Fréttir

Greiðslumark mjólkur 2015 verður 140 milljónir lítra

Í nýútkominni reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2015 er kveðið á um meiri aukningu á greiðslumarki en dæmi eru um áður. Greiðslumarkið eykst um 15 milljónir lítra eða 12% milli ára, úr 125 milljónum lítra á því ári sem senn er á enda í 140 milljónir lítra árið 2015. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.591,8 milljónir kr., samanborið við 5.466 milljónir á þessu ári. Að raungildi er hún óbreytt milli ára. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur lækka í 39,94 kr. á lítra úr 43,73 kr á lítra.
Lesa meira

Stigahæstu lambhrútarnir og öflugustu gimbrahóparnir

Niðurstöður lambadóma voru betri í haust en áður hefur verið. Meðaltöl bakvöðvamælinga eru hærri en fyrr. Meðalhrútlambið í haust mældist með 29,4 mm bakvöðva sem er 0,2 mm meira en haustið 2012 en þá voru hrútlömbin jafnframt heldur þyngri. Meðal lambhrúturinn í haust stigaðist upp á 83,6 en á síðasta ári var nánast sami fjöldi hrúta með meðal stig upp á 83,2.
Lesa meira

Þátttaka í lambaskoðunum - Flest lömb skoðuð í Strandasýslu

Í haust voru skoðuð 83.771 lamb. Þar af voru fullstigaðir 15.022 hrútar og 68.112 gimbrar voru mældar. Þetta er svipaður fjöldi hrútlamba og í fyrra en gimbrarnar eru aðeins færri, en þær voru 71.832 þá. Hér er miðað við skráð dóma í Fjárvís.is. Tafla 1 sýnir þróun í skoðun hrútlamba frá árinu 2010.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf bútækniráðunautar

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir að ráða starfsmann - bútækniráðunaut - til að taka að sér starf ábyrgðarmanns í bútækni hjá RML. Ráðningin er til eins árs með möguleika á framlengingu.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. desember var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.875,2 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.772 kg
Lesa meira

Notkun sæðinga eftir svæðum

Þessa dagana er mikið að gerast í fjárhúsum landsins því víða eru menn að leita að blæsma ám til að sæða og þar með leggja grunn að næstu kynslóð kynbótagripa á búum sínum. Þátttaka í sæðingum er þó mjög breytileg eftir landsvæðum en á landsvísu hefur hún verið um 8% undanfarin ár sé miðað við fjölda kinda í skýrsluhaldi.
Lesa meira

Skil skýrsluhaldsgagna í sauðfjárrækt

Síðasti skiladagur skýrsluhaldsgagna í sauðfjárrækt vegna ársins 2014 er 31. desember nk. Skilin eru mánuði fyrr en fyrir ári síðan og er breytingin tilkomin vegna breytinga á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Lesa meira

Sæðisdreifing úr Flekk 08029, Kletti 08030 og Bamba 08049

Eins og tilkynnt var í byrjun sumars er dreifing sæðis úr Flekk 08029, Kletti 08030 og Bamba 08030 háð takmörkunum þannig að bændur eiga rétt á ákveðnum skammtafjölda úr þessum nautum miðað við fjölda árskúa. Við viljum þakka þau góðu viðbrögð og skilning sem þessi ráðstöfun hefur notið enda brugðið á þetta ráð með það að leiðarljósi að allir fái notið þessara nauta.
Lesa meira

Nú er rétti tíminn til að gera pörunaráætlun

Nautgriparækt er að því leyti frábrugðin sauðfjárrækt og hrossarækt að ekki er gert ráð fyrir að bændur noti eigin karlkynsgripi til kynbóta heima á búunum, heldur séu þeir valdir sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni. Að baki þessu liggja margvíslegar ástæður sem ekki verða allar tíundaðar hér en í grunninn má segja að hér miði menn að því að ná mestu mögulegu framförum í stofninum í heild sinni. Þrátt fyrir að kynbótanautin séu valin sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni eru ákveðnir möguleikar á að stýra ræktun hverrar hjarðar fyrir sig, t.d. með kynbótaáætlun.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað hvaða reyndu naut verða til notkunar í vetur. Ákveðið var að gera ekki aðrar breytingar en þær að setja tvö ný naut í notkun sem reynd naut úr árgangi 2009. Þetta eru þeir Kraki 09002 frá Egilsstaðakoti í Flóa undan Þolli 99008, móðurfaðir Soldán 95010, og Bolti 09021 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi undan Spotta 01028, móðurfaðir Snotri 01027. Þetta eru fyrstu nautin sem koma til notkunar sem reynd naut úr þessum nautaárgangi.
Lesa meira