Fréttir

Búseta í sveit

Búseta í sveit heitir verkefni sem hefur verið unnið hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins undanfarið ár. Verkefnið er í umsjá Guðnýjar Harðardóttur og var unnið með styrkveitingu frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Vegna ályktunar frá Búnaðarþingi 2013 sem var í þá veru að efla skyldi ráðgjöf varðandi ábúendaskipti á bújörðum var ráðist í þetta verkefni. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa ráðgjöf vegna ættliðaskipta og upphafs búrekstrar.
Lesa meira

Opið hús hjá starfsstöð RML á Hvanneyri

Nú stendur yfir opið hús hjá RML á starfsstöðinni á Hvanneyri, að Hvanneyrargötu 3. Í húsinu eru ásamt RML sex önnur fyrirtæki eða stofnanir, Búnaðarsamtök Vesturlands, Matvælastofnun, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Vesturlandsskógar, Landgræðsla ríkisins og Skorradalshreppur.
Lesa meira

Lækkun stýrivaxta Seðlabankans - lítil áhrif á vaxtakjör hjá viðskiptabönkunum ?

Í undirbúningi að erindi sem undirritaður hélt á fræðslufundi Félags kúabænda á Suðurlandi og Ráðgjafarmiðstöðvar landabúnaðarins þann 17. nóvember sl. um rekstur og fjármögnun á kúabúum, var meðal annars skoðað hvort áhrif stýrivaxtalækkunar Seðlabankans væru komin fram í vaxtatöflum helstu viðskiptabankanna. Þann 5. nóvember kynnti Seðlabanki Íslands lækkun á stýrivöxtum bankans um 0,25 prósentustig.
Lesa meira

Leikur á facebooksíðu RML - vegleg verðlaun

Á facebooksíðu okkar er nú hægt að taka þátt í leik þar sem hægt er að vinna til veglegra verðlauna. Leikurinn er þannig að þátttakendur senda mynd sem tengist heyskap á facebooksíðu okkar. Engin skilyrði eru fyrir því hvað skuli vera á myndinni en hún þarf þó að tengjast heyskap með einhverjum hætti.
Lesa meira

Guðfinna Lára Hávarðardóttir komin til starfa

Guðfinna Lára Hávarðardóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun einkum starfa við fóðrunarráðgjöf og hafa starfsaðstöðu á Selfossi. Guðfinna kemur í stað Hrafnhildar Baldursdóttur sem komin er í fæðingarorlof. Best er að hafa samband við Guðfinnu til að byrja með í gegnum netfangið hennar glh@rml.is.
Lesa meira

Fjárhúsbyggingar og vinnuhagræði

Einn af þeim ráðgjafarpökkum sem sauðfjárbændum stendur til boða inniheldur ráðgjöf varðandi fjárhúsbyggingar og vinnuhagræði. Markmiðið með honum er að veita ráðgjöf um breytingar á aðstöðu eða við hönnun nýbygginga fyrir sauðfé. Umsjón með þessu verkefni hefur ráðunauturinn, bóndinn og húsasmiðurinn Sigurður Þór Guðmundsson.
Lesa meira

Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna

Bændasamtök Íslands hafa auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt og nautgriparækt. Sérstakar reglur gilda um styrkina og eru þær aðgengilegar á vefnum bondi.is. Aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bændasamtaka Íslands í síma 563 0300.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf garðyrkjuráðunautar

Garðyrkjuráðunautur veitir alhliða og markvissa ráðgjöf í garðyrkju og ylrækt með það að markmiði að stuðla að aukinni framleiðni, hagkvæmni og eflingu þessarar mikilvægu greinar landbúnaðarins.
Lesa meira

Laus störf hjá RML

Lausar eru til umsóknar tvær 70% stöður hjá RML. Um er að ræða afleysingar í eitt ár, frá 1. apríl 2014. Önnur staðan er á Suðurlandi með starfsstöð á Selfossi en hin á Norðurlandi með starfsstöð á Akureyri.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarf

Þriðjudaginn 4. febrúar var undirritað samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands um þætti sem snerta endurmenntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköpunar í landbúnaði.
Lesa meira