Annað fréttir

Afmælisráðstefna RML - Upptaka af ávörpum og fyrirlestrum fyrir hádegi

Fimmtudaginn 23. nóvember síðastliðinn var afmælisráðstefna RML haldin á Hótel Selfossi. Streymt var frá dagskrá ráðstefnunnar fyrir hádegi en eftir hádegi skiptist ráðstefnan upp í tvær málstofur.
Lesa meira

RML 10 ára

Um síðustu áramót voru 10 ár frá því að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var stofnuð og höfum við verið að fagna þeim tímamótum með margs konar hætti á þessu ári. Í Bændablaðinu sem kom út þann 2. nóvember var meðfylgjandi „aukablað“ sem starfsfólk RML á veg og vanda af. Efni blaðsins gefur innsýn í brot af fjölbreyttri starfsemi RML en í leiðinni erum við einnig að minna á afmælisráðstefnu sem verður haldin á Hótel Selfossi þann 23. nóvember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Áskoranir og tækifæri í landbúnaði.
Lesa meira

Bylting í íslenskri nautgriparækt

Fyrir um sex árum síðan hófst undirbúningur að innleiðingu erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt. Sú vinna stendur enn, en í lok síðasta árs var stigið stórt skref þegar kynbótamat byggt á erfðamengisaðferðum (erfðamat) var birt í fyrsta skipti. Fagráð í nautgriparækt tók þá ákvörðun að hagnýta þessa aðferð strax í ræktunarstarfinu, byggja val nautkálfa á stöð eingöngu á erfðamati og hætta afkvæmaprófun ungnauta. Í þessu felst gríðarlega mikil breyting sem ekki er hægt að kalla neitt annað en byltingu. Þau naut sem nú eru keypt á stöð eru keypt í þeim tilgangi að þau verði strax notuð eins og um reynd naut væri að ræða, það er naut sem í eldra kerfi höfðu lokið afkvæmaprófun.
Lesa meira

Kartöflumygla – Mygluspá og mygluvarnir í hlýnandi loftslagi

Kartöflumygla er vel þekktur og algengur sjúkdómur sem hefur fylgt kartöfluræktun árum saman. Myglan hefur oft valdið uppskerubresti og þekktastar eru hörmungar og hungursneyð á Írlandi 1845–1849. Írar voru þá mjög háðir kartöfluræktun og þegar uppskeran brást ítrekað af völdum myglu dó um ein milljón manna úr hungri og yfir ein milljón fluttist búferlum, flestir til Ameríku. Hér á landi var kartöflumygla landlæg frá 1890–1960. Eftir það varð nokkurt hlé, líklega vegna kólnandi veðurfars. Árið 1990 kom upp faraldur á Suðurlandi, og aftur árið eftir.
Lesa meira

Jarðrækt – þjónusta og ráðgjöf

Ráðunautar RML leitast við að veita góða þjónustu og ráðgjöf hvort sem um ræðir skráningu gagna í Jörð, önnur störf sem fara fram við skrifborð, eða þau sem fela í sér vatnsþéttan skófatnað og óhreina fingur. Stöðugt er leitað leiða við að bæta viðmót í skýrsluhaldskerfinu Jörð til þess að sem einfaldast sé fyrir notendur að skrá gögn sem nákvæmast inn í kerfið og vinna með þau. Nýlega var ný og skalanleg útgáfa af Jörð tekin í gagnið þannig að notkun í snjallsímum og spjaldtölvum væri auðveldari. Það er von okkar að notendur séu ánægðir með það framtak enda var nokkuð búið að kalla eftir slíkum breytingum.
Lesa meira

Rekstrarráðgjöf í landbúnaði og rekstrarverkefni búgreina – Samstarf bænda og RML

Í þessari grein er ætlunin að gera stuttlega grein fyrir hvernig unnið er að almennri rekstrarráðgjöf í landbúnaði fyrir bændur af hálfu RML og einnig hvernig rekstrarupplýsingar úr einstökum búgreinum nýtast, bæði einstökum bændum í starfi, og eins fyrir viðkomandi búgrein í heild til að sjá betur hver þróunin er á hverjum tíma. Fyrir síðustu aldamót fór af stað vinna við sérhæfða rekstrarráðgjöf í landbúnaði á vegum einstakra búnaðarsambanda. Með þátttöku í þessum verkefnum fengu þátttakendur niðurstöður settar þannig fram að þeir gátu séð hvernig þeir stóðu sig í einstökum rekstrarþáttum á hverjum tíma í samanburði við aðra.
Lesa meira

NorFor og fóðuráætlanagerð á Íslandi

NorFor er samnorrænt fóðurmatskerfi fyrir nautgripi sem Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Ísland standa að baki. Samstarfið hófst árið 2002 en NorFor var síðan tekið í notkun árið 2006. Kerfið byggir á rannsóknargögnum frá Norðurlöndunum. Bændasamtök Íslands höfðu umsjón með hlut Íslands í samstarfinu en svo hefur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) gert frá því það tók við því hlutverki við stofnun hennar árið 2013. Í stjórn NorFor er einn fulltrúi frá hverju landi og sömuleiðis er hvert land með ábyrgðarmann fyrir rekstri, þróun og þjónustu notendaumhverfis hvers lands. Innan NorFor vinnur einnig faghópur þar sem fremstu vísindamenn Norðurlandanna í fóðurfræði nautgripa vinna saman að þróun kerfisins. Sömuleiðis er þróunarteymi sem sér um framkvæmdahluta þróunar kerfisins og innleiðingu á nýjungum.
Lesa meira

RML 10 ára - Afmæliskaffi á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 8. nóvember næstkomandi verður opið hús milli 14 og 16 á starfsstöðinni okkar, Borgarsíðu 8 á Sauðárkróki. Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændur sérstaklega velkomna að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins.
Lesa meira

RML 10 ára - Afmæliskaffi á Búgarði

Í tilefni af 10 ára afmæli RML á árinu verður opið hús á starfsstöðinni okkar á Búgarði fimmtudaginn 12. október milli kl. 14 og 16. Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændur sérstaklega velkomna að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir!
Lesa meira

Bændafundir á næstunni

Í næstu og þarnæstu viku munu stjórn og hluti starfsfólks Bændasamtaka Íslands, ásamt framkvæmdastjóra og stjórnarmanni RML fara í ferð um landið og funda með bændum og öðrum sem áhuga hafa á að mæta, en fundirnir verða opnir öllum. Umfjöllunarefni fundanna verður starfsemi samtakanna, málefni sveitanna og komandi tíð. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Lesa meira