Annað fréttir

Bændahópar – skráning er hafin á heimasíðu RML

RML mun bjóða upp á fyrstu tvo Bændahópana í febrúar næstkomandi en þeir hafa reynst mjög vel erlendis. Áhersla verður á jarðrækt og nýtingu áburðarefna. Hægt er að lesa nánar um fyrirkomulag og fleira í gegnum tengilinn hér að neðan.
Lesa meira

Bændahópar – Árangursrík aðferð í samtali og samvinnu bænda

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fer af stað með nýja þjónustu í byrjun næsta árs, svokallaða „Bændahópa“. Þetta eru umræðuhópar bænda (e. discussion groups) þar sem þeir miðla þekkingu sinni og reynslu með markvissu samtali og vinnufundum. Ráðunautar leiða samtalið og stýra vinnufundunum, auk þess að deila upplýsingum og þekkingu þegar á vantar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum september

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 470 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.094,8 árskúa á búunum 470 var 6.294 kg. eða 6.238 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Græn framtíð - málþing á Degi Landbúnaðarins 14. október

Bændasamtök Íslands standa fyrir á Degi landbúnaðarins málþingi um áskoranirnar og framtíðarverkefnin í landbúnaði á Íslandi. Málþingið verður haldið á Hótel Nordica - Vox club, föstudaginn 14. október kl. 10-12. Vigdís Häsler Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands stýrir fundi.
Lesa meira

Baldur Örn Samúelsson kominn til starfa

Baldur Örn Samúelsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði og verður með aðsetur á Hvanneyri. Baldur mun sinna jarðræktar- og fóðurráðgjöf. Hægt er að ná í Baldur í síma 5165084 og í gegnum netfangið baldur@rml.is. Við bjóðum Baldur velkominn til starfa.
Lesa meira

Guðrún Hildur Gunnarsdóttir komin til starfa

Guðrún Hildur Gunnarsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði og verður með aðsetur á Akureyri. Hún mun sinna lambadómum og skipulagningu þeirra og síðar öðrum verkefnum á búfjárræktar- og þjónustusviði . Hægt er að ná í Guðrún Hildi í síma 516 5034 og í netfanginu gudrunhildur@rml.is. Guðrún Hildur er boðin hjartanlega velkomin í hóp starfsmanna RML.
Lesa meira

Sigurður Max Jónsson kominn til starfa

Sigurður Max Jónsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Starfsstöð Sigurðar er á Egilsstöðum, beinn sími hjá honum er 516 5089 og netfangið hans er siggimax@rml.is. Við bjóðum Sigurð velkominn til starfa. Á starfsstöðinni á Egilsstöðum starfa auk Sigurðar, Guðfinna Harpa Árnadóttir á búfjárræktar- og þjónustusviði og Anna Lóa Sveinsdóttir á rekstrar- og umhverfissviði.
Lesa meira

Viðvera á skrifstofu RML á Blönduósi

Vegna fæðingarorlofs starfsmanns er ekki föst viðvera á skrifstofu okkar á Blönduósi. Skrifstofan verður þó opin á þriðjudögum kl 9-16 frá og með 28. júní. Vegna sumarleyfa verður þó lokað þriðjudagana 19. og 26. júlí.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Elena Westerhoff hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði og er í 100% starfi. Starfsstöð hennar er á Akureyri.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Lárus G. Birgisson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í tæp 30 ár. Fyrstu fjögur árin starfaði Lárus sem ráðunautur hjá Búnaðarsamandi Snæfellinga. Eftir sameiningu búnaðarsambandanna á Vesturlandi starfaði hann hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og að lokum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins frá stofnun árið 2013. Starfsfólk RML þakkar Lárusi gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Lesa meira