Hrossarækt fréttir

Lokaskráningardagur á vorsýningar er í dag 23. maí

Síðasti skráningarfrestur á allar vorsýningar rennur út á miðnætti í kvöld föstudaginn 23. maí. Skráning og greiðsla fer fram á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Nýtt litaskráningarkerfi tekið í notkun í WorldFeng

Nú í nokkur ár hafa litasérfræðingar á vegum WorldFengs unnið að því uppfæra litskráningarkerfið í WorldFeng. Kristín Halldórsdóttir formaður skrásetjaranefndar WF hefur leitt þetta starf en margir hafa lagt henni lið eins og t.d. Elsa Albertsdóttir, Freyja Imsland, Henriette Arriens og Monika Reissmann, svo nokkrir séu nefndir. Allir sem þekkja til íslenska hestsins vita að kynið er þekkt fyrir mikla litafjölbreytni og verður seint hægt að taka tillit til allra mögulegra lita og litasamsetninga.
Lesa meira

Uppfærsla á Worldfeng - lokað á skráningar á meðan

Hestamenn athugið að ekki verður hægt að skrá hross á kynbótasýningar á meðan á uppfærslu WorldFengs stendur. Uppfærslan hefst í kvöld, miðvikudagskvöld 21. maí kl. 22:00 og áætlað er að uppfærslu verið lokið snemma í fyrramálið, fimmtudagsmorgun 22. maí. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2025 - Framkvæmd reiðdómsins

Dómar á tölti og skeiði: Í dómskala kynbótahrossa hefur staðið að til að hljóta 9,0 eða hærra fyrir tölt að þá þurfi að sýna fram á að hesturinn sé sjálfberandi þegar honum er riðið í nokkrar sekúndur á slökum taumi. Það er nú búið að taka þetta út sem kröfu til hæstu einkunna og framvegis þarf ekki að sýna hestinn á slökum taumi til að fá 9,0 eða hærra fyrir tölt (einungis nefnt sem möguleiki til hækkunar). Hérna er textinn í dómskalanum er snýr að tölti eftir breytingu: Töltið er dæmt á öllum þeim hraðastigum sem hesturinn býr yfir, þ.e. á hægri ferð, milliferð og greiðri ferð. Til þess að hljóta einkunn upp á 9,0 eða hærra er gerð krafa um að sýnd sé hraðabreyting (þ.e. greinileg uppkeyrsla og/eða niðurhæging) og að hesturinn viðhaldi þar takti, jafnvægi og mýkt. Ef sýnt er fram á að hesturinn er sjálfberandi á slökum taumi getur það haft jákvæð áhrif á einkunnina.
Lesa meira

Worldfengur mun liggja niðri um tíma þann 21. til 22. maí

Keyrð verður umfangsmikil uppfærsla á WorldFeng að kvöldi miðvikudags 21. maí og má búast við að WorldFengur verði óvirkur til morguns fimmtudaginn 22. maí. Eftir það á vonandi allt eftir að virka vel. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Röðun hrossa á Rangárbökkum 26. til 28. maí

Skráningar á vorsýningar ganga vel og eru nú þegar 4 af 9 sýningum fullar. Enn er þó nóg eftir af plássum og skráningarfrestur er til 23. maí. Á fyrstu sýninguna á Rangárbökkum, vikuna 26. til 28. maí eru 60 hross skráð. Dæmt verður frá kl. 8:00 til 19:30. Til að tímasetningar standist sem best biðjum við sýnendur og eigendur um að mæta tímanlega. Mælingar hefjast kl. 7:50 og þá þurfa hross að vera mætt og tilbúin í mælingu, þannig að dómstörf geti hafist kl. 8:00. Sama á við um hollið eftir hádegið, dómar hefjast kl. 12:30 og þá þurfa hross að vera mætt í mælingu kl. 12:20 og fyrstu hross eftir kaffið þurfa að vera mætt 15:50. Vinsamlega mætið tímanlega kæru sýnendur því það kemur sér vel fyrir alla aðila.
Lesa meira

Fjórðungsmót og Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2025

Fjórðungsmót verður haldið á Vesturlandi í ár, nánar tiltekið í Borgarnesi, dagana 3. – 6. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Kjós, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Skagafirði eða Eyjafirði eiga þáttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Það er því mikilvægt að eigendur kynbótahrossa fari yfir upplýsingar um heimilisfang sitt í heimaréttinni í WorldFeng en það er hægt að lagfæra þær upplýsingar í flipanum Um mig í heimaréttinni ef þær eru ekki réttar. Þetta þarf að gera áður en sýningar byrja í vor.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar mánudaginn 5. maí, kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umsjónamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu.
Lesa meira

Kynbótasýningasumar 2025

Nú styttist óðfluga í kynbótasýningar vors og sumars ´25. Skynsamlegt fyrir ræktendur og þjálfara að huga að þeim aðgengiskröfum hrossa sem tilheyra dómsstörfum.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár í Worldfeng hefst 1. apríl

Í heimarétt Worldfengs hefst nýtt skýrsluhaldsár 1. apríl ár hvert. Eftir þann tíma er eingöngu hægt að skrá það sem tilheyrir núverandi ári. Notendur heimaréttar WF eru því hvattir til að skoða hvort síðasta ár sé ekki örugglega að fullu frágengið. Öll folöld skráð, búið að gera grein fyrir fangi, geldingum og afdrifum. Eigendur stóðhesta eru sérstaklega minntir að samþykkja skráningar á fyli frá hryssueigendum hafi þeir ekki skila inn stóðhestaskýrslu. Til að skráningar á fyli frá eigendum hryssna verði virk þarf stóðhestseigandi að samþykkja skráninguna.
Lesa meira