Fréttir

RML á Snapchat

Nú er komið að því, RML er komið á snapchat. Við hvetjum snapchatnotendur til að fylgjast með okkur á snappinu, notandanafnið okkar er rml-radunautar.
Lesa meira

Sveitasæla í Skagafirði

Sveitasæla var haldin á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þar kynntu fyrirtæki og félög vörur sínar og þjónustu tengda landbúnaði, húsdýr voru á staðnum, kálfar og hundar voru sýndir og hrútar dæmdir, auk þess sem margt fleira áhugavert var á dagskrá. Heppnaðist sýningin með ágætum.
Lesa meira

Laus störf hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsókna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Ráðgjafi í bútækni Ráðunautur í jarðrækt Ráðunautur í alhliða ráðgjöf til bænda
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni í rekstrarráðgjöf

Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði. Vinna við rekstrar- og fjármögnunaráætlanir fyrir bændur. Vinna við rekstrargreiningar í búrekstri. Þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML. Önnur verkefni s.s. vinna við gerð og þróun líkana í excel, þátttaka í nýsköpunarverkefnum og samskipti við fjármálastofnanir.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Ditte Clausen sem hingað til hefur verið í ákveðnum verkefnum hjá RML hefur nú tekið við störfum Einars Einarssonar sem loðdýraræktarráðunautur og verður starfsstöð hennar á Sauðárkróki. Einar mun einnig starfa hjá RML í sumar.
Lesa meira

Góður gangur í starfsemi RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er nú á sínu fjórða starfsári. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að til yrði öflugt ráðgjafarfyritæki sem byði upp á faglega ráðgjöf ásamt því að sjá um framkvæmd skýrsluhalds og ræktunarstarf.
Lesa meira

Í hlaðvarpanum í Bryðjuholti

S.l. mánudagskvöld hóf göngu sína nýr þáttur um landbúnaðarmál á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þátturinn sem hlotið hefur nafnið Í hlaðvarpanum verður á dagskrá á mánudagskvöldum og er í umsjón Áskels Þórissonar og Beglindar Hilmarsdóttur. Áskell er kannski einna kunnastur innan landbúnaðarins sem ritstjóri Bændablaðsins á sínum tíma og Berglind er kúabóndi á Núpi undir Eyjafjöllum. Þarna er því á ferðinni fólk sem þekkir vel til málaflokksins.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Nú um áramótin fór Anna Margrét Jónsdóttir ráðunautur hjá RML í árs leyfi frá störfum. Hún hefur starfað hjá RML frá stofnun fyrirækisins en fyrir þann tíma starfaði hún sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda. Verkefni hennar hjá RML tengdust aðallega sauðfjárrækt, jarðrækt og rekstraráætlunum. Starfsstöð hennar hefur verið á Blönduósi. Verkefni Önnu Margrétar færast því til annarra ráðunauta og bændum er bent á að hafa samband við skiptiborð RML í síma 516 5000. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar Önnu Margréti velfarnaðar á öðrum starfsvettvangi.
Lesa meira

Staðfesting um breytingu á verðskrá

Samkvæmt staðfestingu frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti frá 11. desember 2015 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki kr. 6.500,- auk vsk fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 7. gr. búnaðarlagasamnings dags. 28. september 2012 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga.
Lesa meira

RML auglýsir eftir ráðunaut í Austur-Skaftafellssýslu

Ábyrgðarsvið, menntun og hæfniskröfur: Skal hafa lokið háskólaprófi í búvísindum eða annari sambærilegri menntun. Menntun eða reynsla af verkefnastjórnun eða skipulagningu verkefna æskileg.
Lesa meira