Fréttir

Verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum 2015

Vakin er athygli á að nýir listar yfir verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum fyrir árið 2015 hafa nú verið birtir hér á heimasíðu RML. Á nýju listunum eru eins og áður upplýsingar um allt fræ og blöndur sem eru til sölu ásamt verði sem og upplýsingum sem liggja fyrir um viðkomandi yrki í nýjasta Nytjaplöntulista Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning til notenda FJARVIS.IS

Á miðnætti 26. mars nk. verður skýrsluhaldskerfinu í sauðfjárrækt FJARVIS.IS lokað vegna flutnings á skýrsluhaldsgögnum yfir í nýtt skýrsluhaldskerfi. Ný útgáfa af FJARVIS.IS verður opnuð þriðjudaginn 31. mars en um er að ræða nýja kynslóð af skýrsluhaldskerfinu.
Lesa meira

Ræktun árin 2012-2014

Nú hafa flestir bændur gengið frá áburðarpöntunum sínum og eru því væntanlega búnir að gera áætlun um hversu mikið land þeir ætla að taka undir nýsáningu í vor. Sáðvöruframboðið liggur fyrir hjá flestum fræsölunum og þess er að vænta að samantekið yfirlit yfir fræframboðið verði birt hér á síðu RML.
Lesa meira

Bætt beitarstjórnun - lykill að auknum afurðum - Fagráðstefna um beitarstjórnun og sníkjudýravarnir á sauðfjárbúum

Augljóst samband er milli þéttleika í högum og afurðasemi búfjár. Einhvers staðar er skurðpunktur þar sem hámarksnýtingu er náð. Ef farið er yfir þann punkt er jafnvel bæði farið að ganga á landgæðin og búreksturinn orðinn óhagkvæmari sökum lakari afurða.
Lesa meira

Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2007 afhent

Á fagþingi nautgriparæktarinnar sem nú stendur yfir í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík var afhent viðurkenning fyrir besta naut Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fætt árið 2007. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Sandur 07014 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum þessa nafnbót. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Jóni Vilmundarsyni öðrum ræktenda Sands viðurkenninguna og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í febrúar 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir febrúar eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. mars var búið að skila skýrslum fyrir febrúarmánuð frá 90% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.922,2 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.751 kg sl. 12 mánuði. Sambærileg tala við lok janúar var 5.736 kg.
Lesa meira

Starfsmenn RML funda á Hólum í Hjaltadal

Starfsmenn RML dvöldu á Hólum í Hjaltadal dagana 10.-11. mars, þar sem fram fór starfsmannafundur. Á fundinn mættu flestir starfsmenn RML eða 43 að tölu. Á fundinum voru haldnir fyrirlestrar og unnið var í hópavinnu að ýmsum verkefnum fyrirtækisins.
Lesa meira

Námskeiði í jörð.is á Hvanneyri frestað

Fyrirhuguðu námskeiði í jörð.is á Hvanneyri þann 6. mars er frestað til 13. mars. Jafnframt minnum við á fyrirhuguð námskeið í Skagafirði og Húnavatnssýslu ef næg þátttaka næst.
Lesa meira

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2014

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2014 er lokið þó enn eigi eftir að birta ýmis gögn hér á heimasíðunni. Fyrir ári síðan voru niðurstöður skýrsluhaldsins í fyrsta skipti birtar þannig að afurðir væru reiknaðar í krónum talið eftir hverja vetrafóðraða á. Það er gert aftur núna en með aðeins breyttri aðferð þar sem reiknað er meðalverð á hverju búi út frá verðskrá sláturleyfishafa í viku nr. 40 haustið 2014, að teknu tilliti til geymslugjalds og gæðastýringarálags. Jafnframt eru niðurstöður fyrir einstakar bústærðir á landinu reiknaðar óháðar meðalverði.
Lesa meira

Upplýsingar um sjö ný naut úr 2013 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar á nautaskra.net um sjö ný ungnaut fædd árið 2013. Þetta eru þeir Pá 13078 frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit, f. Hjarði 06029, mf. Frami 05034, Mórall 13079 frá Litla-Ármóti í Flóa, f. Víðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016, Straumur 13082 frá Dæli í Fnjóskadal, f. Víðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016,Jöfur 13083 frá Seljavöllum í Hornafirði, f. Hjarði 06029, mf. Laski 00010, Lurkur 13084 frá Torfum í Eyjafirði, f. Kambur 06022, mf. Ófeigur 02016, Dans 13087 frá Brúnastöðum í Flóa, f. Hjarði 06029, mf. Stígur 97010 og Aladín 13088 frá Reykjum á Skeiðum, f. Baldi 06010, mf. Flói 02029.
Lesa meira