Fréttir

Síðustu fjögur nautin úr árgangi 2017

Fjögur síðustu nautin úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar á nautaskra.net. Þetta eru Ítali 17056 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Úlla 10089 og Ítalíu 630 Þáttardóttur 08021, Krókur 17058 frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum undan Lúðri 10067 og 1245 Kambsdóttur 06022, Ristill 17060 frá Reykjum á Skeiðum undan Úlla 10089 og Ristlu 657 Koladóttur 06003 og Tyrfill 17061 frá Torfum í Eyjafirði undan Lúðri 10067 og Malín 882 Bambadóttur 08049.
Lesa meira

Sýning á Sörlastöðum dagana 27. til 29. maí.

Þar sem þrjár sýningar hér á suðvesturhorninu hafa verið felldar niður, þ.e.a.s. á Sörlastöðum, Borgarnesi og Selfossi hefur verið ákveðið að bjóða upp á sýningu á Sörlastöðum dagana 27. til 29. maí. Þetta er gert til að koma til móts við þá sem voru búnir að reikna með að koma hrossum á sýningu í maí.
Lesa meira

Kynbótasýningar falla niður í Borgarnesi og á Selfossi

Vegna fárra skráninga á fyrirhugaðar kynbótasýningar í Borgarnesi og á Selfossi verða þær felldar niður.
Lesa meira