Fréttir

Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl

Minnum á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá neitt sem tilheyrir árinu 2019 inni í heimaréttinni. Ef til vill hafa einhverjir gleymt að gera grein fyrir fyljanaskráningu eða að skrá folöld. Við hvetjum ræktendur til að skoða heimaréttina og sjá hvort allt er frágengið sem tilheyrir síðasta ári.
Lesa meira

ÁRÍÐANDI: Móttöku kýrsýna hætt tímabundið

Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að hætta tímabundið móttöku og mælingu á kýrsýnum, frumusýnum, gerlasýnum, fangsýnum og öðrum sýnum sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir. Þetta er gert í samráði við aðgerðarhóp BÍ til að girða fyrir smitleiðir. Gildir þessi ráðstöfun meðan þetta ástand varir. Ekki verður tekið við sýnum hvorki í samlögunum né af bílstjórum. Þessi ráðstöfun tekur þegar gildi.
Lesa meira

Netfundir hjá RML

Á meðan í gildi eru tilskipanir frá yfirvöldum um takmarkanir á mannamótum þarf að hugsa annað form á samskiptum manna. Á meðan þessum takmörkunum stendur mun RML nota í meira mæli netlausnir í samskiptum og fundarhöldum til að mæta þörfum viðskiptavina sinna.
Lesa meira

Til viðskiptavina RML

Vegna þeirra aðstæðna sem upp eru í samfélaginu vegna Covid 19 veirunna og til að vernda starfsmenn okkar og viðskiptavini fyrir mögulegu smiti þá hefur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ákveðið eftirfarandi...
Lesa meira