Nýtt litaskráningarkerfi tekið í notkun í WorldFeng
22.05.2025
|
Nú í nokkur ár hafa litasérfræðingar á vegum WorldFengs unnið að því uppfæra litskráningarkerfið í WorldFeng. Kristín Halldórsdóttir formaður skrásetjaranefndar WF hefur leitt þetta starf en margir hafa lagt henni lið eins og t.d. Elsa Albertsdóttir, Freyja Imsland, Henriette Arriens og Monika Reissmann, svo nokkrir séu nefndir. Allir sem þekkja til íslenska hestsins vita að kynið er þekkt fyrir mikla litafjölbreytni og verður seint hægt að taka tillit til allra mögulegra lita og litasamsetninga.
Lesa meira