Hrossarækt fréttir

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningu FM2023 - sunnudaginn 25. júní.

Síðasti skráningardagur á kynbótasýninguna sem verður í tengslum við Fjórðungsmótið á Stekkhólma er á miðnætti sunnudaginn 25. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Reiknað er með að dæmt verið dagana 5. og 6. júlí og yfirlitssýning verði föstudaginn 7. júlí.
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Rangárbökkum 23. júní

Yfirlit síðustu viku vorsýninga á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 23. júní og hefst stundvíslega kl. 09:00. Röð hrossa má nálgast í gegnum tengil hér neðar. Áætluð lok sýningar um kl. 14:50-15:05. (Ath. reiknað er með að hvert holl taki um 13,5mín. í keyrslu).
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Selfossi 22. júní

Hér að neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu á Selfossi, fimmtudaginn 22. júní. Yfirlitið hefst stundvíslega kl. 8:00 og áætluð lok eru um kl. 13:00.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti - Hólar seinni vika

Hér má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fer fram á Hólum fimmtudaginn 22.06.2023. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:30
Lesa meira

Kynbótasýning á Hólum 21.06.-22.06. - hollaröðun

Kynbótasýning fer fram á Hólum dagana 21.06. og 22.06. n.k. (miðvikudagur og fimmtudagur) - 34 hross eru skráð til dóms og verður dæmt á miðvikudaginn 21.06. Yfirlit fer fram fimmtudaginn 22.06. og hefst kl. 8:30 Hér má sjá hollaröðun fyrir sýninguna
Lesa meira

Hólar - hollaröðun á yfirliti 16.06. - hefst kl. 08:00

Hér má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fram fer á Hólum, föstudaginn 16.06. Sýningin hefst stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira

Yfirlit Rangárbökkum á Hellu 16. júní

Yfirlitssýning fer fram á Rangárbökkum v. Hellu föstudaginn 16. júní og hefst stundvíslega kl. 09:00. Áætluð lok sýningar um kl. 17:40-18:00.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 19. til 23. júní á Suðurlandi

Tvær sýningar verða í gangi á Suðurlandi vikuna 19. til 23. júní, á Rangárbökkum við Hellu og á Selfossi. Röðun hrossa á þessum sýningum hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 19. júní á Rangárbökkum en ekki fyrr en á þriðjudeginum 20. júní á Selfossi, stundvíslega kl. 8:00. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna á Rangárbökkum en 61 á Selfossi. Að venju verður yfirlitssýningin á Rangárbökkum föstudaginn 23. júní en á fimmtudeginum 22. júní á Selfossi. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar 12. júní. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á vefnum. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umsjónamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum, 9. júní

Yfirlit fyrstu dómaviku á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 9. júní – og hefst stundvíslega kl. 10:00. Hefðbundin röð flokka, þ.e. frá elstu hryssum niður í yngstu – frá yngstu hestum upp í elstu. Áætluð lok yfirlits um kl. 19:00-19:30.
Lesa meira