Fréttir

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Austurlands 2015 - lágmörk lækkuð

Dagana 2.-5. Júlí verður verður fjórðungsmót Austurlands haldið á Stekkhólma. Fagráð í hrossarækt gaf í upphafi árs út lágmörk fyrir kynbótahross inn á kynbótasýningu mótsins en fagráð hefur ákveðið að lækka lágmörkin í öllum flokkum um tíu stig og eru þau nú eftirfarandi:
Lesa meira

Yfirlitssýning í Spretti 24. júní

Hér að neðan má sjá hollaröðunina fyrir yfirlitssýninguna í Spretti, sem hefst stundvíslega kl. 09:00. Áætluð sýningarlok eru um kl. 12:00.
Lesa meira

Sprotabændur heimsóttir

Þessa dagana hafa ráðunautar RML verið að heimsækja þá bændur sem eru skráðir í Sprotann - jarðræktarráðgjöf. Eitt helsta markmið verkefnisins er að stuðla að markvissri áburðarnýtingu. Mikilvægur hluti þess að nýting áburðar verði góð er að halda til haga upplýsingum um það sem gert er í jarðræktinni.
Lesa meira

Starfsfólk RML aðstoðar við að svara könnun vegna ærdauða

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um ærdauða að undanförnu og af þeim sökum hefur verið opnuð leið til að skrá vanhöld á sauðfé rafrænt.
Lesa meira

Ábendingar um heyverkun

Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Það á einnig við um góð heilræði. Fyrir rétt um ári síðan setti Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri á blað eftirfarandi ábendingar um heyverkun sem rétt er að rifja upp núna.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýninguna á Kjóavöllum í Kópavogi dagana 22. - 24. júní

Aukasýning verður á Kjóavöllum á svæði hestamannafélags Spretts dagana 22. - 24. júní 2015. Dómar hefjast kl. 13:00 mánudaginn 22. júní. Yfirlitssýning verður miðvikudaginn 24. júní. Alls eru 48 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Sauðárkróki 22. júní fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða kynbótasýningu á Sauðárkróki og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Hollaröðun fyrir kynbótasýningu á félagssvæði Spretts þann 22. júní er í vinnslu og verður birt hér á vefnum síðar í dag.
Lesa meira

Kynbótasýningar hrossa - aukasýningar.

Í ljósi þess að ekki hefur verið hægt að sýna hóp af 5 vetra stóðhestum vegna verkfalls dýralækna sem starfa hjá Matvælastofnun hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvær aukasýningar, eina á félagssvæði Spretts og aðra á Sauðárkróki. Þessar sýningar byrja mánudaginn 22. júní.
Lesa meira

Skráningar á mið- og síðsumarssýningar

Þann 15. júní verður opnað á skráningar á miðsumarssýningar og þann 18. júlí á síðsumarssýningar. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna www.rml.is en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana fyrir lambamælingar

Opnað hefur verið fyrir móttöku rafrænna pantana á lambadómum fyrir komandi haust. Líkt og verið hefur er m.a. tekið tillit til þess við skipulagningu sauðfjárdóma hversu tímalega bændur hafa pantað. Nánari upplýsingar um lambadóma verða kynntar betur síðar.
Lesa meira