Hrossarækt fréttir

Breyting á verðskrá fyrir dóma á kynbótahrossum

Atvinnuvega og Nýsköpunarráðuneytið hefur með bréfi frá 10. apríl síðastliðnum samþykkt endurskoðaða verðskrá fyrir dóma á kynbótahrossum. Sýningargjöld verða fyrir fullan dóm 24.600 kr/mvsk og að auki er innheimt worldfengs gjald og er því heildarverð 26.000 kr. Fyrir sköpulags/reiðdóm er verðið 20.500kr/m.vsk en heildarverð með worldfeng gjaldi 21.500kr. Verðskráin tekur þegar gildi.
Lesa meira

Hrossaræktarfundir - Þróun ræktunarmarkmiðs og dómskala

Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar kynna stöðuna og þær hugmyndir sem eru í farvatninu.
Lesa meira

DNA-stroksýni á höfuborgarsvæði

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar á hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 22. febrúar. Áhugasömum um þessa þjónustu er bent á að setja sig í samband við Pétur: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2018 og val kynbótahrossa á Landsmót

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2018 og er hún komin hér á vefinn undir Kynbótastarf/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Opnað verður á skráningu á kynbótasýningarnar um miðjan apríl og nánar verður þá tilkynnt um skráningarfresti á einstakra sýninga.
Lesa meira

Skýrsluskil í hrossarækt

Þegar þetta er ritað eru 445 aðilar búnir að skila skýrslum fyrir árið 2017 í „Heimarétt“ WorldFengs. Það er nokkur fjölgun frá árinu áður, þegar þetta form á skilum var fyrst tekið upp en þátttakan þyrfti að vera meiri.
Lesa meira

DNA-stroksýni á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 13. desember. Þeim sem kunna að hafa áhuga á þessari þjónustu, t.d. fyrir hross sem fyrirhugað er að sýna í kynbótadómi vorið 2018 er bent á að setja sig í samband við Pétur: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Skýrsluhaldsskil og skráning á fyljun

Til upprifjunar er rétt að minna á að haustið 2016 voru tekin upp árleg skil á skýrsluhaldi í hrossarækt í gegnum heimarétt WorldFengs. Þessi skil eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert en hefur að þessu sinni verið frestað til 1. desember nk. Hér verður rifja upp það helsta.
Lesa meira

Heiðursverðlaunahryssur 2017 – Nýtt kynbótamat

Hið alþjóðlega kynbótamat fyrir íslensk hross var reiknað og uppfært nú í lok september. Hvað afkvæmahryssurnar varðar kom í ljós að fimm hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár en lágmörk til þeirra verðlauna eru að að minnsta kosti fimm dæmd afkvæmi og 116 stig í kynbótamati aðaleinkunnar.
Lesa meira

Ellefu aðilar/bú tilnefnd sem ræktunarmaður árins 2017

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú eða aðila sem tilnefndir eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarmaður ársins. Valið stóð á milli 62 búa eða aðila sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Til að afmarka val ræktunarbúa eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú eða aðilar sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Selfossi 25. ágúst

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Brávöllum á Selfossi verður föstudaginn 25. ágúst og hefst kl. 9.00 með sýningu 7 vetra og eldri hryssna sem sýndar verða í 11 hollum. Að lokinni sýningu þeirra verða sýndar 6 vetra hryssur og að lokinni sýningu 5 holla eða samtals 16 verður tekið klukkutíma hádegishlé. Að hádegishléi afstöðnu verður sýning 6 vetra hryssna kláruð og næstar í röð verða svo 5 vetra hryssur og þá 4 vetra.
Lesa meira