Greiðslumark mjólkur 2015 verður 140 milljónir lítra
22.12.2014
Í nýútkominni reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2015 er kveðið á um meiri aukningu á greiðslumarki en dæmi eru um áður. Greiðslumarkið eykst um 15 milljónir lítra eða 12% milli ára, úr 125 milljónum lítra á því ári sem senn er á enda í 140 milljónir lítra árið 2015. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.591,8 milljónir kr., samanborið við 5.466 milljónir á þessu ári. Að raungildi er hún óbreytt milli ára. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur lækka í 39,94 kr. á lítra úr 43,73 kr á lítra.
Lesa meira