Fréttir

Ráðstefna EGF í Litháen 2023 um framtíð grasræktar í skiptirækt

Í byrjun júní fóru tveir ráðunautar RML, Sigurður Max Jónsson og Elena Westerhoff, á ráðstefnu EGF (European grassland federation) um framtíð grasræktar í Evrópu. Guðni Þorvaldsson prófessor hjá LBHÍ slóst í för með okkur. Í ár var LAMMC (Lithuanian Research Centre for Agriculture and Forestry) gestgjafi og var ráðstefnan haldin í Vilníus í Litháen.
Lesa meira

Bæklingur um fóðrun og aðbúnað kálfa til kynþroska

Fóður- og nautgriparæktarráðunautar RML hafa útbúið næsta bækling í röð bæklinga með fræðsluefni um fóðrun og aðbúnað nautgripa til kjötframleiðslu. Bæklingurinn er unninn með stuðningi frá þróunarfé nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Síðsumarssýningar - síðasti skráningardagur 7. ágúst.

Minnum á að síðasti skráningardagur á síðsumarssýningar er á miðnætti mánudagsins 7. júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningar eru í boði.
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Hellu 2. ágúst

Hér að neðan má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fer fram á Hellu miðvikudaginn 2. ágúst. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00 eins og venja er á 7 vetra hryssum og endar á yngstu stóðhestum. Áætlað er að yfirlitinu sé lokið um 12:30.
Lesa meira

Hella miðsumarssýning: Hollaröð á yfirlitssýningu 2. vika.

Hollaröðun yfirlitssýningar fyrir aðra viku miðsumarssýningar á Hellu sem haldin verður þann 28. júlí er tilbúin. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 og byrjað verður á elstu hryssum eins og venja er og endað á elstu stóðhestum. Áætluð lok sýningar eru um 18:30.
Lesa meira

Netfundur með erlendum riðusérfræðingum

Þriðjudaginn 25. júlí kl. 19:00 verða fræðslufundur haldinn á netinu um riðuveiki. Þessi fundur er í raun framhaldsfundur bændafundarins sem fór fram í Miðgarði, Skagafirði 21. júní sl. en þá náðist ekki að flytja öll erindin líkt og til stóð.
Lesa meira

Hella miðsumarssýning: Hollaröð á yfirlitssýningu 1. vika.

Hollaröðun yfirlitssýningar fyrir fyrstu viku miðsumarssýningar á Hellu sem haldin verður þann 21. júlí er tilbúin. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 og byrjað verður á elstu hryssum eins og venja er og endað á elstu stóðhestum.
Lesa meira

Miðsumarsýningar Rangárbökkum við Hellu

Vegna mjög mikillar eftirspurnar að koma hrossum til dóms miðsumars á Suðurlandi hefur verið ákveðið að bæta við tveimur sýningardögum 31. júlí og 1. ágúst (Rangárbakkar við Hellu, vika 3) auk yfirlitssýningar 2.ágúst. Þeir sem hafa óskað eftir að koma hrossum að eru því hvattir til að skrá hross sín sem fyrst en opið er fyrir skráningu til miðnættis laugardaginn 15 júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, við lok nýliðins júnímánaðar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað skömmu fyrir hádegi þann 12. júlí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 447 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 126 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.843,5 árskúa á fyrrnefndum 447 búum var 6.408 kg. eða 6.295 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira