Kynbótasýning verður á Selfossi dagana 22. til 25. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 22. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 25. ágúst og hefst hún kl. 9:00. Alls eru 102 hross skráð á sýninguna.
Skráningarfrestur á síðsumarssýningar á Selfossi, í Borgarnesi og á Dalvík hefur verið framlengdur til miðnættis mánudaginn 14. ágúst.
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“.
Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í júlí síðastliðnum, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 560 búum. Reiknuð meðalnyt 24.910,4 árskúa á þessum búum, var 6.093 kg á síðustu 12 mánuðum
RML minnir á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 21. til 25. ágúst. Sýningar verða á Selfossi, Dalvík og í Borgarnesi ef næg þátttaka næst. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 11. ágúst.
Yfirlitssýning Miðsumarssýningar II á Gaddstaðaflötum fer fram miðvikudaginn 2. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00.
Hollaröð yfirlits má nálgast í krækju hér fyrir neðan. Áætluð lok yfirlits um kl. 14:00.
Fer fram á Gaddstaðaflötum miðvikudaginn 2. ágúst og hefst kl. 9.00
Hefðbundin röð flokka, byrjað á elstu hryssum og endað á stóðhestum. Hollaröð sýningar verður birt í kvöld um leið og dómum lýkur.
Áætluð lok yfirlitssýningar kl. 14.00.
Síðastliðinn vetur fór Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins af stað með átaksverkefni sem bar yfirskriftina „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Verkefnið var kynnt í nóvember og 44 sauðfjárbændur tóku þátt í því og voru flestir þátttakendur heimsóttir í mars-apríl.
Hollaröðun má nálgast hér í krækjunum fyrir neðan. Fimmtudagurinn 27. júlí er fyrst og fremst helgaður hryssum. Byrjað kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 18:30.
Föstudagurinn 28. júlí er helgaður stóðhestum. Þá verður byrjað kl. 9:00 og sýningunni lokið um hádegisbil.