Fréttir

Samstarfsfundur RML og LbhÍ

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku var haldinn samstarfsfundur RML og LbhÍ. Tilgangur fundarins var að starfsmenn RML og LbhÍ settu sig inn í verkefni hvors annars ásamt þvi að ræða samstarfsfleti. Í gildi hefur verið samstarfssamningur á milli RML og LbhÍ þar sem meðal annars er kveðið á um reglulega fundi faghópa. Hugmynd að þessum fundi kom til í samtali við endurnýjun samkomulags og höfðu Borgar Páll Bragason RML og Þóroddur Sveinsson frá LbhÍ veg og vanda af undirbúningi.
Lesa meira

Breytingar í starfsmannahaldi RML

Núna um mánaðarmótin lét Gunnar Guðmundsson ráðunautur af störfum hjá RML. Gunnar starfaði áður sem sviðsstjóri ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands en kom yfir til RML við sameiningu ráðgjafarþjónustu til bænda á landinu öllu. Gunnar er fóðurfræðingur og hefur starfaði við fóðurráðgjöf til bænda ásamt því að vera tengiliður RML í erlendu samstarfi. RML óskar Gunnari velfarnaðar á nýjum vettvangi og þakkar honum vel unnin störf á síðustu árum. boo/hh
Lesa meira

Vinningshafi í getraun RML á Mýrareldahátíð

Þann 7. apríl síðastliðinn var haldin glæsileg Mýrareldahátíð í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Þar var Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins með kynningu á starfsemi sinni og að því tilefni var efnt til getraunar þar sem gestum og gangandi bauðst að lykta og þreifa á heytuggu og giska á hver heygæðin væru út frá niðurstöðum úr efnagreiningu.
Lesa meira

Ráðunautur í nautgriparækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut til að sinna fjölbreyttri ráðgjöf í nautgriparækt. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML og sérstaklega faghópi nautgriparæktar og fóðrunar. Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á fóðrun og kynbætur í nautgriparækt. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

Lífræn ræktun - Breyting í ráðgjöf hjá RML

Lena Reiher ráðunautur RML sem sinnt hefur m.a. ráðgjöf í lífrænni ræktun ákvað í byrjun árs að breyta um starfsvettvang og flytja til Þýskalands nú í sumar. Lena vann að fjölbreyttum störfum hjá RML undanfarin ár, m.a í hrossarækt, sauðfjár- og nautgriparækt auk lífrænnar ræktunar. Í stað Lenu hefur Árni B. Bragason ráðunautur RML tekið að sér að halda áfram því góða starfi sem Lena sinnti varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf á sviði lífrænnar ræktunar.
Lesa meira

Nýjar skrifstofur RML á Sauðárkróki og Hvolsvelli

Upp á síðkastið hafa staðið yfir flutningar hjá starfsfólki tveggja starfsstöðva RML. Starfsstöðin á Hvolsvelli sem áður var til húsa á Austurvegi 4 er nú flutt að Ormsvelli 1 en starfsstöðin á Sauðárkróki sem áður var til húsa að Aðalgötu 21 er nú flutt að Borgarsíðu 8. Á starfsstöðinni á Hvolsvelli starfar Pétur Halldórsson hrossaræktarráðunautur en á Sauðárkróki eru þau Eiríkur Loftsson ábyrgðarmaður í jarðrækt, Ditte Clausen ábyrgðarmaður í loðdýrarækt, Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt, Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Kristján Óttar Eymundsson en þau starfa bæði sem þjónusturáðunautar.
Lesa meira

Starfsdagar RML 22.-24. febrúar

Nú standa yfir starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Það sem helst er á dagskrá að þessu sinni er stefnumótun RML og markaðsmál. Starfsdagarnir standa yfir 22.-.24. febrúar og því verður erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Undanfarið hafa nokkrir nýir starfsmenn hafið störf hjá RML. Í október hóf Harpa Birgisdóttir störf sem almennur ráðunautur. Starfsstöð Hörpu er á Blönduósi og hægt er að ná í hana í síma 516 5048 eða í gegnum netfangið harpa@rml.is. Nú um áramótin hófu tveir nýir starfsmenn störf.
Lesa meira

Skil á búfjárskýrslum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir skil á búfjárskýrslum á vef sínum www.bustofn.is en þar geta bændur sjálfir skilað upplýsingum um búfjárfjölda og heyforða. Opið verður fyrir skil til 20. nóvember næstkomandi. Hafi bændur ekki tök á að skila sjálfir inn á vefinn stendur til boða að kaupa þá þjónustu af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins eins og undanfarin ár.
Lesa meira

Sigurlína Erla Magnúsdóttir komin til starfa

Sigurlína Erla Magnúsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem almennur ráðunautur og verður starfsstöð hennar á Sauðárkróki. Hægt er að ná í Sigurlínu í síma 516 5046 eða í gegnum netfangið sigurlina@rml.is.
Lesa meira