Fréttir

Starf ráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði landbúnaðar. Starfs- og ábyrgðarsvið Starf í ráðgjafateymi RML. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Þróunar- og ráðgjafavinna tengd tækniþróun og loftslags- og umhverfismálum í landbúnaði. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

Staðfesting um breytingu á verðskrá

Samkvæmt staðfestingu frá frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti frá 25. mars 2019 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki kr. 8000,- auk vsk fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 15. gr. rammasamnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins dags. 19. Febrúar 2016 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga.
Lesa meira

Ráðunautur í nautgriparækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut til þess að sinna fjölbreyttri ráðgjöf í nautgriparækt. Starfs- og ábyrgðarsvið: Vinna í ráðgjafateymi RML. Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á fóðrun og kynbætur í nautgriparækt. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

Netspjall í gegnum heimsíðu RML

Nú er hægt að senda okkur stuttar fyrirspurnir beint í gegnum netspjallið á heimasíðu RML frá kl. 10-12 og 13-15 virka daga. Þetta er til viðbótar við þá nýjung sem við hófum um áramót að beint samband við ráðunaut fæst í aðalnúmerinu okkar 5165000. Netspjallið er góð viðbót og miðar að því að veita góða og aðgengilega þjónustu.
Lesa meira

Fræðsludagur í Skagafirði

Búnaðaðarsamband Skagfirðinga mun standa fyrir fræðsludegi föstudaginn 22. febrúar að Löngumýri í Skagafirði. Umhverfismál verða þar efst á baugi. Kolefnisspor og plastmengun er meðal þess sem verið hefur fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarið. Markmið fundarins er að skoða þessi mál útfrá sjónarhóli bænda og skapa umræðu um það hvernig megi bregðast við.
Lesa meira

Breytingar á símsvörun hjá RML

Frá stofnun RML árið 2013 og út árið 2018 hefur öllum símtölum í beina númer fyrirtækisins 516 5000 verið svarað hjá Bændasamtökum Íslands í Reykjavík eða á Búgarði á Akureyri. Þann 2. janúar 2019 urðu þær breytingar að símtölum sem berast RML í aðalnúmerið er nú svarað beint af ráðunautum RML sem hafa frá fyrstu hendi góðar upplýsingar um verkefni og annað sem viðskiptavinur leitar eftir.
Lesa meira

Starf ráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði landbúnaðar. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Þróunar og ráðgjafavinna tengd tækniþróun og umhverfismálum í landbúnaði. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

Sumarfrí

Í júlí eru margir af starfsmönnum RML í sumarfríi og því víða stopul viðvera á starfsstöðvum. Símsvörun verður opin eins og venjulega. Hægt er að ná sambandi við þjónusturáðunauta í síma 516-5000 milli kl. 8.00-12.00 og 12.30 – 16.00 alla virka daga. Þá má senda tölvupóst á netfangið okkar rml@rml.is og fyrir bókhald á bokhald@rml.is. Nánari upplýsingar um bein netföng einstakra starfsmanna má sjá á heimasíðu okkar.
Lesa meira

Lokað vegna landsleiks

Í tilefni af landsleik Íslands og Nígeríu verður skrifstofum RML lokað klukkan 14:30 í dag, föstudag. Áfram Ísland!
Lesa meira