Fréttir

Röð hrossa á miðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum 15.-19. júlí

Fyrsta miðsumarssýning ársins fer fram á Gaddstaðaflötum dagana 15.-19.júlí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 15.júlí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 19.júlí. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á fréttina og sjá tengil hér neðar. Við biðjum eigendur og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til dóms svo að dómstörf gengi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.
Lesa meira

Ráðunautafundur RML og LbhÍ

Í byrjun júní var haldinn sameiginlegur fundur RML og LbhÍ í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið fundanna er að ráðgjafar og fræðafólk í landbúnaði kynni þær rannsóknir og verkefni sem eru í gangi hverju sinni og ræði um stefnu og áherslur í þekkingaröflun. Dagskrárefnin voru fjölbreytt að þessu sinni. Á fyrri deginum voru nemendaverkefni úr bændadeild og háskóladeild kynnt.
Lesa meira