Fréttir

Hlé á miðsumarssýningu á Hellu vegna Covid smita

Vegna gruns um að smit hafi komið upp hjá starfsmönnum RML sem voru að vinna á kynbótasýningum á Gaddastaðaflötum í síðustu viku og einnig hjá knöpum, verður þriðja holl ekki haldið í dag 27. júlí og ekki fyrsta holl á morgun 28 júlí. Ákvörðun verður tekin á morgun eftir að starfsfólk hefur farið í sýnatöku og fengið niðurstöður, um hvert framhaldið verður með þessa sýningu.
Lesa meira

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið í ár í Borgarnesi, dagana 7. júlí – 11. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þáttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Sigurður Jarlsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í tæp 46 ár. Sigurður hóf sín störf eftir útskrift frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri árið 1975. Hann starfaði sem ráðunautur alla tíð eftir það hjá Búnaðarsambandi Vestfjarða, síðar hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og að lokum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins frá stofnun árið 2013. Starfsfólk RML þakkar Sigurði gott samstarf og góða viðkynningu.
Lesa meira

Hollaröð á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal 14.-18. júní

Seinni kynbótasýning vorsins á Hólum í Hjaltadal fer fram 14.-18. júní. Til dóms eru skráð 115 hross og munu dómar hefjast samkvæmt áætlun mánudaginn 14. júní kl. 8:00 Hollaröðun má sjá með því að smella hér.
Lesa meira

Kynbótadómar munu fara fram þann 17. júní

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að dæma fimmtudaginn 17. júní á Gaddstaðflötum, Sörlastöðum og á Hólum, ef áhugi reynist fyrir hendi. Þeir tímar sem bætast við með þessu móti eru hugsaðir fyrir þá sem ekki náðu að skrá áður en sýningar fylltust.
Lesa meira

Kynbótasýningar sem falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Sörlastöðum vikuna 31. maí til 4. júní og í Borgarnesi vikuna 7. til 11. júní falla niður. Ástæðan er lítil skráning. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Aðstoð við að kortleggja möguleg rannsóknasvæði

Í janúar síðastliðnum hlaut rannsóknarverkefnið ExGraze - Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi styrk úr Rannsóknarsjóði til þriggja ára. Verkefnastjóri er Anna Guðrún Þórhallsdóttir Háskólanum á Hólum en samstarfsmenn eru m.a. Rene van der Wal prófessor frá Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð, Richard Bardgett prófessor frá Háskólanum í Manchester og Áslaug Geirsdóttir prófessor við Háskóla Íslands auk annarra innlendra aðila.
Lesa meira

Ný stjórn RML

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur skipað nýja stjórn RML. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri BÍ verður formaður nýrrar stjórnar en nýir aðalmenn í stjórn eru: Ásgeir Helgi Jóhannesson lögmaður Reykjavík, Baldur Helgi Benjamínsson bóndi Ytri Tjörnum, Gunnar Þórarinsson bóndi Þóroddsstöðum, Hrafnhildur Baldursdóttir bóndi, Litla Ármóti. Varamenn í stjórn:Hermann Ingi Gunnarsson, Halla Eiríksdóttir, Halldóra Kristín Hauksdóttir og Katrín María Andrésdóttir.
Lesa meira

Þórdís Þórarinsdóttir komin til starfa

Þórdís Þórarinsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf hjá RML sem sérfræðingur vegna innleiðingar á nýju kynbótamati fyrir frjósemi. Hún er með meistaragráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Netfang Þórdísar er tordis@rml.is. Við bjóðum Þórdísi velkomna til RML.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.378 kg eða 6.517 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,3. Meðalfallþungi 8.905 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 251,1 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 746,1 dagur.
Lesa meira