Fréttir

Ræktun gegn riðu - niðurstöður hermirannsóknar

Komin er út lokaskýrsla verkefnisins „Ræktun gegn riðu - Áhrif mismunandi leiða við innleiðingu verndandi arfgerða metin með slembihermunum“. Verkefnið var unnið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og var styrkt af Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar. Höfundar skýrslunnar eru Þórdís Þórarinsdóttir og Jón Hjalti Eiríksson.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar 10. júlí. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er einnig að finna hér á vefnum.
Lesa meira

Lambadómar haustið 2023

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 21. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin upp úr miðjum ágúst er vakin athygli á því að nú er hægt að panta lambaskoðun án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti í Stekkhólma 7. júlí

Hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Fjórðungsmóti Austurlands sem haldin verður þann 7. júlí er tilbúin. Dómar hefjast stundvíslega kl 10:00 í Stekkhólma og byrjað verður á elstu hryssum eins og venja er og endað á elstu stóðhestum. 
Lesa meira

Samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa lengi átt farsælt samstarf á sviði fræðslu, rannsókna og nýsköpunar. Í gær var undirritað samkomulag um að efla samstarfið enn frekar með formlegri stofnun faghópa til að vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál.
Lesa meira

Viðbótargreiningar – flutningur lamba með ARR og T137

Líkt og auglýst var í vor varðandi greiningar á sýnum hjá Agrobiogen þá var hægt að velja svokallaða einkeyrslugreiningu, ef menn vildu t.d. einungis láta skoða sæti 171 m.t.t. ARR genasamsætunar. Hægt er af fá fulla greiningu á sýni sem þegar er búið að greina að hluta til. Viðbótargreiningin mun kosta 1.450 kr. + vsk. Best er að panta þessar greiningar með því að lista upp þau sýnanúmer sem á að greina og senda á Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur (gudrunhildur@rml.is). Gott er að fá sýnin listuð upp í exelskrá, en ekki nauðsynlegt.
Lesa meira

Miðsumarssýningar - síðasti skráningardagur 7. júlí.

Minnum á að síðasti skráningardagur á miðsumarssýningar er á miðnætti föstudagsins 7. júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Auglýst eftir nýjum þátttakendum í nautgriparækt, sauðfjárrækt og útiræktun grænmetis.

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir umsóknum til þátttöku frá tíu búum í sauðfjárrækt og/eða nautgriparækt og fimm grænmetisframleiðendum sem stunda útiræktun. Þátttakendur þurfa að hafa áhuga fyrir að setja sér skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Lesa meira

Hollaröðun kynbótasýningar á Fjórðungsmóti Austurlands að Stekkhólma 6.-7. júlí

Sýningin hefst fimmtudaginn 6. júlí kl. 10.00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 7. júlí og hefst kl. 10.00
Lesa meira

Upplýsingar um forystufé hafa verið uppfærðar í Fjárvís

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að ýmsu endurbótum á skýrsluhaldsforritinu Fjárvís. Eitt af því sem hefur verið gert er að styrkja utanumhald um forystufjárstofninn í landinu. Eins og kunnugt er hefur um árabil verið hægt að sérmerkja forystukindur og forystublendinga inn í Fjárvís og koma þeir einstaklingar sem eru 50% eða meira af forystuættum ekki inn í uppgjör afurða og kjötmats ár hvert.
Lesa meira