Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014
11.12.2015
Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja sæðisdreifingu úr. Þetta eru Baggi 14043 frá Hvanneyri í Andakíl undan Toppi 07046 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039, Kross 14057 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannareppi undan Toppi 07046 og Heiðbjörtu 588 Laskadóttur 00010, Losti 14061 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Húna 07041 og Djásn 700 Ássdóttur 02048 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016.
Lesa meira