Fréttir

Ný og endurbætt Heiðrún sett í loftið í dag

Nú hefur verið lokið við aðskilnað Heiðrúnar og Fjárvís og Heiðrún komin í loftið sem sjálfstæður gagnagrunnur og skýrsluhaldskerfi. Með uppfærðri og sjálfstæðri Heiðrúnu vonumst við til að koma betur til móts við þarfir geitfjárbænda í skýrsluhaldinu. Líkt og í öðrum skýrsluhaldskerfum þarf að fara í gegnum Bændatorg til að skrá sig inn í Heiðrúnu en kerfið er nú staðsett á slóðinni www.heidrun.is. Nánar verður fjallað um uppfærða Heiðrúnu í næsta Bændablaði. 
Lesa meira

Skýrsluhaldsforrit - dreifing árgjalda

RML hefur gert breytingar á fyrirkomulagi innheimtu árgjalda fyrir skýrsluhaldsforritin, nú er mögulegt fyrir áskrifendur að óska eftir því að skipta árgjaldi vegna forrita niður á mánuði í stað þess að árgjald sé greitt einu sinni á ári. Þessi breyting á við um skýrsluhaldsforritin Huppu, Heiðrúnu, Jörð og Fjárvís.
Lesa meira

Afmæliskaffi RML á Selfossi miðvikudaginn 10. maí

Stjórnendur hjá RML verða á ferðinni á Selfossi miðvikudaginn 10. maí. Í tilefni af 10 ára afmæli RML á árinu verður opið hús á starfsstöðinni okkar að Austurvegi 1 á Selfossi þann dag milli kl. 14:30-16:30 Okkur langar sérstaklega að bjóða bændum að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall milli kl 14:30-16:30 og ræða um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur ! Allir velkomnir
Lesa meira

Í ljósi umræðu um aðgengismál að skýrsluhaldsforritum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) tók yfir allri umsjón skýrsluhaldsforrita Bændasamtakanna um áramótin 2019-2020 með sameiningu RML og tölvudeildar Bændasamtakanna. RML var falið að tryggja öryggi og viðgang gagna innan skýrsluhaldskerfanna. RML tók yfir ýmsum skuldbindingum og samningum tölvudeildar, þar með talið starfsreglum varðandi aðgengi að forritum Bændasamtakanna.
Lesa meira

Starf fagstjóra búfjárræktar og þjónustusviðs

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir fagstjóra búfjárræktar- og þjónustusviðs. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson klk@rml.is og Helga Halldórsóttir heh@rml.is.
Lesa meira

Starf ráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði umhverfis og loftslagsmála.
Lesa meira

Bændahópar – skráning er hafin á heimasíðu RML

RML mun bjóða upp á fyrstu tvo Bændahópana í febrúar næstkomandi en þeir hafa reynst mjög vel erlendis. Áhersla verður á jarðrækt og nýtingu áburðarefna. Hægt er að lesa nánar um fyrirkomulag og fleira í gegnum tengilinn hér að neðan.
Lesa meira

Bændahópar – Árangursrík aðferð í samtali og samvinnu bænda

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fer af stað með nýja þjónustu í byrjun næsta árs, svokallaða „Bændahópa“. Þetta eru umræðuhópar bænda (e. discussion groups) þar sem þeir miðla þekkingu sinni og reynslu með markvissu samtali og vinnufundum. Ráðunautar leiða samtalið og stýra vinnufundunum, auk þess að deila upplýsingum og þekkingu þegar á vantar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum september

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 470 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.094,8 árskúa á búunum 470 var 6.294 kg. eða 6.238 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Græn framtíð - málþing á Degi Landbúnaðarins 14. október

Bændasamtök Íslands standa fyrir á Degi landbúnaðarins málþingi um áskoranirnar og framtíðarverkefnin í landbúnaði á Íslandi. Málþingið verður haldið á Hótel Nordica - Vox club, föstudaginn 14. október kl. 10-12. Vigdís Häsler Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands stýrir fundi.
Lesa meira