Fréttir

Síðasti skráningardagur er í dag!

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar síðsumars er í dag 10. ágúst. Skráning verður opin til miðnættist. Sýningarnar sem um ræðir eru á Miðfossum, Sauðárkróki og Selfossi dagana 17. -21. ágúst, náist lágmarksfjöldi á sýningarnar. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www. worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross í kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá í gegnum heimasíðuna www.rml.is en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“. Leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu má finna á heimasíðunni undir búfjárrækt/hrossarækt/kynbótasýningar. Starfsmenn RML munu leiðbeina þeim sem þess þurfa í síma 516-5000, einnig er hægt að senda t-póst á netföngin lr@rml.is og halla@rml.is.
Lesa meira

Kynning á landbúnaði á Handverkshátíð

Á Handverkshátíðinni á Hrafnagili sem hófst í gær fer fram kynning og fræðsla um landbúnað í Eyjafirði. Það eru Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Búnaðarsamband Eyjafjarðar, Félag ungra bænda og búgreinafélög héraðsins í hrossa, kúa og sauðfjárrækt, sem standa að þessu framtaki.
Lesa meira

Nokkur orð um heysýni

Nú eru bændur víða búnir með fyrri slátt og vilja senda hirðingasýni til efnagreiningar. RML tekur við hirðingasýnum frá bændum og sendir áfram til greiningarstofa. Tvær leiðir eru í boði; annars vegar að senda til BLGG í Hollandi eða til Efnagreiningar á Hvanneyri. Báðar stofurnar bjóða upp á 10 daga skilafrest niðurstaðna og svipaðar greiningalausnir. Verðskrá hjá Efnagreiningu er ekki enn tilbúin en þar verður hægt að senda til greiningar fljótlega upp úr miðjum ágústmánuði. Verðskrá BLGG er sem fyrr hér á RML.is undir Nytjaplöntur.
Lesa meira

Skráningarfrestur lengdur til 10.08. á síðsumarssýningar

Skráningarfrestur vegna kynbótasýninga síðsumars á Miðfossum, Sauðárkróki og Selfossi, hefur verið lengdur til mánudagsins 10. ágúst n.k í stað föstudagsins á undan. Skráning verður því opin fram að miðnætti þann 10.08.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Dalvík 29.07.

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram Í Hringsholti við Dalvík 29.07. og hefst kl. 08:30. Hér má sjá röðun hrossa í holl:
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum, 24.-25. júlí

Hollaröð fyrir yfirlitssýningu Miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum er hér aðgengileg og aðgreind eftir dögum. Svo sem fyrr hefur verið auglýst verður dagskrá þessara daga með eftirfarandi hætti (sjá nánar í frétt)...
Lesa meira

Yfirlit Miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlit Miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum Fer fram föstudaginn 24. júlí og fyrripart laugardagsins 25. júlí. Dagskrá þessara daga er eftirfarandi (sjá nánar í frétt)
Lesa meira

Miðsumarssýning kynbótahrossa á Dalvík - hollaröðun

Miðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Dalvík, dagana 27.-29. júlí n.k. Dómar hefjast kl. 13:00 mánudaginn 27. júlí. 51 hross er skráð til dóms, þar af 18 í reiðdóm eingöngu.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Dalvík - skráning opin til 20. júlí

Miðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Dalvík, 27.-29. júlí n.k. verði þátttaka næg. Sýningin hefst á mánudegi og ræðst af földa skráninga hvaða dag yfirlitssýning verður. Opið verður fyrir skráningu fram að miðnætti mánudaginn 20.júlí n.k. (athugið lengdur skráningafrestur). Sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum - Tímar knapa.

Miðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum fer fram dagana 20. til 25. júlí. Mikil og góð skráning er á sýninguna en eins og fram kemur í World-Feng er tæplega 230 hrossum stefnt til kynbóta-dóms þessa daga á Hellu. Sjá hollaröðun og tímaplan knapa í frétt.
Lesa meira