Fréttir

Tilraunir með þvagefni sem nituráburð hjá LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands gaf nýverið út rit undir heitinu: Tilraunir með þvagefni (urea) sem nituráburð. Er þar gerð grein fyrir niðurstöðum nýlegra tilrauna þar sem þvagefni er notað sem niturgjafi í tún- og kornrækt. Á seinustu öld var gert nokkuð af tilraunum með þvagefni sem niturgjafa í túnrækt. Flestar sýndu þær lakari nýtingu nitur vegna þess hve rokgjarnt þvagefni er.
Lesa meira

Jarðræktarforritið Jörð.is

Námskeið haldið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild LbhÍ. Námskeiðið er einkum ætlað bændum en opið öllum. Námskeiðið er sett upp sem fyrirlestur þar sem sýnikennsla á forritið Jörð.is og raunveruleg dæmi verða í aðalhlutverki.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í febrúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. mars, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.739,4 árskúa á þessum búum, var 6.040 kg
Lesa meira

SPROTINN jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann. Nú er lögð meiri áhersla á að einstaklingsmiða samsetningu ráðgjafarpakkans þannig að hægt sé að útfæra þjónustuna að þörfum hvers býlis.
Lesa meira

Úrslit úr getraun RML í Hofi 3. mars

Í kynningarbás RML í Hofi á bændahátið var gestum og gangandi boðið að taka þátt í skemmtilegri getraun þar sem spurt var um gæði gróffóðurs sem búið var að senda sýni úr til efnagreiningar. Eina vísbendingin sem boðið var uppá var eftirfarandi „Slegið fyrstu viku í júlí og frekar lítið áborið“. Glöggir sáu fljótt að þetta var greinilega af gömlu túni og því ekki um úrvals töðu að ræða.
Lesa meira

Sunnlenskir bændur athugið

Ert þú að hugleiða breytingar eða nýbyggingar á næstu misserum og vilt fá hlutlausa ráðgjöf? Ráðunautur í bútækni og aðbúnaði verður á ferðinni á Suðurlandi dagana 6. og 7. mars til skrafs og ráðagerða. Ef áhugi er á að fá heimsókn er hægt að senda tölvupóst á rml@rml.is eða sigtryggur@rml.is. Haft verður samband við áhugasama og tímasetningar ákveðnar.
Lesa meira

Landgreiðslur - hvað er það?

Samkvæmt nýjum rammasamningi milli Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Bændasamtaka Íslands, samþykktum þann 19. feb. 2016 er meðal annars fjallað um landgreiðslur sem Matvælastofnun á að ráðstafa. Í rammasamningi segir „Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar.
Lesa meira

Breyting á verðskrá RML

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti þann 2. febrúar s.l. breytingar á verðskrá RML. Tímagjald RML verður kr. 7.000,- auk vsk pr. klst fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög sbr. 15. grein rammasamnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins dags 19. febrúar 2016 og 3.mgr. 3.gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 með síðari breytingum.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Sýningaáætlun 2017

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2017 og er hún komin hér á vefinn undir "Kynbótastarf/kynbótasýningar/sýningaáætlun". Byrjað verður viku seinna en í fyrra og verður því dæmt lengra fram í júní í ár, áætlunin er sem hér segir:
Lesa meira

Er búið að grunnskrá og örmerkja folöldin?

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja megnið af þeim fölöldum sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (www.rml.is) eða senda þau á eftirfarandi heimilisföng:
Lesa meira