Fréttir

Fræðsludagur í Skagafirði

Búnaðaðarsamband Skagfirðinga mun standa fyrir fræðsludegi föstudaginn 22. febrúar að Löngumýri í Skagafirði. Umhverfismál verða þar efst á baugi. Kolefnisspor og plastmengun er meðal þess sem verið hefur fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarið. Markmið fundarins er að skoða þessi mál útfrá sjónarhóli bænda og skapa umræðu um það hvernig megi bregðast við.
Lesa meira

Breytingar á símsvörun hjá RML

Frá stofnun RML árið 2013 og út árið 2018 hefur öllum símtölum í beina númer fyrirtækisins 516 5000 verið svarað hjá Bændasamtökum Íslands í Reykjavík eða á Búgarði á Akureyri. Þann 2. janúar 2019 urðu þær breytingar að símtölum sem berast RML í aðalnúmerið er nú svarað beint af ráðunautum RML sem hafa frá fyrstu hendi góðar upplýsingar um verkefni og annað sem viðskiptavinur leitar eftir.
Lesa meira

Starf ráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði landbúnaðar. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Þróunar og ráðgjafavinna tengd tækniþróun og umhverfismálum í landbúnaði. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

Sumarfrí

Í júlí eru margir af starfsmönnum RML í sumarfríi og því víða stopul viðvera á starfsstöðvum. Símsvörun verður opin eins og venjulega. Hægt er að ná sambandi við þjónusturáðunauta í síma 516-5000 milli kl. 8.00-12.00 og 12.30 – 16.00 alla virka daga. Þá má senda tölvupóst á netfangið okkar rml@rml.is og fyrir bókhald á bokhald@rml.is. Nánari upplýsingar um bein netföng einstakra starfsmanna má sjá á heimasíðu okkar.
Lesa meira

Lokað vegna landsleiks

Í tilefni af landsleik Íslands og Nígeríu verður skrifstofum RML lokað klukkan 14:30 í dag, föstudag. Áfram Ísland!
Lesa meira

Samstarfsfundur RML og LbhÍ

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku var haldinn samstarfsfundur RML og LbhÍ. Tilgangur fundarins var að starfsmenn RML og LbhÍ settu sig inn í verkefni hvors annars ásamt þvi að ræða samstarfsfleti. Í gildi hefur verið samstarfssamningur á milli RML og LbhÍ þar sem meðal annars er kveðið á um reglulega fundi faghópa. Hugmynd að þessum fundi kom til í samtali við endurnýjun samkomulags og höfðu Borgar Páll Bragason RML og Þóroddur Sveinsson frá LbhÍ veg og vanda af undirbúningi.
Lesa meira

Breytingar í starfsmannahaldi RML

Núna um mánaðarmótin lét Gunnar Guðmundsson ráðunautur af störfum hjá RML. Gunnar starfaði áður sem sviðsstjóri ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands en kom yfir til RML við sameiningu ráðgjafarþjónustu til bænda á landinu öllu. Gunnar er fóðurfræðingur og hefur starfaði við fóðurráðgjöf til bænda ásamt því að vera tengiliður RML í erlendu samstarfi. RML óskar Gunnari velfarnaðar á nýjum vettvangi og þakkar honum vel unnin störf á síðustu árum. boo/hh
Lesa meira

Vinningshafi í getraun RML á Mýrareldahátíð

Þann 7. apríl síðastliðinn var haldin glæsileg Mýrareldahátíð í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Þar var Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins með kynningu á starfsemi sinni og að því tilefni var efnt til getraunar þar sem gestum og gangandi bauðst að lykta og þreifa á heytuggu og giska á hver heygæðin væru út frá niðurstöðum úr efnagreiningu.
Lesa meira

Ráðunautur í nautgriparækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut til að sinna fjölbreyttri ráðgjöf í nautgriparækt. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML og sérstaklega faghópi nautgriparæktar og fóðrunar. Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á fóðrun og kynbætur í nautgriparækt. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira