Fréttir

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum 3.vika hollaröðun

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum hefst klukkan 08:00, fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Sýningin verður að mestu með hefbundnu sniði en hefst á blönduðum flokki 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssna og endar á flokki elstu stóðhesta. Áætluð lok yfirlitssýningar er klukkan 15:15
Lesa meira

Skil vorgagna og útsending haustbóka

RML minnir sauðfjárbændur á að skila vorgögnum í sauðfjárrækt tímanlega. Staðan á skráningum núna um mánaðarmótin er sú að skráðar hafa verið rúmlega 230.000 burðarfærslur í gagnagrunn sem eru um 60% skil.
Lesa meira

Heysýnataka

Nú er að líða á sumarið vonandi hefur fóðuröflun gengið vel. Sumarið hefur verið nokkuð frábrugðið því sem við höfum vanist vegna töluverðra þurrka. Veðráttan hefur mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum.
Lesa meira

Hella - röð hrossa á yfirlitssýningu

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum hefst klukkan 08:00, föstudaginn 26.júlí 2019. Hér má sjá röðun hrossa
Lesa meira

Hólar- röð hrossa á yfirlitssýningu

Hér má sjá röð hrossa á yfirlitssýningu á miðsumarssýningunni á Hólum, föstudaginn 26.07. n.k. Byrjað verður stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum 1.vika hollaröðun

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum hefst klukkan 09:00, föstudaginn 19.júlí 2019.
Lesa meira

Yfirlit 1. viku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning 1. viku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. júlí og hefst kl. 9:00. Hefðbundin röð flokka; elstu hryssur til yngstu – yngstu hestar til elstu. Nánari röðun í holl og dagskrá verður birt svo fljótt sem verða má eftir að dómum lýkur á Hellu í kvöld”.
Lesa meira

Þrjú ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gærkvöldi og tók ákvörðun um að setja þrjú naut úr árgangi 2014 til notkunar sem reynd naut að lokinni keyrslu kynbótmats nú í júlí. Þessi naut eru Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði, undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum undan Legi 07047 og Birnu 805 Reyksdóttur 06040 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016. Glöggir lesendur sjá strax að Kláus 14031 er hálfbróðir Bárðar 13027 að móðurinni til.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal dagana 24.júlí – 26.júlí

Röðun fyrir miðsumarssýningu sem verður haldin á Hólum er klár. Hefjast dómar stundvíslega kl. 08:00 miðvikudaginn 24.júlí og yfirlitssýning fer fram föstudaginn 26.júlí. Alls eru 61 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira