Fréttir

DNA-sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu (víðar ef óskað er) föstudaginn 8. janúar og svo mánaðarlega til vors.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur verður 136 milljónir lítra á árinu 2016

Reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2016 var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember s.l. Greiðslumarkið lækkar um 4 milljónir lítra eða 2,86% milli ára, úr 140 milljónum lítra á nýliðnu ári í 136 milljónir lítra á því yfirstandandi. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.521,8 milljónir kr., samanborið við 5.591,8 milljónir á síðasta ári. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur hækka í 40,60 kr. á lítra úr 39,94 kr á lítra.
Lesa meira

Verðlækkun á áburði á milli 7 og 15%

Nú hafa allir stærslu áburðarsalar síðustu ára auglýst framboð og verð á áburði. Lækkun á áburðarverði er umtalsverð á milli ára eða oft á bilinu 7 og 15% en það er breytilegt á milli áburðarsala og áburðartegunda.
Lesa meira

Gleðileg jól - Opnunartími um hátíðarnar

Skiptiborð RML verður opið alla virka daga frá kl. 8.00-12.00 og frá 12.30-16.00 nema aðfangadag og gamlársdag en þá verður lokað. Ekki verður þó föst viðvera á öllum skrifstofum RML virku dagana. Opnun starfstöðva og viðvera verður komin í eðlilegan farveg þann 4. janúar.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar 2015-2016

Í gær lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út rúmlega 48.000 sæðisskammtar nú í desember. Nýting þess ætti að verða talsvert betri en í fyrra og reikna má með að sæddar ær á landinu þetta árið verði rúmlega 30.000.
Lesa meira

Staðfesting um breytingu á verðskrá

Samkvæmt staðfestingu frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti frá 11. desember 2015 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki kr. 6.500,- auk vsk fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 7. gr. búnaðarlagasamnings dags. 28. september 2012 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga.
Lesa meira

Geitaskýrslur

Í gær fóru í póst skýrslur til þeirra geitfjárræktenda sem skráðir voru með geitur á búfjárskýrslu haustið 2014. Þar er óskað eftir gögnum fyrir framleiðsluárið 2014 til 2015.
Lesa meira

Haustuppgjör sauðfjár 2015

Haustuppgjör sauðfjár fyrir árið 2015 er nú aðgengilegt notendum á Fjárvís. Byrjað verður að prenta bækur eftir helgi fyrir þá sem það kjósa. Minnt er á að hægt er að nálgast vorbók sem PDF skjal með því að smella á „Skrá vorbók“ og velja „Prenta“ í titilrönd þar.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014

Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja sæðisdreifingu úr. Þetta eru Baggi 14043 frá Hvanneyri í Andakíl undan Toppi 07046 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039, Kross 14057 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannareppi undan Toppi 07046 og Heiðbjörtu 588 Laskadóttur 00010, Losti 14061 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Húna 07041 og Djásn 700 Ássdóttur 02048 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nóvember sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 11. desember, höfðu skýrslur borist frá 90% þeirra 576 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.196,0 árskúa á þessum 90% búanna, var 5.870 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira