Fréttir

Nýr samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun

Í síðustu viku var undirritaður samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun en töluverð eftirspurn hefur verið eftir slíkri ráðgjöf meðal nýliða. Það voru Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML og Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Félags framleiðenda í lífrænni landbúnaðarframleiðslu (VOR), sem undirrituðu samninginn.
Lesa meira

Cornelis Aart Meijles kominn til starfa

Cornelis Aart Meijles hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála. Cornelis er búsettur í Hollandi en verður með viðveru á Íslandi og starfsstöð hans verður þá á Hvanneyri. Við bjóðum Cornelis velkominn.
Lesa meira

Berglind Ósk Alfreðsdóttir komin til starfa

Berglind Ósk Alfreðsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála og verður starfsstöð hennar í Reykjavík. Við bjóðum hana velkomna. Hægt er að ná í Berglindi í síma 516-5028 eða í gegnum netfangið berglind@rml.is. Á starfsstöðinni í Reykjavík starfa ásamt Berglindi:
Lesa meira

Linda Margrét Gunnarsdóttir komin til starfa

Linda Margrét Gunnarsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur í nautgriparækt og verður starfsstöð hennar á Akureyri. Við bjóðum hana velkomna til starfa hjá RML. Hægt er að ná í Lindu í síma 516-5009 eða í gegnum netfangið linda@rml.is. Á starfsstöðinni á Akureyri starfa ásamt Lindu:
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri fjármála hjá RML. Hann tekur við af Vigni Sigurðssyni sem hefur hætt störfum hjá RML. Starfsstöð Sigurðar er á Hvanneyri og hægt er að ná í hann í síma 516 5040 og í gegnum netfangið sg@rml.is. Vignir Sigurðsson hóf störf hjá RML við stofnun fyrirtækisins árið 2013. Honum eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Á starfsstöðinni á Hvanneyri starfa auk Sigurðar:
Lesa meira

Ráðunautafundur RML og LbhÍ

Í byrjun júní var haldinn sameiginlegur fundur RML og LbhÍ í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið fundanna er að ráðgjafar og fræðafólk í landbúnaði kynni þær rannsóknir og verkefni sem eru í gangi hverju sinni og ræði um stefnu og áherslur í þekkingaröflun. Dagskrárefnin voru fjölbreytt að þessu sinni. Á fyrri deginum voru nemendaverkefni úr bændadeild og háskóladeild kynnt.
Lesa meira

Sumarfrí og viðvera á starfsstöðvum RML

Viðvera á starfsstöðvum RML verður ekki samfelld í sumar vegna sumarleyfa í júní - ágúst og anna vegna kynbótasýninga. Síminn verður þó opinn hjá okkur alla virka daga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað verður í hádeginu milli kl. 12-13. Símanúmer RML er 516 5000. Bein símanúmer og netföng starfsmanna má finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Starf ráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði landbúnaðar. Starfs- og ábyrgðarsvið Starf í ráðgjafateymi RML. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Þróunar- og ráðgjafavinna tengd tækniþróun og loftslags- og umhverfismálum í landbúnaði. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

Staðfesting um breytingu á verðskrá

Samkvæmt staðfestingu frá frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti frá 25. mars 2019 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki kr. 8000,- auk vsk fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 15. gr. rammasamnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins dags. 19. Febrúar 2016 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga.
Lesa meira

Ráðunautur í nautgriparækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut til þess að sinna fjölbreyttri ráðgjöf í nautgriparækt. Starfs- og ábyrgðarsvið: Vinna í ráðgjafateymi RML. Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á fóðrun og kynbætur í nautgriparækt. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira