Fréttir

Röðun hrossa á yfirlitssýningu í Borgarnesi 9.júní

Yfirlitssýning fer fram í Borgarnesi föstudaginn 9. júní og hefst stundvíslega kl. 9:00. Mæta 50 hross á yfirlit og gert verður 20 mín. hlé eftir holl 10. Röð flokka er hefðbundin, byrjað verður á elsta flokki hryssna og endað á elsta flokki stóðhesta. Örlitlar hrókeringar verða á þessu þar sem knapar þurfa að vera búnir fyrir tilsettan tíma.
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 9. júní og hefst stundvíslega kl. 8:00. Hádegishlé verður tekið eftir 17 hópa. Að þessu sinni verður byrjað á blönduðum hópi hrossa en knapar á þeim þurfa að mæta á úrtöku vegna HM í Spretti. Eftir það er röðun hefðbundin, byrjað á elstu hryssunum og endað á elstu stóðhestunum.
Lesa meira

Yflirlitssýning kynbótahrossa í Víðidal

Yfirlitssýning fer fram í Víðidal fimmtudaginn 8. júní og hefst stundvíslega kl. 9:00. Hádegishlé verður tekið eftir 12 hópa. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal 12. til 16. júní

Kynbótasýning verður á Hólum í Hjaltadal dagana 12. til 16. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 12. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16. júní og hefst hún kl. 8:00. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira

EUROP-kjötmat nautgripa tekur gildi 1. júlí n.k.

Frá og með 1. júlí n.k. mun nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, taka gildi. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994. EUROP-matið er 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki. Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Auk þessa er hægt að skipta hverjum flokki í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Spretti 12. til 16. júní

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi dagana 12. til 16. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 12. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16. júní og hefst hún kl. 8:00. Alls eru 129 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér á forsíðunni eða í gegnum tengil hér að neðan.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 12. til 16. júní

Kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 12. til 16. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 12. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16. júní og hefst hún kl. 8:00. Alls eru 129 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér á forsíðunni eða í gegnum tengil hér að neðan.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Akureyri 2. júní

Yfirlitssýning kynbótahrossa sem vera átti á Melgerðismelum, fer fram á Akureyri föstudaginn 2. júní. Hér má sjá hollaröðun.
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Selfossi

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Brávöllum á Selfossi föstudaginn 2. júní og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum. Þessi flokkun mun þó riðlast eitthvað eins og sjá má á hollaröðun.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og fimm ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. mánudag (29. maí) að setja fimm ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati í maí. Eitt þessara nauta er úr 2010 árgangnum en hin fjögur eru fædd 2011. Þessi naut eru Mörsugur 10097 frá Geirakoti í Flóa, undan Skurði 02012 og Carmen 449 Áradóttur 04043, Kunningi 11002 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, undan Flóa 02029 og Götu 377 Stígsdóttur 97010, Gýmir 11007 frá Berustöðum í Ásahreppi, undan Ás 02048 og Flekku 378 Stöðulsdóttur 05001, Stólpi 11011 frá Litla-Ármóti í Flóa, undan Lykli 02003 og Styttu 606 Stílsdóttur 04041 og Skalli 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga, undan Gylli 03007 og Góð 255 Fontsdóttur 98027.
Lesa meira