Fræin í krukkunni
28.08.2015
Á sveitasælu í Skagafirði um síðustu helgi var RML með getraun fyrir sýningargesti þar sem þeir áttu að segja til um hve mörg fræ af vetrarnepju væru í lítilli glerkrukku. Verðlaun fyrir réttasta svarið var að velja nafn á naut hjá Nautastöðinni á Hesti. Það var Ólafur Ísar Jóhannesson, ungur maður frá Brúnastöðum í Fljótum sem var með besta svarið, hann giskaði á 50 þúsund en í krukkunni voru 53 þúsund fræ. Við óskum honum til hamingju.
Lesa meira