Hrossarækt fréttir

Fjórðungsmót og Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2025

Fjórðungsmót verður haldið á Vesturlandi í ár, nánar tiltekið í Borgarnesi, dagana 3. – 6. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Kjós, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Skagafirði eða Eyjafirði eiga þáttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Það er því mikilvægt að eigendur kynbótahrossa fari yfir upplýsingar um heimilisfang sitt í heimaréttinni í WorldFeng en það er hægt að lagfæra þær upplýsingar í flipanum Um mig í heimaréttinni ef þær eru ekki réttar. Þetta þarf að gera áður en sýningar byrja í vor.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar mánudaginn 5. maí, kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umsjónamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu.
Lesa meira

Kynbótasýningasumar 2025

Nú styttist óðfluga í kynbótasýningar vors og sumars ´25. Skynsamlegt fyrir ræktendur og þjálfara að huga að þeim aðgengiskröfum hrossa sem tilheyra dómsstörfum.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár í Worldfeng hefst 1. apríl

Í heimarétt Worldfengs hefst nýtt skýrsluhaldsár 1. apríl ár hvert. Eftir þann tíma er eingöngu hægt að skrá það sem tilheyrir núverandi ári. Notendur heimaréttar WF eru því hvattir til að skoða hvort síðasta ár sé ekki örugglega að fullu frágengið. Öll folöld skráð, búið að gera grein fyrir fangi, geldingum og afdrifum. Eigendur stóðhesta eru sérstaklega minntir að samþykkja skráningar á fyli frá hryssueigendum hafi þeir ekki skila inn stóðhestaskýrslu. Til að skráningar á fyli frá eigendum hryssna verði virk þarf stóðhestseigandi að samþykkja skráninguna.
Lesa meira

Örmerkingar - munið skil fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Þess má geta að þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 4.093 folöld (lifandi). Alls hafa 3.376 af þeim þegar verið örmerkt. Skráð trippi fædd árið 2023 eru 5.728 (lifandi ), þannig trúlega eru ríflega 1.000 folöld enn þá óskráð. Vinsamlegast sendið pappíra varðandi skýrsluhald á skrifstofur RML á Selfossi eða Akureyri, þar sem skráning fer fram.
Lesa meira

Útflutningur hrossa árið 2024

Frá Íslandi fóru alls 1.318 hross á nýliðnu ári. Upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFengur, geymir ýmsar nánari upplýsingar um hvað einkennir þennan hóp.
Lesa meira

Skýrsluhald - heimarétt WF

Rétt er að vekja athygli á því að á heimasíðu RML eru nýuppfærðar leiðbeiningar um notkun á heimarétt WorldFengs. Nú í upphafi árs er gott að fara inn í heimaréttina og huga að því hvort eitthvað er ógert þar. Það helsta sem gott er að hafa í huga er: Hefur fang verið skrá inn á þær hryssur sem fóru undir stóðhest sumarið 2024 og hafa stóðhestseigendur samþykkt skráninguna? Eru öll folöldin grunnskráð? Hefur verið merkt við geldingu á þeim folum sem voru geltir árið 2024. Sumir dýralæknar skrá slíkt aðrir ekki? Hefur verið gert grein fyrir afdrifum hrossa? Eru einhver eigendaskipti ófrágengin? Er litaskráning í lagi á öllum hrossunum? Er búin að setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd? Er skráður umráðamaður á öllum hrossum?
Lesa meira

Skýrsluhald - heimarétt WF

Nú þegar líður að áramótum og allir búnir að skila haustskýrslum til Matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað sé ógert varðandi skýrsluhaldið í heimarétt WF. Eftirfarandi er gott að skoða: Er búið að ganga fangskráningum þessa árs? Muna einnig að taka fram hvaða hryssum var ekki haldið í sumar. Er búið að skrá inn hvaða folar voru geltir í sumar? Hafa afdrif verið skráð? Eru folöld þessa árs skráð? Hafa örmerkingar og DNA-greiningar skilað sér inn? Eru litaskráningar réttar? Þegar þetta er ritað er búið að skrá 3.579 folöld, þar af á lífi 3.416 og eru 2.412 þeirra þegar örmerkt.
Lesa meira

DNA-sýni hrossa

Allmörg hrossaræktarbú afgreiða DNA-sýnatökur úr folöldum strax á folaldshausti eða fyrst eftir fæðingu; samhliða örmerkingum. Sýnatakan er einföld, strok úr nös eða nokkrir lokkar úr faxi eða tagli – með hársekkjum. Með því að vinna þetta tímanlega á lífsleiðinni er ýmislegt fengið. Hafi eitthvað farið úrskeiðis s.s. folaldavíxl hjá hryssum við köstun, víxl við örmerkingu, rangur faðir skráður, þá uppgötvast það strax og enn sterkari líkur til að eigendur muni og viti um leið hvað gæti hafa misfarist.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2025

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2025. Opnað verður á skráningu á kynbótasýningarnar um mánaðarmótin apríl/maí og nánar verður þá tilkynnt um skráningarfresti á einstakar sýningar. Fjórðungsmót verður haldið í Borgarnesi í ár og verður hestamannafélögum af stærra svæði boðin þátttaka að þessu sinni eða frá Kjós og norður í Eyjafjörð. Nánar verður tilkynnt um fjölda kynbótahrossa á mótinu og inntökuskilyrði þegar það liggur fyrir. Heimsleikar verða haldnir í ár í Sviss dagana 4. til 10. ágúst. Kynbótahross verða sýnd á mótinu eins og verið hefur og veljum við Íslendingar efstu hross sem völ er á í hverjum flokki fimm, sex og sjö vetra og eldri hryssna og stóðhesta – eitt hross í hverjum flokki. Spennandi sýningarár er framundan á næsta ári!
Lesa meira