Fréttir

Breytingar á starfsmannahaldi

Nú um síðustu áramót lét Ingvar Björnsson ráðunautur af störfum hjá RML. Ingvar hóf störf sem ráðunautur hjá Búgarði ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi árið 2003 þar sem hans helstu verkefni vörðuðu ráðgjöf í jarðrækt og búrekstri. Ingvar starfaði á árinu 2013 hjá RML en síðla á því ári fluttist hann, ásamt fjölskyldu sinni, búferlum að Hólabaki í Húnavatnssýslu þar sem hann stundar nú búskap og sinnir fleiri verkefnum.
Lesa meira

Dagatal RML

Í lok síðasta árs var sent út dagatal frá RML. Það var unnið af starfsfólki RML en prentsmiðjan Pixel sá um prentunina. Viðbrögðin við dagatalinu hafa verið mjög góð. Við viljum koma því á framfæri að ef einhver óskar eftir eintaki er sjálfsagt að verða við slíkum beiðnum á meðan birgðir endast. Hafið samband í gegnum tölvupóst á netfangið rml@rml.is eða hringið í síma 516-5000 ef óskað er eftir eintaki.
Lesa meira

Guðný Harðardóttir komin til starfa

Guðný Harðardóttir ráðunautur RML hefur nú hafið störf eftir fæðingarorlof. Guðný verður með starfsstöð á Egilsstöðum og verður hún í 70% starfshlutfalli. Guðný mun starfa í faghópi ráðunauta og sinna almennum ráðunautastörfum. Viðvera Guðnýjar á skrifstofunni verður alla virka daga frá klukkan 09.00 – 14.00.
Lesa meira