Hrossarækt fréttir

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar 12. júní. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á vefnum. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umsjónamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum, 9. júní

Yfirlit fyrstu dómaviku á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 9. júní – og hefst stundvíslega kl. 10:00. Hefðbundin röð flokka, þ.e. frá elstu hryssum niður í yngstu – frá yngstu hestum upp í elstu. Áætluð lok yfirlits um kl. 19:00-19:30.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum á morgun 9.júní

Yfirlit fyrstu dómaviku á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 9. júní – og hefst stundvíslega kl. 10:00. Hollaröð yfirlits verður birt hér á vefnum um leið og hún liggur fyrir. Hefðbundin röð flokka, þ.e. frá elstu hryssum niður í yngstu – frá yngstu hestum upp í elstu. Áætluð lok yfirlits um kl. 18:30-19:00.
Lesa meira

Kynbótasýning í tengslum við Fjórðungsmót á Fljótsdalshéraði

Austfirðingar hafa í samráði við RML ákveðið að bjóða upp á hefðbundna kynbótasýningu í tengslum við Fjórðungsmótið á Stekkhólma 6. til 9. júlí. Reiknað er með að dómar verði 5. og 6. júlí og yfirlitssýning föstudeginum 7. júlí. Opnað var á skráningar á sýninguna í dag 7. júní og verður opið fyrir skráningar til miðnættis sunnudaginn 25. júní. Það verða því engar fjöldatakmarkanir eða einkunnalágmörk eins og venja er á Fjórðungsmótum. Þessi kynbótasýning er öllum opin hvar svo sem eigendur eru búsettir á landinu.
Lesa meira

Skráning á seinni viku á Hólum framlengd til 11.06.

Skráning á seinni kynbótasýningarvikuna á Hólum hefur verið framlengd til og með 11.06.n.k. Lagt verður upp með að dæma á miðvikudag 21.06. og yfirlit á fimmtudag 22.06. Ef fjöldi skráðra hrossa fyrir yfir 30+ þá verður bætt dómadegi framan við (þriðjudegi).
Lesa meira

Kynbótasýningar hefjast í næstu viku

Minnum á að dómstörf hefjast stundvíslega kl. 8:00 en ekki kl. 9:00 eins og misritaðist í hollaröðunum sem var áður búið að birta. Þær hafa nú verið leiðréttar. Vinsamlegast mætið tímanlega svo hægt sé að hefja mælingar rétt fyrir kl. 8:00. Sjáumst hress.
Lesa meira

Röðun hrossa á Gaddstaðaflötum 12. til 16. júní.

Röðun hrossa á kynbótasýningunni á Gaddstaðaflötum vikuna 12.-16. júní hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 12. júní kl. 8:00. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 16. júní. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Hollaröðun Hólar fyrri vika 12. - 16. júní

Kynbótasýning fer fram á Hólum dagana 12.-16. júní n.k.  Skráð eru 128 hross á sýninguna.  Dómar hefjast mánudaginn 12.06. kl. 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16.06. og hefst stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira

Fréttir af vorsýningum

Skráning á sýningarnar á Selfossi og Hólum vikuna 19. til 23. júní hefur verið framlengdur til miðnættis á sunnudag 4. júní. Kynbótasýningar sem vera áttu í Víðidal vikuna 5. til 9. júní og í Spretti vikuna 12. til 16. júní falla niður. Ástæðan er lítil skráning. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á sýninguna á Selfossi eða að fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Röðun hrossa á Gaddstaðaflötum 5. til 9. júní.

Röðun hrossa fyrir fyrstu kynbótasýningu vorsins hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 5. júní kl. 8:00 á Gaddstaðaflötum. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 9. júní. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira