Fréttir

Mikilvægar forsendur í búskapnum: Hey- og jarðvegssýni

Heysýni: Nú er liðið á sumarið sem hefur verið einstaklega fjölbreytt veðurfarslega bæði milli og innan landshluta. Kuldi, væta og þurrkar hafa gert bændum erfitt fyrir á mismunandi árstíðum. Í þurrkatíð fara grösin að leggja megináherslu á að koma upp punti og því verður blaðvöxtur minni. Grösin „trénast“ fyrr og verður oftar en ekki hærra hlutfall af tréninu ómeltanlegt. Veðráttan hefur því mjög mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum. Öll okkar framleiðsla hvort sem það er mjólk eða kjöt byggir að megninu til á heyinu sem aflað er og því mikilvægt að vita hvaða fóðurgildi og steinefni við höfum í höndunum.
Lesa meira

Hrossamælingar / WorldFengur – Tímamót

Nú hefur ný og spennandi viðbót bæst við upprunaættbók íslenska hestsins WorldFeng. Frá og með mánudeginum 28. ágúst varð fært að skrá hefðbundnar mælingar hrossa og vista í gagnabankanum – utan reglulegra kynbótasýninga. Þetta þýðir meðal annars: Hvenær sem er má óska eftir mælingu, fyrir hvaða hross sem er, geldinga – hryssur – stóðhesta, og mælingar verða sýnilegar öllum notendum WorldFengs á heimsvísu. Fylgjandi og sjálfsögð krafa er að gripurinn sé grunnskráður og örmerktur. Öll hefðbundin mál eru tekin og skráð, alls x13 m. hófamálum. Sjá sérstakan flipa í grunnmynd hvers hests í WorldFeng: Mælingar
Lesa meira

Arfgerðargreiningar sauðfjár haustið 2023

RML og Íslensk Erfðagreining (ÍE) hafa nú hafið samstarf varðandi arfgerðargreiningar sauðfjár m.t.t. riðumótstöðu. Munu því sýni sem greind verða á vegum RML haustið 2023 verða rannsökuð hjá ÍE. Hér verður farið nokkrum orðum yfir fyrirkomulag greininga í haust á vegum RML. Fyrirkomulag: Framkvæmdin í haust verður með svipuðum hætti og sl. vor. Taka þarf vefjasýni úr eyra. Áfram er hægt að panta hylki til sýnatöku í gegnum heimasíðu RML. Þegar bóndinn hefur tekið sýnin, skráir hann sýnin á viðkomandi grip í Fjárvís og sendir þau svo á starfsstöð RML á Hvanneyri, þar sem þeim er safnað saman og sýnatökublöðin varðveitt.
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahrossa Hólar 24.08.

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Hólum hefst kl. 8:00 stundvíslega, fimmtudaginn 24.08. Hér má sjá hollaröðun fyrir yfirlitið
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 24. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Rangárbökkum fer fram fimmtudaginn 24. ágúst og hefst stundvíslega kl. 08:00. Hefðbundin röð flokka. Áætluð lok sýningar um kl. 15:00.
Lesa meira

Jörð.is – Ný og farsímavæn útgáfa

Í gær fór í loftið ný útgáfa af Jörð.is. Helstu breytingarnar sem koma með þessari nýju útgáfu eru að núna er útlit forritsins mismunandi eftir skjástærð og því hægt að nota það líka í snjalltækjum.
Lesa meira

Umsókn um þátttöku í loftslagsvænum landbúnaði - umsóknarfrestur er framlengdur til 27. ágúst fyrir grænmetisbændur í útiræktuðu grænmeti

Bændur athugið að við höfum framlengt frestinn til að sækja um þátttöku í loftslagsvænum landbúnaði. Þessi frestur á við um bændur sem eru með útiræktað grænmeti. Fresturinn er til sunnudags 27. ágúst.
Lesa meira

Afmæliskaffi RML á Hvanneyri föstudaginn 18. ágúst kl. 14-16

RML á 10 ára starfsafmæli á árinu og samhliða spildudeginum sem fram fer á Hvanneyri þann 18. ágúst þá verður afmæliskaffi á skrifstofu RML að Hvanneyrargötu 3 þann dag milli kl. 14:00-16:00. Okkur langar sérstaklega að bjóða bændum að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall og ræða um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur ! Öll velkomin
Lesa meira

Bændafundir á næstunni

Í næstu og þarnæstu viku munu stjórn og hluti starfsfólks Bændasamtaka Íslands, ásamt framkvæmdastjóra og stjórnarmanni RML fara í ferð um landið og funda með bændum og öðrum sem áhuga hafa á að mæta, en fundirnir verða opnir öllum. Umfjöllunarefni fundanna verður starfsemi samtakanna, málefni sveitanna og komandi tíð. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Lesa meira

Frá Bændasamtökum Íslands

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira