Sauðfjárrækt fréttir

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

RML hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í excel þar sem unnt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa sinna. Búið er að bæta inn útgáfu 3 sem er endurbætt frá útgáfu 2 og býður upp á að verðbólguálag sé sett á opinberar greiðslur.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt 2015

Uppgjöri skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2015 er að mestu lokið þó víða leynist ófrágengar „eftirlegukindur“ á nokkrum búum. Bændur er því minntir á að skil eru ekki fullnægjandi fyrr en haustgögnum er skilað og framleiðsluárið 2016 hefur opnast. Reiknaðar afurðir eftir hverja kind verða heldur minni en árið 2014 eða sem nemur tæpu kílói. Þar munar mestu um erfitt tíðarfar síðast vor sem leiddi af sér meiri vanhöld en færri lömb koma til nytja árið 2015 en undanfarin ár þó fjöldi fæddra lamba sé svipaður og síðustu ár.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2015

Vakin er athygli á því að niðurstöður afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt ásamt umfjöllunum eru aðgengilegar hér á vefnum. Jafnframt er birtur listi yfir þá hrúta sem gera mest útslag í afkvæmarannsóknum og umfjöllun um verkefnið, reglur og útreikninga.
Lesa meira

Námskeið í Fjárvís á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og Húsavík.

Fyrirhuguð eru námskeið í Fjárvís á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og á Húsavík. Fyrsta námskeiðið verður haldið 22. febrúar í Heppuskóla – Grunnskóla Hornafjarðar frá kl. 13:00-17:00. Annað námskeiðið verður haldið 23. febrúar á Egilsstöðum í húsnæði BsA/RML að Miðvangi 2-4 frá kl. 13:00-17:00. Ath. Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að koma með eigin tölvur.
Lesa meira

Uppgjör Fjárvís

Allt haustuppgjör sauðfjárræktarinnar var endurreiknað í gær. Í uppgjörinu voru villur sem núna er búið að laga. Áhrifin af villunum voru allvíðtæk og flestir notendur sjá breytingar á einkunnum hjá einstökum gripum á sínu búi.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar 2015-2016

Í gær lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út rúmlega 48.000 sæðisskammtar nú í desember. Nýting þess ætti að verða talsvert betri en í fyrra og reikna má með að sæddar ær á landinu þetta árið verði rúmlega 30.000.
Lesa meira

Geitaskýrslur

Í gær fóru í póst skýrslur til þeirra geitfjárræktenda sem skráðir voru með geitur á búfjárskýrslu haustið 2014. Þar er óskað eftir gögnum fyrir framleiðsluárið 2014 til 2015.
Lesa meira

Haustuppgjör sauðfjár 2015

Haustuppgjör sauðfjár fyrir árið 2015 er nú aðgengilegt notendum á Fjárvís. Byrjað verður að prenta bækur eftir helgi fyrir þá sem það kjósa. Minnt er á að hægt er að nálgast vorbók sem PDF skjal með því að smella á „Skrá vorbók“ og velja „Prenta“ í titilrönd þar.
Lesa meira

Heimsókn frá Maine háskóla í Bandaríkjunum

Síðustu daga hafa verið í heimsókn hér á landi dýralæknir og ráðnautur sem starfa við háskólann í Maine í Bandaríkjunum – skólinn er á austurströndinni um 400 km norðan við Boston.
Lesa meira

Móttaka sæðispantana hafin á Austurlandi

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana á hrútasæði fyrir starfssvæði Búnaðarsambands Austurlands hér á heimasíðunni. Smella þarf á hnapp hér hægra megin á forsíðunni til að komast inn í pöntunarformið. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi kl. 12:00 daginn fyrir sæðingu.
Lesa meira