Fréttir

Kynbótasýningar á Miðfossum, í Spretti og á Gaddstaðaflötum 30. maí - 10. júní

Kynbótasýningar fara fram á Miðfossum í Borgarfirði, í Spretti í Kópavogi og á Gaddstaðaflötum á Hellu, dagana 30. maí - 10. júní. Sýningin í Spretti er þegar full og einnig seinni vikan á Hellu. Enn eru laus pláss fyrri vikuna á Hellu og báðar vikurnar á Miðfossum.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Lesa meira

Kynbótasýning á Fljótsdalshéraði 25.-27. maí

Kynbótasýning fer fram á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði dagana 25.-27. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Ditte Clausen sem hingað til hefur verið í ákveðnum verkefnum hjá RML hefur nú tekið við störfum Einars Einarssonar sem loðdýraræktarráðunautur og verður starfsstöð hennar á Sauðárkróki. Einar mun einnig starfa hjá RML í sumar.
Lesa meira

Sýningargjald af kynbótahrossum á Landsmóti

Á Landsmóti 2016 á Hólum verður nauðsynlegt að innheimta sýningargjald af einstaklingssýndum kynbótahrossum á mótinu. Samningar hafa náðst á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landsmóts ehf. um skiptingu kostnaðar við sýningar kynbótahrossa á mótinu og verður hægt að hafa þetta gjald nokkru lægra en á öðrum kynbótasýningum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í apríl síðastliðnum hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust eftir hádegið þ. 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 92% þeirra 579 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.087,7 árskúa á þessum búum, var 6.041
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Sörlastöðum 17.-20. maí.

Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði 17.-20. maí 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 17. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 20. maí og hefst hún kl. 9:00. Alls eru 99 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Akureyri og Selfossi 23.-27. maí

Kynbótasýningar fara fram á Hlíðarholtsvelli, Akureyri og Brávöllum, Selfossi dagana 23.-27. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Notendahandbók Fjárvís

Leiðbeiningar fyrir skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, Fjárvís hafa verið uppfærðar. Hér á heimasíðunni má nú finna fyrstu útgáfu að notendahandbók þar sem farið er yfir öll helstu atriði sem notendur þurfa að nota við vorskráningu. Í sumar verður svo unnið að því að bæta hausthlutanum við leiðbeiningarnar.
Lesa meira

Samningur við dýralækni

Nauðsynlegt er að bændur hafi samning við dýralækni um afhendingu sýklalyfja sbr. reglugerð þar um. Með þessum samningi fá þeir afhent sýklalyf frá dýralækni án undangenginnar greiningar, að öðrum kosti er dýralækni óheimilt að afhenda sýklalyf til bænda. Í Fjárvís undir valmyndinni „Notandi > Stillingar“ er sótt um rafrænan samning við dýralækni. Mælst er til þess að bændur sæki um samning við þann/þá dýralækna sem þeir eiga í viðskiptum við. Þegar smellt er á tengilinn „Sækja um samning við dýralækni“ opnast þessi valmynd:
Lesa meira