir þremur námskeiðum í örmerkingum, tveimur á Suðurlandi og einu á Vesturlandi. Á Suðurlandi fór bóklegi hluti námskeiðanna fram á Hvolsvelli en á Vesturlandi á Hvanneyri.
Lesa meira

Vel heppnaður ársfundur RML

Föstudaginn fyrsta nóvember var ársfundur RML haldinn í fyrsta skipti.  Hugmyndin með fundinum var að gefa bændum kost á að eiga bein skoðanaskipti við stjórn og starfsmenn um RML ásamt því að gefa ennþá betri upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins. Fundurinn var vel sóttur og honum var einnig streymt. Á fundinum fór stjórnarformaður RML, Sveinn Rúnar Ragnarsson, yfir skýrslu stjórnar. Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri, fór yfir starfsemi félagsins og stefnumótun.
Lesa meira

Ársfundur RML

Ársfundur RML verður haldinn á Hótel Kea á Akureyri, föstudaginn 1. nóvember. Fundurinn hefst kl. 13:30 en boðið verður upp á súpu kl. 13:00. Á dagskrá er: Skýrsla stjórnar, kynning á starfsemi RML og almennar umræður um málefni félagsins. Áætluð fundarlok um kl. 15:30. Fundinum verður streymt en þeir sem hafa tækifæri til eru hvattir til að mæta á staðinn.
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Undanfarið hafa verið birtar upptökur af fyrirlestrum sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML 23. nóvember. Í dag voru birtar tvær upptökur til viðbótar og eru það síðustu upptökurnar sem verða birtar í bili. Fyrirlestrarnir sem fóru í loftið í dag fjölluðu annars vegar um gervigreind, sá fyrirlestur var haldinn af Hjálmari Gíslasyni eiganda og framkvæmdastjóra GRID og hinsvegar fyrirlestur um hringrásakerfi næringarefna og möguleikana því tengdu, haldinn af Ísaki Jökulssyni bónda á Ósabakka á Skeiðum.
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Uppptökur af fyrirlestum sem haldnir voru á afmælisráðstefni RML 23. nóvember halda áfram að birtast einn af öðrum hér á vefnum og í dag voru tveir fyrirlestrar til viðbótar settir inn. Guðný Helga Björnsdóttir bóndi á Bessastöðum hélt fyrirlesturinn "Hvað er eiginlega loftslagsvænn landbúnaður"? Hinn fyrirlesturinn sem birtur var í dag var haldinn af Óla Finnssyni garðyrkjubónda á garðyrkjustöðinni Heiðmörk kallast sá fyrirlestur "Hjálp! er ég að taka við góðu búi"?
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Fyrr í vikunni voru birtir tveir fyrirlestrar sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember. Nú hafa þrír fyrirlestrar til viðbótar verið birtir. Það eru fyrirlestrar sem haldnir voru af Guðmundi Jóhannessyni ráðunaut hjá RML, Jóhannesi Sveinbjörnssyni sem er dósent við LbhÍ og bóndi að Heiðarbæ og Margréti Geirsdóttur sem er verkefnastjóri hjá Matís.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar og ráðstefna í tilefni 80 ára afmælis Tilraunabúsins á Hesti

Hinn árlegi fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal), fimmtudaginn 21. mars. Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að dagskrá ljúki eigi síðar en kl. 17:00. Erindi þar verða fjölbreytt að vanda og greina frá niðurstöðum ýmissa rannsókna- og þróunarverkefna í sauðfjárrækt, meðal annars tengd riðu, fóðrun og meðferð, forystufé, sjúkdómum og kjötgæðum auk verðlaunaveitinga fagráðsins. Fundinum verður streymt og munu nánari upplýsingar um það birtast síðar.
Lesa meira