Annað fréttir

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Undanfarið hafa verið birtar upptökur af fyrirlestrum sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML 23. nóvember. Í dag voru birtar tvær upptökur til viðbótar og eru það síðustu upptökurnar sem verða birtar í bili. Fyrirlestrarnir sem fóru í loftið í dag fjölluðu annars vegar um gervigreind, sá fyrirlestur var haldinn af Hjálmari Gíslasyni eiganda og framkvæmdastjóra GRID og hinsvegar fyrirlestur um hringrásakerfi næringarefna og möguleikana því tengdu, haldinn af Ísaki Jökulssyni bónda á Ósabakka á Skeiðum.
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Uppptökur af fyrirlestum sem haldnir voru á afmælisráðstefni RML 23. nóvember halda áfram að birtast einn af öðrum hér á vefnum og í dag voru tveir fyrirlestrar til viðbótar settir inn. Guðný Helga Björnsdóttir bóndi á Bessastöðum hélt fyrirlesturinn "Hvað er eiginlega loftslagsvænn landbúnaður"? Hinn fyrirlesturinn sem birtur var í dag var haldinn af Óla Finnssyni garðyrkjubónda á garðyrkjustöðinni Heiðmörk kallast sá fyrirlestur "Hjálp! er ég að taka við góðu búi"?
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Fyrr í vikunni voru birtir tveir fyrirlestrar sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember. Nú hafa þrír fyrirlestrar til viðbótar verið birtir. Það eru fyrirlestrar sem haldnir voru af Guðmundi Jóhannessyni ráðunaut hjá RML, Jóhannesi Sveinbjörnssyni sem er dósent við LbhÍ og bóndi að Heiðarbæ og Margréti Geirsdóttur sem er verkefnastjóri hjá Matís.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar og ráðstefna í tilefni 80 ára afmælis Tilraunabúsins á Hesti

Hinn árlegi fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal), fimmtudaginn 21. mars. Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að dagskrá ljúki eigi síðar en kl. 17:00. Erindi þar verða fjölbreytt að vanda og greina frá niðurstöðum ýmissa rannsókna- og þróunarverkefna í sauðfjárrækt, meðal annars tengd riðu, fóðrun og meðferð, forystufé, sjúkdómum og kjötgæðum auk verðlaunaveitinga fagráðsins. Fundinum verður streymt og munu nánari upplýsingar um það birtast síðar.
Lesa meira

RML í 10 ár - Upptökur af fyrirlestrum

Á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember voru fluttir fjölmargir fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er snúa að landbúnaði í víðum skilningi. Fyrirlestrarnir voru fluttir bæði af starfsfólki RML og gestafyrirlesurum. Á næstu dögum verða birtar upptökur af fyrirlestrunum hér á heimasíðu RML og þeir verða kynntir nánar í hvert sinn.
Lesa meira

Starf ráðunautar í hrossarækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut i hrossarækt. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafarstarfsemi RML. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda og sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 12 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á að hægt er að kynna sér starfsemina enn frekar hér í gegnum heimasíðuna. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson (klk@rml.is) og Friðrik Már Sigurðsson (fridrik@rml.is). 
Lesa meira

Síðasti skráningardagur í Bændahópa er 15. janúar

RML bauð upp á bændahópa að finnskri fyrirmynd í fyrsta skiptið árið 2023 og nú er möguleiki að taka þátt í nýjum hópum 2024. Fjallað var um bændahópana í síðasta Bændablaði og m.a. reynslu bænda sem voru í fyrstu hópunum. Nú geta fleiri tekið þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu starfi með öðrum bændum þar sem bændur miðla þekkingu sín á milli og ná árangri saman, með ráðunautum RML.
Lesa meira

Afmælisráðstefna RML - Upptaka af ávörpum og fyrirlestrum fyrir hádegi

Fimmtudaginn 23. nóvember síðastliðinn var afmælisráðstefna RML haldin á Hótel Selfossi. Streymt var frá dagskrá ráðstefnunnar fyrir hádegi en eftir hádegi skiptist ráðstefnan upp í tvær málstofur.
Lesa meira

RML 10 ára

Um síðustu áramót voru 10 ár frá því að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var stofnuð og höfum við verið að fagna þeim tímamótum með margs konar hætti á þessu ári. Í Bændablaðinu sem kom út þann 2. nóvember var meðfylgjandi „aukablað“ sem starfsfólk RML á veg og vanda af. Efni blaðsins gefur innsýn í brot af fjölbreyttri starfsemi RML en í leiðinni erum við einnig að minna á afmælisráðstefnu sem verður haldin á Hótel Selfossi þann 23. nóvember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Áskoranir og tækifæri í landbúnaði.
Lesa meira

Bylting í íslenskri nautgriparækt

Fyrir um sex árum síðan hófst undirbúningur að innleiðingu erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt. Sú vinna stendur enn, en í lok síðasta árs var stigið stórt skref þegar kynbótamat byggt á erfðamengisaðferðum (erfðamat) var birt í fyrsta skipti. Fagráð í nautgriparækt tók þá ákvörðun að hagnýta þessa aðferð strax í ræktunarstarfinu, byggja val nautkálfa á stöð eingöngu á erfðamati og hætta afkvæmaprófun ungnauta. Í þessu felst gríðarlega mikil breyting sem ekki er hægt að kalla neitt annað en byltingu. Þau naut sem nú eru keypt á stöð eru keypt í þeim tilgangi að þau verði strax notuð eins og um reynd naut væri að ræða, það er naut sem í eldra kerfi höfðu lokið afkvæmaprófun.
Lesa meira