Fréttir

Skráningar á síðsumarssýningar 2016

Þann 22. júlí var opnað á skráningar á síðsumarssýningar. Sýningarnar verða þrjár að þessu sinni, á Gaddstaðaflötum, Mið-Fossum og Melgerðismelum. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Laus störf hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsókna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Ráðgjafi í bútækni Ráðunautur í jarðrækt Ráðunautur í alhliða ráðgjöf til bænda
Lesa meira

Miðsumarssýning á Brávöllum - hollaröð

Miðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 26. til 29. júlí; dómar þriðjudag til fimmtudags og yfirlit föstudaginn 29. júlí. Tíma knapa / hollaröð má nálgast í fréttinni.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Hólum 25. júlí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða miðsumarssýningu á Hólum og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5005 eða í tölvupósti lr@rml.is. Hollaröðun fyrir miðsumarssýningu á Selfossi er í vinnslu og verður birt hér á vefnum á næstu dögum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í júní 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júní hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. júlí, höfðu skýrslur borist frá 89% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.996,1 árskýr á þessum 89% búanna, var 6.128 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni í rekstrarráðgjöf

Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði. Vinna við rekstrar- og fjármögnunaráætlanir fyrir bændur. Vinna við rekstrargreiningar í búrekstri. Þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML. Önnur verkefni s.s. vinna við gerð og þróun líkana í excel, þátttaka í nýsköpunarverkefnum og samskipti við fjármálastofnanir.
Lesa meira

Skráningar á miðsumarsýningar 2016

Þann 15. júní var opnað á skráningar á miðsumarssýningar. Sýningarnar verða tvær að þessu sinni, á Selfossi og á Hólum í Hjaltadal. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Hér á síðunni er einnig að finna leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu.
Lesa meira

Íblöndunarefni við votheysverkun

Notkun íblöndunarefna (einnig kölluð hjálparefni) við gróffóðuröflun verður sífellt algengara. Kemur þar til að bæði eru nú á boðstólum betri búnaður til að koma íblöndunarefni í fóðrið og ekki síður aukið framboð af hjálparefnum.
Lesa meira

Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,77 kr/l. þann 1. júlí n.k.

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5% þann 1. júlí 2016. Breytingin er einkum til komin vegna hækkunar launa. Hins vegar lækkar undanrennu- og mjólkurduft um 20% til að mæta áhrifum nýs tollasamnings við ESB og lækkun heimsmarkaðsverðs á dufti. Vegin meðaltals hækkun er því 2,1%. Kostnaður við lækkunina skiptist jafnt á milli bænda og mjólkuriðnaðarins.
Lesa meira

Minnislisti fjósbyggjandans

Árið 2011 var lokið við uppgjör rannsóknaverkefnisins „Betri fjós“ en það verkefni leiddi m.a. í ljós að þrátt fyrir að töluverð reynsla hafi skapast hér á landi við hönnun, byggingu eða breytingu fjósa, þá reyndust öll fjós sem heimsótt voru í því rannsóknaverkefni innihalda einhverja galla. Flesta gallana hefði mátt koma í veg fyrir með meiri þekkingu á hönnun og/eða frágangi við byggingu eða breytingu fjósanna. Skýringuna á þessum mistökum má vafalítið heimfæra upp á smæð markaðarins á Íslandi, en harla erfitt og raunar ólíklegt er að hægt sé að fá jafn góða þjónustu við hönnun fjósa og leiðbeiningar við byggingu eða breytingar fjósa hér á landi og kúabændur erlendis geta fengið, enda eru nýbyggingar eða breytingar á fjósum hér á landi ekki taldar nema í fáeinum tugum árlega.
Lesa meira