Fleiri ARR og T137 gripir fundnir á Þernunesi og Stóru-Hámundarstöðum
05.04.2022
|
Á Þernunesi hefur markvist verið farið í gegnum hjörðina í leit að fleiri gripum með ARR arfgerðina. Í gær bárust niðurstöður úr greiningum á 136 sýnum frá búinu. Í hópnum fundust 5 nýir ARR gripir, allt ær. Þá eru ARR kindurnar orðnar 14 í það heila á búinu. Á Stóru-Hámundarstöðum var strax farið í að taka fleiri sýni úr ættingum Austra 20-623 sem er fyrsti hrúturinn sem fundist hefur hér á landi með arfgerðina T137.
Lesa meira