Fréttir

Námskeið í jörð.is - Hvanneyri, Skagafirði og Húnavatnssýslu

Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð lanbúnaðarins mun standa fyrir þremur námskeiðum í jörð.is ef næg þátttaka næst. Staður og tími eru eftirfarandi: Á Hvanneyri þann 6. mars, í Skagafirði þann 12. mars og í Húnavatnssýslu þann 13. mars. Námskeiðin standa frá kl. 10:00-17:00 (8,5 kennslustundir).
Lesa meira

Átt þú hryssu eða stóðhest sem stefnt er með á kynbótasýningu?

Ef svo er ættir þú að kynna þér eftirfarandi: Nú í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni, til ætternisgreiningar, úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Þessi ákvörðun var tekin á fagráðsfundi 9. janúar síðast liðinn.
Lesa meira

Vinnufundur fóðurráðunauta

Fimmtudaginn 12. febrúar sl. hittust fóðurráðgjafar RML í Borgarfirði til að samræma vinnubrögð í eftirfylgniheimsóknum, ræða ýmis fóðrunarmál, hönnun fjósa og skoða kosti og galla þeirra fjósa sem heimsótt voru. Byrjað var í Hvanneyrarfjósi en þar er lausagöngufjós með mjaltaþjóni. Þar var sérstaklega fjallað um holdstigun mjólkurkúa en hugmyndin var að bera saman ólíka holdstigunarskala og hvaða skali hentaði hverjum og einum ráðgjafa.
Lesa meira

Er búið að örmerkja?

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja flestöll folöld sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum RML.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Áformað er að halda námskeið í dkBúbót bókhaldskerfinu ef næg þátttaka fæst. Einnig verða haldnir stuttir kvöldfundir þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð.
Lesa meira

Nytjaplöntur 2015

Listi nytjaplantna árið 2015 er kominn á vef Landbúnaðarháskóla Íslands en hann inniheldur yfirlit yfir yrki, sem mælt er með fyrir landbúnað, grasflatir, garðrækt og landgræðslu. Litlar breytingar eru frá síðasta ári, en þó má nefna að í viðauka eru listuð öll gras- og smárayrki, sem hafa verið í tilraunum frá árinu 1986. Ritstjóri er Þórdís Anna Kristjánsdóttir. Lista með nytjaplöntum allt frá árinu 2001 er að finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. febrúar var búið að skila skýrslum janúarmánaðar frá 93% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.675,5 árskúa á fyrrnefndum búum, 539 að tölu, var 5.736 kg sl. 12 mánuði. Meðalnyt árskúa á síðasta ári reiknaðist 5.721 kg
Lesa meira

Munið kvöldfundinn 12. febrúar á Kirkjubæjarklaustri, um ársuppgjör og framtalsgerð í dk-búbót

Fimmtudaginn 12. febrúar og föstudaginn 13. febrúar verða námskeið í dk-búbót á Icelandair hótelinu á Kirkjubæjarklaustri. Ágætis þátttaka er á námskeiðunum. Þá verður haldinn stuttur kvöldfundur á sama stað, fimmtudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.00 þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa.
Lesa meira

Ráðgjöf á sviði rekstrar og áætlanagerðar - Akureyri

Mikill áhugi hefur verið fyrir ráðgjöf tengdri rekstri í landbúnaði. Fimmtudaginn 12. febrúar verður Runólfur Sigursveinsson fagstjóri rekstrar og nýsköpunar hjá RML á skrifstofunni hjá Búgarði að Óseyri 2 á Akureyri. Þeir sem óska eftir ráðgjöf á ofangreindu sviði á svæðinu eru hvattir til að hafa samband.
Lesa meira

Bjarni Árnason kominn til starfa

Bjarni Árnason hefur hafið störf hjá RML og mun hann starfa við ráðgjöf tengda bútækni og aðbúnaði. Hann mun hafa aðsetur á skrifstofu RML á Hvanneyri. Hægt er að ná í Bjarna í síma 516-5065 eða í gegnum netfangið bjarni@rml.is.
Lesa meira