Fréttir

Kynbótasýning á fjórðungsmóti Austurlands 2015

Dagana 2.-5. júlí verður verður fjórðungsmót Austurlands haldið á Stekkhólma. Fagráð í hrossarækt gaf í upphafi árs út lágmörk fyrir kynbótahross inn á kynbótasýningu mótsins og eru þau eftirfarandi:
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Mið-Fossum 5. júní

Hér að neðan má sjá hollaröðunina fyrir yfirlitssýningu á Mið-Fossum, sem hefst stundvíslega kl. 8:00. Áætluð lok sýningar eru um kl. 12:30.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Stekkhólma á Héraði 5. júní

Hér að neðan má nálgast hollaröð yfirlitssýningar á Stekkhólma á Héraði, sem hefst stundvíslega kl. 9:00. Áætluð lok sýningar eru um kl. 11:00.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Hellu 5. júní

Hér að neðan má nálgast hollaröð yfirlitssýningar fyrri viku á Gaddstaðaflötum, sem hefst stundvíslega kl. 9:00. Áætluð lok sýningar eru um kl. 14:40-15:00. Ath. að sú breyting hefur orðið á áður auglýstri dagskrá að 5v. folar (ásamt með eldri hestum) verða eftir hádegishlé.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Mið-Fossum 5. júní

Yfirlitssýning á Mið-Fossum fer fram föstudaginn 5. júní og hefst klukkan 8:00.
Lesa meira

Yfirlitssýning fyrri viku á Gaddstaðaflötum 5. júní

Yfirlitssýning fyrri viku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 5. júní og hefst klukkan 9:00.
Lesa meira

Opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki

Búnaðarstofa hefur opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki vegna affallsskurða. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Hægt er að sækja um á Bændatorginu, torg.bondi.is.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýninguna í Víðidal dagana 8. til 12. júní

Kynbótasýning verður í Víðidal dagana 8. til 12. júní 2015. Dómar hefjast kl. 8:00 mánudaginn 8. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 12. júní. Alls eru 139 hross skráð til dóms. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 8.-12. júní

Kynbótasýningu verður framhaldið á Gaddstaðaflötum dagana 8. til 12. júní 2015. Dómar hefjast kl. 8:00 mánudaginn 8. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 12. júní. Alls eru 144 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Ungfolaskoðanir í Skagafirði

Boðið verður upp á ungfolaskoðanir í Skagafirði þriðjudaginn 2. júní. Eyþór Einarsson, kynbótadómari mun sjá um framkvæmd skoðunarinnar. Farið verður heim á bæi og þarf að greiða 6.200 kr m.vsk. fyrir fyrsta folann sem skoðaður er á hverjum stað en 3.720 kr (m.vsk.) fyrir hvern fola umfram það. Pantanir berist til Eyþórs í síma 862-6627 eða ee@rml.is.
Lesa meira