Fréttir

Niðurstöður heysýna

Teknar hafa verið saman niðurstöður 779 heysýna sem hafa borist af öllu landinu nú í haust. Helstu niðurstöður eru í meðfylgjandi töflu. Efsta línan í töflunni sýnir meðaltal allra sýnanna en þar fyrir neðan hafa þau verið flokkuð niður eftir landsvæðum.
Lesa meira

Finnskur garðyrkjuráðunautur í heimsókn - Hópferð að Hveravöllum

Sune Gullans garðyrkjuráðunautur frá Finnlandi var hér í reglubundinni heimsókn í nóvemberbyrjun. Sunnlenskir garðyrkjubændur og Helgi garðyrkjuráðunautur slógust í för með honum að Hveravöllum í Reykjahverfi.
Lesa meira

Hrútafundir - Vopnafjarðarfundurinn fellur niður

Breyting hefur verið gerð á dagskrá hrútafundanna sem auglýstir voru hér á vefnum í morgun. Í ljósi þess að BÍ boðar bændur á Austurlandi til fundar kl. 11:00 fimmtudaginn 26. nóv. var ákveðið að fella niður fyrirhugaðan „hrútafund“ á Síreksstöðum í Vopnafirði sem átti að vera á sama tíma.
Lesa meira

Hrútaskráin er komin á vefinn

Nú styttist óðfluga í útgáfu hrútaskrárinnar en hún er farin í prentun og er væntanleg í lok vikunnar. Fyrir þá sem eru orðnir viðþolslausir að berja augum upplýsingar um þá hrúta sem verða á sauðfjársæðingastöðvunum í vetur hefur skráin verið birt hér á vefnum í pdf-skjali eins og venja er. Í skránni eru upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta ásamt tölulegum upplýsingum um árangur sæðinga en einnig greinar um afkvæmarannsóknir sæðingastöðvanna í haust og litaerfðir sauðfjár.
Lesa meira

Hey bóndi á Hvolsvelli

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tók þátt í viðburði eða sýningu sem nefndist „Hey bóndi“ á Hvolsvelli um síðustu helgi. Fjölmörg landbúnaðartengd fyrirtæki voru þar mætt til að kynna sínar vörur og þjónustu en það var Fóðurblandan sem stóð fyrir viðburðinum.
Lesa meira

Hrútafundir

Líkt og undanfarin ár munu búnaðarsamböndin standa fyrir fundum þar sem sæðingastöðvahrútarnir verða kynntir. Fyrsti fundurinn verður á Hvanneyri mánudagskvöldið 23. nóv. Þar verður dreift glóðvolgri hrútaskrá, en áætlað er að hún komi úr prentun þann dag.
Lesa meira

Fræðadagur fyrir bændur á Austurlandi

Laugardaginn 7. nóvember stóð Búnaðarsamband Austurlands í samstarfi við RML fyrir fræðadegi fyrir bændur á sínu starfssvæði. Á fundinum voru milli 40-50 þáttakendur. Fjórir starfsmenn RML komu að fundinum, þau Runólfur Sigursveinsson, María Svanþrúður Jónsdóttir, Guðný Harðardóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir
Lesa meira

Sauðfjárskólinn verður í Skagafirði

Fyrr í haust var sauðfjárbændum á öllu landinu boðið að skrá sig í fundaröðina Sauðfjárskólann. Næg þátttaka fékkst aðeins á Norðurlandi og verða fundirnir haldnir í Skagafirði þar sem bændur úr Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði koma saman.
Lesa meira

Hrútaskrá 2015-16 kemur út í lok næstu viku

Nú hillir undir útgáfu hrútaskrárinnar sem margir eru eflaust farnir að bíða með nokkurri eftirvæntingu. Verið er að leggja lokahönd á skrána fyrir prentun og unnið dag og nótt að því að ná allra nýjustu upplýsingum með í ritið, þ.e. nýju kynbótamati fyrir hrútana. Áður hefur komið fram hér á síðunni hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum í vetur en í skránni verða upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í október sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir kl. hálf tíu að morgni þ. 11. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 92% þeirra 575 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.380,4 árskúa á þessum 92% búanna, var 5.842 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira