Fréttir

RML auglýsir eftir ráðunaut í Austur-Skaftafellssýslu

Ábyrgðarsvið, menntun og hæfniskröfur: Skal hafa lokið háskólaprófi í búvísindum eða annari sambærilegri menntun. Menntun eða reynsla af verkefnastjórnun eða skipulagningu verkefna æskileg.
Lesa meira

Hey bóndi á Hvolsvelli

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tók þátt í viðburði eða sýningu sem nefndist „Hey bóndi“ á Hvolsvelli um síðustu helgi. Fjölmörg landbúnaðartengd fyrirtæki voru þar mætt til að kynna sínar vörur og þjónustu en það var Fóðurblandan sem stóð fyrir viðburðinum.
Lesa meira

Gunnar Ríkharðsson kominn til starfa

Gunnar Ríkharðsson hóf störf hjá RML í september. Hann mun starfa í faghópi nautgriparæktar og sinna fóðurráðgjöf. Fram að áramótum verður Gunnar með starfsaðstöðu á Blönduósi og í 50% starfshlutfalli. Eftir áramót verður hann með starfsaðstðu á Selfossi og í 100% starfi þar.
Lesa meira

Búseta í sveit - Rafrænir vegvísar nú aðgengilegir á netinu

Síðastliðinn vetur litu dagsins ljós bæklingar sem ætlaðir eru til ráðgjafar vegna ættliðaskipta í landbúnaði, á vef RML. Aðgengilegir voru bæklingar sem veittu almennar upplýsingar ásamt því að til boða voru rafrænir vegvísar gegn gjaldi. Nú eru þeir vegvísar aðgengilegir á netinu, endurgjaldslaust.
Lesa meira

Bústólpi og RML semja um ráðgjöf til kúabænda

RML og Bústólpi hafa gert samkomulag um gerð fóðuráætlana og ráðgjöf til bænda í haust. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð, sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunnfóðuráætlunar.
Lesa meira

Fræin í krukkunni

Á sveitasælu í Skagafirði um síðustu helgi var RML með getraun fyrir sýningargesti þar sem þeir áttu að segja til um hve mörg fræ af vetrarnepju væru í lítilli glerkrukku. Verðlaun fyrir réttasta svarið var að velja nafn á naut hjá Nautastöðinni á Hesti. Það var Ólafur Ísar Jóhannesson, ungur maður frá Brúnastöðum í Fljótum sem var með besta svarið, hann giskaði á 50 þúsund en í krukkunni voru 53 þúsund fræ. Við óskum honum til hamingju.
Lesa meira

Fallegasta kýrnafnið valið á Sveitasælu í Skagafirði

Sveitasæla í Skagafirði fór fram um helgina eins og margir vita. RML var með sýningarbás á staðnum og kynnti starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Þar var hægt að kjósa um fallegasta kýrnafnið, fólk einfaldlega skrifaði á blað það kýrnafn sem því fannst fallegast og setti í pottinn.
Lesa meira

RML með á Sveitasælu í Skagafirði

Sveitasæla, landbúnaðarsýning og bændahátíð var haldin í Skagafirði um helgina. Á sýningunni sem var í Reiðhöllinni á Sauðárkróki í gær kynntu einstaklingar, félög og fyrirtæki starfsemi sína, vörur og þjónustu auk þess sem ýmis afþreying var í boði sem endaði á kvöldvöku.
Lesa meira

Starfsmenn RML funda á Hólum í Hjaltadal

Starfsmenn RML dvöldu á Hólum í Hjaltadal dagana 10.-11. mars, þar sem fram fór starfsmannafundur. Á fundinn mættu flestir starfsmenn RML eða 43 að tölu. Á fundinum voru haldnir fyrirlestrar og unnið var í hópavinnu að ýmsum verkefnum fyrirtækisins.
Lesa meira

Bjarni Árnason kominn til starfa

Bjarni Árnason hefur hafið störf hjá RML og mun hann starfa við ráðgjöf tengda bútækni og aðbúnaði. Hann mun hafa aðsetur á skrifstofu RML á Hvanneyri. Hægt er að ná í Bjarna í síma 516-5065 eða í gegnum netfangið bjarni@rml.is.
Lesa meira