Fréttir

Sigurður Max Jónsson kominn til starfa

Sigurður Max Jónsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Starfsstöð Sigurðar er á Egilsstöðum, beinn sími hjá honum er 516 5089 og netfangið hans er siggimax@rml.is. Við bjóðum Sigurð velkominn til starfa. Á starfsstöðinni á Egilsstöðum starfa auk Sigurðar, Guðfinna Harpa Árnadóttir á búfjárræktar- og þjónustusviði og Anna Lóa Sveinsdóttir á rekstrar- og umhverfissviði.
Lesa meira

Viðvera á skrifstofu RML á Blönduósi

Vegna fæðingarorlofs starfsmanns er ekki föst viðvera á skrifstofu okkar á Blönduósi. Skrifstofan verður þó opin á þriðjudögum kl 9-16 frá og með 28. júní. Vegna sumarleyfa verður þó lokað þriðjudagana 19. og 26. júlí.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Elena Westerhoff hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði og er í 100% starfi. Starfsstöð hennar er á Akureyri.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Lárus G. Birgisson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í tæp 30 ár. Fyrstu fjögur árin starfaði Lárus sem ráðunautur hjá Búnaðarsamandi Snæfellinga. Eftir sameiningu búnaðarsambandanna á Vesturlandi starfaði hann hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og að lokum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins frá stofnun árið 2013. Starfsfólk RML þakkar Lárusi gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Lesa meira

Stefnumót - Um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Miðvikudaginn 30. mars bjóða Bændasamtökin, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bændum og öllum hagaðilum í landbúnaði til stefnumóts um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði. Stofnanirnar sem að viðburðinum standa munu flytja stutt erindi og svo opnum við á lifandi umræður um helstu áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir og það hvar tækifærin liggja.
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Dagatal RML 2022

Dagatal RML er komið út og er þessa dagana að berast viðskiptavinum. Dagatalið inniheldur upplýsingar um RML og einnig er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búskapnum. Dagatalið var unnið af starfsfólki RML en prentsmiðjan Pixel sá um prentunina. Viðbrögðin við dagatalinu hafa verið mjög góð og er það von okkar að það komi að góðum notum.
Lesa meira

RML auglýsir eftir ráðgjafa á rekstrar- og umhverfissvið

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni í rekstrarráðgjöf. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starfar með ráðgjafarteymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði, vinna við rekstrar- og fjármögnunaráætlanir fyrir bændur, vinna við rekstrargreiningar í búrekstri, þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML og önnur verkefni s.s. vinna við gerð og þróun líkana í excel, þátttaka í nýsköpunarverkefnum og samskipti við fjármálastofnanir.
Lesa meira

Litaglaðir félagar

Þessa skemmtilegu mynd fengum við senda frá Guðbjörgu Albertsdóttur, Skíðabakka I í Landeyjum. Þarna má sjá litaglaða félaga safna kröftum fyrir komandi vinnutörn.
Lesa meira

Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna á Vesturlandi verður að veruleika

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst undirrituðu á Hvanneyri í dag viljayfirlýsingu um að hjá háskólunum tveimur á Vesturlandi byggist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni almennt svo sem í ferðaþjónustu, nýtingu náttúrugæða og menningartengdri starfsemi.
Lesa meira