RML 10 ára - Afmælisráðstefna 23. nóvember á Hótel Selfossi
15.11.2023
|
Afmælisráðstefna RML, sem haldin er í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins, verður fimmtudaginn 23. nóvember á Hótel Selfossi. Glæsileg dagskrá liggur fyrir og upplýsingar um dagskrá má finna á Facbook viðburði ráðstefnunnar en einnig hér í fréttinni að neðan. Skráning á ráðstefnuna og hátíðarkvöldverð fer fram á rml.is í gegnum skráningarhlekk en einnig má senda tölvupóst á rml(hjá)rml.is eða tilkynna þátttöku í síma 5165000. Ekkert skráningargjald er á ráðstefnuna og skráning því til að áætla fjölda gesta. Starfsmenn RML hlakka til að sjá ykkur á Selfossi.
Lesa meira