Fréttir

Könnun á Bændatorgi

Þökkum góð viðbrögð frá bændum en nú fer hver að verða síðastur að taka þátt því lokað verður fyrir könnunina þriðjudaginn 11.október. Hvetjum þá bændur sem enn eiga eftir að taka þátt að gera það núna. Að svara nokkrum krossaspurningum tekur ekki langan tíma en þá hefur þú tekið þátt í að marka framtíðarsýn RML.
Lesa meira

Bændur hvattir til að taka þátt í að marka framtíðarsýn RML

Í byrjun september opnaðist könnun inni á Bændatorginu fyrir bændur að taka þátt í. Þessi könnun er liður í stefnumótunarvinnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem hófst með umræðum á Búnaðarþingi í vor. RML er eins og bændur vita í eigu þeirra sjálfra sem dótturfélag Bændasamtaka Íslands.
Lesa meira

Sigurður Guðmundsson kominn til starfa

Sigurður Guðmundsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem rekstrarráðunautur og verður starfsstöð hans á Hvanneyri. Hægt er að ná í Sigurð í síma 5165040 eða í gegnum netfangið sg@rml.is.
Lesa meira

Stefanía Jónsdóttir komin til starfa

Stefanía Jónsdóttir hóf störf hjá RML núna um mánaðarmótin. Hún mun sinna ýmsum verkefnum á fjármálasviði fyrirtækisins og verður starfsstöð hennar á Akureyri. Hægt er að ná í Stefaníu í síma 5165044 eða í gegnum netfangið stefania@rml.is.
Lesa meira

RML á Snapchat

Nú er komið að því, RML er komið á snapchat. Við hvetjum snapchatnotendur til að fylgjast með okkur á snappinu, notandanafnið okkar er rml-radunautar.
Lesa meira

Sveitasæla í Skagafirði

Sveitasæla var haldin á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þar kynntu fyrirtæki og félög vörur sínar og þjónustu tengda landbúnaði, húsdýr voru á staðnum, kálfar og hundar voru sýndir og hrútar dæmdir, auk þess sem margt fleira áhugavert var á dagskrá. Heppnaðist sýningin með ágætum.
Lesa meira

Laus störf hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsókna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Ráðgjafi í bútækni Ráðunautur í jarðrækt Ráðunautur í alhliða ráðgjöf til bænda
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni í rekstrarráðgjöf

Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði. Vinna við rekstrar- og fjármögnunaráætlanir fyrir bændur. Vinna við rekstrargreiningar í búrekstri. Þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML. Önnur verkefni s.s. vinna við gerð og þróun líkana í excel, þátttaka í nýsköpunarverkefnum og samskipti við fjármálastofnanir.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Ditte Clausen sem hingað til hefur verið í ákveðnum verkefnum hjá RML hefur nú tekið við störfum Einars Einarssonar sem loðdýraræktarráðunautur og verður starfsstöð hennar á Sauðárkróki. Einar mun einnig starfa hjá RML í sumar.
Lesa meira

Góður gangur í starfsemi RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er nú á sínu fjórða starfsári. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að til yrði öflugt ráðgjafarfyritæki sem byði upp á faglega ráðgjöf ásamt því að sjá um framkvæmd skýrsluhalds og ræktunarstarf.
Lesa meira