Fréttir

Haustuppgjör 2015 - tilkynning til þeirra sem hafa skilað haustgögnum

Enn er unnið að því að ganga frá haustskýrslum sauðfjárræktarinnar eftir breytingar á FJÁRVÍS fyrr á þessu ári. Því eru engar uppgjörsskýrslur aðgengilegar fyrir árið 2015. Unnið er í því þessa daganna að yfirfara uppgjörið og hvort allir útreikningar komi réttir.
Lesa meira

Upplýsingar til sauðfjárbænda

Í haust dreifðu ráðunautar fréttabréfi með ýmsum upplýsingum til sauðfjárbænda þegar þeir voru á ferðinni að dæma lömb. Var bæklingi þessum vel tekið og margir lýstu ánægju sinni með hann. Hann er nú orðinn aðgengilegur hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Er búið að skrá uppskeru í Jörð.is?

Notendur að Jörð.is eru minntir á að þeir sem hafa skráð uppskeru í forritinu geta með einföldum hætti náð í þau gögn rafrænt við skil á haustskýrslu hjá Matvælastofnun. Lokadagur skila á haustskýrslunni er 20. nóvember.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.
Lesa meira

Sæðingastöðvahrútar 2015-2016

Nú liggur fyrir hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum næsta vetur og hvernig þeir skiptast milli stöðvanna. Frekari upplýsingar um hvern og einn bíða svo hrútaskrár sem kemur á vefinn í lok næstu viku.
Lesa meira

Er búið að ganga frá afkvæmarannsókninni? - framlengdur frestur!

Lambaskoðanir gengu í heildina vel í haust. Haustið var víða frábærlega gott sem gerði alla vinnu við fjárrag skemmtilega og stuðlaði að góðum vexti lamba. Vænleiki var víða með mesta móti og örugglega aldrei meira af glæsigripum sem til skoðunar komu.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn - Umsóknarfrestur framlengdur til 30. október

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni og í Bændablaðinu nú í haust ætlar RML að bjóða sauðfjárbændum á öllu landinu að taka þátt í fræðslufundaröðinni Sauðfjárskólanum sem áætlað er að hefjist nú um miðjan nóvember. (Nánari upplýsingar í gegnum tengil merktan Sauðfjárskólanum hér hægra megin á forsíðunni).
Lesa meira

Fréttabréf fóðurhóps

Einn liðurinn í fóðurráðgjöf RML er að senda bændum fréttapistla um málefni líðandi stundar og fagefni um fóðrun nautgripa. Fréttabréfið er gefið út einu sinni í mánuði og sent til þeirra bænda sem nýta sér fóðurráðgjöfina. Mánuði seinna er það birt hér á heimasíðu RML.
Lesa meira

Gunnar Ríkharðsson kominn til starfa

Gunnar Ríkharðsson hóf störf hjá RML í september. Hann mun starfa í faghópi nautgriparæktar og sinna fóðurráðgjöf. Fram að áramótum verður Gunnar með starfsaðstöðu á Blönduósi og í 50% starfshlutfalli. Eftir áramót verður hann með starfsaðstðu á Selfossi og í 100% starfi þar.
Lesa meira

Starfsmenn RML aðstoða við skil á forðagæsluskýrslum

Eins og fram kemur á heimasíðu MAST verður hægt að leita til Ráðgjafarmiðstöðvarinnar með skil á forðagæsluskýrslum líkt og í fyrra. Hægt er að hringja í skiptiborð RML 5165000 og fá samband við starfsmann sem tekur við upplýsingum á skýrsluna, gengur frá henni og skilar. Einnig er hægt að koma við á flestum starfsstöðvum.
Lesa meira