Fréttir

Starfsdagar RML dagana 13.-15. nóvember

Sameiginlegur vinnufundur starfsmanna RML stendur yfir dagana 13.-15. nóvember. Að þessu sinni er hann haldinn í Eyjafirði. Á vinnufundinn koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Þessa daga verður því erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma.
Lesa meira

Bilun í aðalsímanúmeri RML

Sem stendur er bilun í aðalsímnúmeri RML. Hægt er þó að hringja í bein númer starfsfólks. Við biðjumst velvirðingar á þessu og bendum fólki á að hafa samband í gegnum bein símanúmer sem sjá má á heimasíðu okkar. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í gegnum netspjallið hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Sigtryggur Veigar ráðinn sem fagstjóri búfjárræktar- og þjónustusviðs

Sigtryggur Veigar Herbertsson hefur verið ráðinn sem fagstjóri búfjárræktar- og þjónustusviðs hjá RML. Starfsstöð Sigtryggs er á Akureyri og hægt er að ná í hann í síma 516 5065 og í gegnum netfangið sigtryggur@rml.is. Á starfsstöðinni á Akureyri starfa ásamt Sigtryggi:
Lesa meira

Nýr samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun

Í síðustu viku var undirritaður samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun en töluverð eftirspurn hefur verið eftir slíkri ráðgjöf meðal nýliða. Það voru Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML og Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Félags framleiðenda í lífrænni landbúnaðarframleiðslu (VOR), sem undirrituðu samninginn.
Lesa meira

Cornelis Aart Meijles kominn til starfa

Cornelis Aart Meijles hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála. Cornelis er búsettur í Hollandi en verður með viðveru á Íslandi og starfsstöð hans verður þá á Hvanneyri. Við bjóðum Cornelis velkominn.
Lesa meira

Berglind Ósk Alfreðsdóttir komin til starfa

Berglind Ósk Alfreðsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála og verður starfsstöð hennar í Reykjavík. Við bjóðum hana velkomna. Hægt er að ná í Berglindi í síma 516-5028 eða í gegnum netfangið berglind@rml.is. Á starfsstöðinni í Reykjavík starfa ásamt Berglindi:
Lesa meira

Linda Margrét Gunnarsdóttir komin til starfa

Linda Margrét Gunnarsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur í nautgriparækt og verður starfsstöð hennar á Akureyri. Við bjóðum hana velkomna til starfa hjá RML. Hægt er að ná í Lindu í síma 516-5009 eða í gegnum netfangið linda@rml.is. Á starfsstöðinni á Akureyri starfa ásamt Lindu:
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri fjármála hjá RML. Hann tekur við af Vigni Sigurðssyni sem hefur hætt störfum hjá RML. Starfsstöð Sigurðar er á Hvanneyri og hægt er að ná í hann í síma 516 5040 og í gegnum netfangið sg@rml.is. Vignir Sigurðsson hóf störf hjá RML við stofnun fyrirtækisins árið 2013. Honum eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Á starfsstöðinni á Hvanneyri starfa auk Sigurðar:
Lesa meira

Ráðunautafundur RML og LbhÍ

Í byrjun júní var haldinn sameiginlegur fundur RML og LbhÍ í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið fundanna er að ráðgjafar og fræðafólk í landbúnaði kynni þær rannsóknir og verkefni sem eru í gangi hverju sinni og ræði um stefnu og áherslur í þekkingaröflun. Dagskrárefnin voru fjölbreytt að þessu sinni. Á fyrri deginum voru nemendaverkefni úr bændadeild og háskóladeild kynnt.
Lesa meira

Sumarfrí og viðvera á starfsstöðvum RML

Viðvera á starfsstöðvum RML verður ekki samfelld í sumar vegna sumarleyfa í júní - ágúst og anna vegna kynbótasýninga. Síminn verður þó opinn hjá okkur alla virka daga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað verður í hádeginu milli kl. 12-13. Símanúmer RML er 516 5000. Bein símanúmer og netföng starfsmanna má finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira